Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 4
réttasl vœri að eyða þessari viku í kíiðdal. Var eg svo heppinn, að einn vina minna í Prentarafélaginu lánaði mér búðstað sinn. Þarna dvaldi eg svo það sem eftir var sumarfrísins — og nú gafst mér dálítill tími til að skoða Miðdal. Flestir prentarar þekkja Laugardalinn og hafa einhverntíma farið þar um. Það hafði eg einnig gert og iitið yfir héraðið í stórum dráttum, og þarf þvi ekki að týsa því frekar. Hvaða vit er svo í þessum jarðakaupum Prentarafélagsins? hljóta prentarar að spyrja sjálfa sig. Eru þarna nokkur þau verðmæti á ferðinni, sem vit getur verið í fyrir fé- lagsmenn að leggja fé og vinnu í? Mér finnast tvö sjónarmið koma til greina: Ánægja og nytsemi. Þeir prentarar sem einvörðungu setjast að í Miðdal austur sakir náttúrufegurðar, verða ekki vonsviknir. Það er af nógu að taka í þeim efnum, hvort sem leitað er langt eða skanimt. Það verður ekki annað séð en að sumarhústöðunum hafi verið val- inn heppilegur staður í nesinu milli Skil- landsár og Þríhylsár. Tunga þessi er kjarri vaxin atlt upp í fjallshlíð og getur hér upp af vaxið fagur skógur i framtíðinni, við góða umgengni, friðun og hæfilega grisjun. Bústöðunum hefir verið valinn staður í skógi- vöxnum hatla og standa þeir með nokkuru millibili, og af því leiðir, að hver bústað- ur fær umhverfis sig „sjálfgerðan" trjágarð sem laga má og skipuleggja. Er þarna ótak- markað verkefni fyrir smekkvísa menn og konur, en mörg af þessum smávöxnu trjám eiga vafalaust eftir að ná talsverðri stærð. Þarf því að átta sig á því, hver þeirra eiga að standa til frambúðar og hver eiga að liverfa. Þeir, sem óska að njóta sólarinnar, eiga þess nógan kost í skjóli skógarins, en Laugardalur er með mestu veðursældarhér- uðum landsins. Þeir, sem gaman liafa af fjöll- um, þurfa heldur ekki að vera í vandræð- um. Upp af Miðdal gnæfir Efsladalsfjall (627 m.) með giljum og gljúfrum, sem ár og lækir falla um, en skógurinn teygir sig langt upp eftir fjallshlíðunum. Það spillir ekki, að alt- ar þessar fjaltshlíðar eru löðrandi af berj- um, allra tegunda, sem hér vaxa villtar. Þá er í norðvestur Skillandsdalur, en eftir honum fellur Skillandsá í undurfögru gljúfri, en upp af bolni Skillandsdals gnæfa Klukku- tindar. Vestur af Miðdal er svo hið fagra og mikla Laugardalsfjall. Langjökull liggur þarna norður af, og ekki ýkjalangt. Niður úr þessum fjöllum streyma ótal ár og lækir niður um láglendið, sem mynda tjarnir og vötn, þar sem lifað getur mergð af silungi og laxi. Og geta veiðimennirnir stungið jjessu bak við eyrað. Þess má geta, að austur að Gullfossi og Geysi er hæfilegur útreiðartúr. Eins má ennþá geta um þennan indæla stað, en það er fuglalífið. Þarna morar allt af fuglategundum þeim, sem lifa hér á landi, bæði stað- og farfuglum (nema sjófuglum) og músarrindill, sem hélt til þarna hjá bú- stöðunum var byrjaður að syngja á hverj- um morgni, þegar eg kom á fætur, þótt skammdegi væri og vetur. Hvað mun þá að sumrinu? Músarrindillinn er með beztu söng- fuglum veraldar og allir eru þeir smáir vexti, nema þessi tegund, sem hér lifir; liún er tröll sinnar tegundar í vefarafugla-aMiinni, þótt þessi sé minnsti smáfugl okkar. Þá kemur hlið nytseminnar. Mörgum lief- ur víst fundizt þeim peningum á glæ kast- að, sem ganga til kaupanna á Miðdal. Þegar hugsað er út í það, að einstaklingar víla ekki fyrir sér að borga frá 10 og allt upp i 40 þúsundir kr. fyrir algenga fólksbifreið, stundum máske meira, livað verður þá úr kaupverði Miðdals, sem um 200 manns eiga að standa straum af? Verðið er svo lágt, að ekki þarf að fjölyrða um það. Eftir nokk- ur ár er bifreiðin orðin að gerónýtu járna- rusli, en jörðin heldur áfram að verða i sinu fulla verði, en jarðvegurinn batnar með hverju árinu sem líður, og jafnvel getur liún hækkað í verði, þótt ekkert liafi verið til þess gert af prentaranna hálfu, að svo yrði. Þeirra liluta vegna þarf Prentarafélagið eng- ar áhyggjur að hafa. — I prentarastéttinni er vonandi ekkert það togleðurs-höfuð til, sem ekki getur skilið þetta. Eg ætla svo að lokum að leyfa hugmynda- fluginu að dansa svolítið frjálslega í tilefni þessara kaupa. Það verða allt gömlu dans- arnir, svo að allir geta fylgzt með. Ræktun nytjajurta til manneldis — og skepnueldis — hefur aukizt risaskrefum síð- ustu árin, mælt á íslenzkan mælikvarða, og meira mun þó verða áður langt um líður. 18 Pbentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.