Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 2
2
PRENTARINN
vegna nemendaf jöldans, sem og von var. Hvort
Hannes Þorsteinsson hefir leitað fyrir sér
meðal félagsmanna HÍP um verkstjóra í prent-
smiðju sína, er mér ekki kunnugt, en hitt veit
ég, að nú tók Hallgrímur við verkstjórn þar
eftir rúmlega tveggja ára nám. Mun hann því
vera yngstur þeirra manna, er verkstjórn hafa
haft á hendi í prentsmiðju hér á landi, að því
er kunnugt er. En verkstjóraferill Hallgríms
var þá byrjaður, en ekki búinn, því að hann
átti eftir að verða verkstjóri í stærstu prent-
smiðju landsins, sem sett var á stofn nokkr-
um árum síðar. Var hann svo verkstjóri í
Glasgow- og Þjóðólfs-prentsmiðju (en það var
sama prentsmiðjan, skipti aðeins um nafn eft-
ir að Hannes Þorsteinsson flutti hana í Aust-
urstræti 3), þar til hann fór þaðan um ára-
mótin 1903—4. Fór hann þá í prentsmiðju
Þorv. Þorvarðssonar og var þar næsta ár, en
þá um áramótin tók prentsmiðjan Gutenberg
til starfa og var hann fyrsta starfsár hennar
verkstjóri í setjarasal og oft síðan. En í Gut-
enberg vann hann til ársloka 1918, er hann
hætti um skeið prentverki, en tók svo til við
það aftur eftir nokkur ár í sinni eigin prent-
smiðju á Bergstaðastræti 19, og vinnur þar
alltaf eitthvað sér til afþreyingar, því að ætið
er honum prentiðnin kær.
Það er annars nógu gaman að geta þess hér
um leið, að i þessari prentsmiðju hans er elzta
hraðpressa landsins, sem hann prentar i enn;
keypt hingað til lands af Sigm. heit. Guð-
mundssyni prentara, og hið fyrsta, sem menn
vita um að prentað var i henni, var vikublað-
ið ,,ísafold“ í júlímánuði 1879,1) en á prentvél-
inni sjálfri stendur ártalið 1879. Þetta er dá-
litið einkennilegt: Hallgrímur er fæddur 1879,
7. júlí, á vélinni stendur 1879 og hið fyrsta,
sem prentað er í henni hér á landi, er prent-
að i júlí 1879.
Um verkstjórn Hallgríms er það að segja,
1) í „Fjögur hundruð ára saga prentlistar-
innar á íslandi“ segir þó, að 13. tbl. „Isafold-
ar“, sem dags. er 6. maí 1879, sé hið fyrsta,
sem prentað er í pressu þessari; en i 19. tbl.
„ísafoldar" s. á., sem dags. er 9. júlí, er þess
aftur getið, að blaðið sé prentað „með hrað-
pressu ísafoldar11. Kl. Jónsson bendir á þessa
undarlegu ósamkvæmni, er ekki verður skýrð.
að er hann fyrst tók við henni og æ síðan litu
nemendurnir upp til hans. Hann var lærðari
en þá var títt um tveggja ára gamla nemend-
ur. Hann gat prentað, tekið vélarnar sundur,
ef þess þurfti með, og sett þær saman aftur,
steypt valsa og sitthvað annað, sem iðninni
heyrði til. Líka tók hann upp þann sið, að
láta skrifa vinnuseðla, svo hægt væri að sjá,
hvort menn héldu sig að vinnunni. Eins var
honum það mikið kappsmál, að nemendurnir
mættu stundvíslega. Yfir höfuð var hann að
mínu áliti ágætur verkstjói'i: glaður, vinnu-
samur og ekki vantaði kappið, og fengum við
strákarnir stundum að kenna á því, að Hall-
grímur var með í verki, því að meðan hann
var verkstjóri i prentsmiðju Hannesar Þor-
steinssonar og reyndar alltaf vann hann stöð-
ugt að prentstörfum sem hver annar verk-
maður, enda prentsmiðjan fámenn og lítið um
bókfærslu og skrifstofuhald. í litlu prent-
smiðjunum varð hver maður að vinna eins og
hann bezt gat og leggja sig allan fram, enda
sparaði Hallgrímur það aldrei, að eggja okk-
ur og' hvetja hvað vinnu og stundvísi snerti.
Mér er sérstaklega minnisstætt (það var í
Glasgow-prentsmiðjunni), að einn morgun
svaf Hallgrímur yfir sig, sem ég minnist ekki
að kæmi fyrir oftar meðan við unnum saman.
I stað þess að mæta kl. 7 um morguninn, mætti
hann ekki fyrr en kl. 8. Við biðum þrír, en
komumst ekki inn fyrr en hann kom, því að
hann hafði lyklana að prentsmiðjunni. Þetta
voru því 4 tímar samanlagt, sem vinna hafði
fallið niður, en ekki hætti hann fyrr um kvöld-
ið en hann var búinn að vinna alla tímana upp.
Einhver hefði nú unnið þessa tíma upp smátt
og smátt, en ekki lengt vinnudaginn, sem þá
var 10 tímar, um 4 tíma á sama sólarhringn-
um. Hann gerði strangar kröfur til annara, en
hlífði heldur aldrei sjálfum sér í neinu.
Eftir að Hallgrímur lét af verkstjórn í Gut-
Seg'ir hann, að Jón Borgfirðingur, sem átti þá
heima í Rvík, og var vel kunnugur prentsmiðj-
um bæjarins, segi „hiklaust í framhaldi Prent-
smiðjusögunnar" (handrit í eigu Kl. J.) og
undirsti'iki það, „að 9. júlí 1879 sé afmælis-
dagur hraðpressunnar á íslandi“, og bætir við,
að handpressan hafi þó verið höfð með fyrst
um sinn“.