Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 12
Prentari i fimmiiu ár: Jón Arnason Hinn 9. okt. síðastl. voru fimmtíu ár lið- in frá því að Jón Árnason kom fyrst að leturkössunum í ísafoldarprentsmiðju og hóf prentnám. Svo löngum starfsaldri við inni- stöður ná ekki aðrir en þeir, sem miklu þreki eða seiglu eru gæddir. En það munu fáir sjá á Jóni Árnasyni, að hann sé svona aldraður maður, því enn er hann kvikur við verk sitt og laus við öll ellimörk i hugs- un og hreyfingum. Eftir að J. Á. kom i Gutenberg, vann liann lengi að töflusetningu, og þótti honum sér- staklega takast upp við að reikna út og setja margbrotna hausa, svo að hvergi skeikaði. Þessi vinna þótti mörgum leiðinlegt verk, sem þeir vildu hliðra sér hjá, en Jóni var leikur einn að inna smekkvíslega og vel af hendi. Við þelta verk naut stærðfræðikunn- átta Jóns sín lika ágætlega, en hann hefur ávallt haft mætur á öllu, sem reyndi á kunnáttu í þessari fræðigrein, enda er hann almennt talinn með færustu mönnum í sum- um greinum stærðfræðinnar. — Hin síðari árin hefnr Jón aðallega haft með höndum setningu Lögbirtingablaðsins, og ber útlit þess blaðs vott um smekkvísi í frágangi og góðan skilning á nýjungum prentlistarinnar, að svo miklu leyti, sem hægt er að koma þeim við. Siðan setningarvélar komu í Gutenberg, hefur Jón Árnason annazt alla hræðslu véla- sátursins. Það er illt verk og ábyrgðarmik- ið, því að litlu má skeika um hitastig málms- ins, svo að hann tapi ekki réttri efnasam- setningu. En Jón hefur annazt þetta verk eins og önnur með nákvæmni og samvizku- semi. Prentferils Jóns Arnasonar og starfa hans í þágu Prentarafélagsins, hefur áður verið getið í Prentaranum, svo ekki er þörf að endurtaka það hér. Starfsmannafélag Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg hélt Jóni samsæti í tilefni af- mælisins. Þar voru ræður haldnar og margs minnzt frá Iiðnum samverustundum. Þá heimsótti stjórn Prentarafélagsins Jón og færði honum gott ferðaviðtæki að gjöf frá félaginu. Var það vel valið, því að Jón er mikill útilegumaður og á vandaðan útbún- að til þess að dveljast einn fjarri manna- byggðum í örmum náttúrunnar. Þar leggur hann, af alúð og innri þrá, stund á þau fræði, sem aðeins fáum útvöldum er gefin gáfa til þess að skilja. G. H. Höfundarréttur borinn fyrir borð Sá, er þessar línur ritar, minnist að hafa séð ljóðið „Prentlist, þú gyðjan góða“, eign- að Guðmundi Magnússyni, skáldi, þar sem ljóðið er birt sein tækifærisljóð við ýmsar hátíðir, sem haldnar hafa verið á vegum H.Í.P. Hér virðist um mistök að ræða, sem ætla má af fenginni reynslu að endurtakist, ef ekki verður við numið. Nefnt Ijóð er orkt árið 1860, „Minni Prent- smiðju íslands", og er þetta niðurlag kvæð- is eftir Matthias Jochumsson. Þessi höfundaskipti mnnu sennilega vera þannig til orðin, að i félagsblaði voru, „Prentaranum“, V. árg. 1916, er þetta ljóð birt höfundarlaust, raddsett lagi eftir Helga Helgason. — Fyrirmynd þessi veldur síðar 26 Prentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.