Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 7
PRENTARINN 7 Victoria-Front er talin að vera bezta og fullkomnasta bóka- og mynda-prentvélin, sem til þessa hefir verið smíðuð. deildirnar: Ritstjórnardeild, setjaradeildir, teiknideild, myndamótadeild, ljósmyndadeild, steypudeild (Stereotype), prentvéladeildir, skrifstofur o. fl. Þannig héldum við áfram alla leið niður í kjallara, en þar er pappírsgeymsl- an, þvílík býsn, hún liktist einna helzt heilu bæjarhverfi, langgötur og þvergötur með há- um pappírsstöflum á báðar hliðar. Var þar engan pappírsskort að sjá. Voru þarna skrif- stofur með talsímum og öðrum þægindum. Þarna niðri var einnig fatageymsla og snyrti- herbergi starfsfólksins. Eftir að hafa farið fljótt í gegnum þessa pappírsborg, var enn á ný haldið á stað upp á leið. Nú var ekki geng- ið, heldur farið í lyftum (þær eru margar i húsinu). Að þessu sinni lá leiðin til borðsalar- ins, sem er á efstu hæð. Borðsalur þessi er afar stór og vistlegur, með stórum gluggum á tvær hliðar, og getur fólkið meðan það matast horft út yfir alla Kaupmannahöfn. Lík- ist hann frekar fyrsta flokks veitingasal en borðsal verkafólks í prentsmiðju. Gat ég ekki stillt mig um að bera þessi þægindi saman við þægindin hjá okkur, með sjálfum mér auð- vitað. — Þarna biðu okkar allskonar veiting- ar. Meðan við sátum undir borðum flutti sá fylgdarmaður okkar, sem fyrir gekk, stutt er- indi um fyrirtækið og stofnanda þess, Egmont H. Petersen. Eftir að staðið var upp frá borð- um var okkur fylgt í kvikmyndasal prentsmiðj- unnar og sáum við þar á kvikmynd (talmynd) sögu og þróun fyrirtækisins frá byrjun og' fram á þennan dag og þó heldur lengra, því alltaf er verið að bæta við og eftir hverja viðbót reynist húsnæðið of lítið. Kvikmynda- salur þessi er búinn öllum nútímaþægindum, stoppuðum plussstólum og teppum o. fl. Þar sem það mun koma mönnum kynlega fyrir, að prentsmiðjan skuli vera búin kvik- myndahúsi, vil ég láta þess getið, að hún rek- ur ákaflega mikla auglýsingastarfsemi. Hefir hún sérstaka menn til þess að semja og teikna auglýsingar, sem svo eru filmaðar, og við- skiptamönnunum síðan boðið í ,,bíóið“ til þess að sjá þær. Er við gengum út úr kvikmyndasalnum voi'u

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.