Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 9
Þorvaldur Þorkelsson fimmtugur — verkstjóri í 25 ár Þegar menn standa á merkum timamót- um ævinnar, þykir rétt og sjálfsagt að bera á þá lof og hæla þeim á hvert reipi, í ræðu og riti. Ef hófs er gætt, er verðmæti falið í slíkum mannlýsingum, en oft er það svo ríflega úti látið, að viðkomandi maður kikn- ar undir lofræðunum og það sem átti að verða sígild lýsing, verður hreinasta skrípa- mynd í augum samborgaranna. Þorvaldur Þorkelsson er maður með heil- steypta skapgerð og mótaðan persónuleika og mundi því standa jafnréttur eftir, þó aus- ið væri yfir hann lofgerðarrausi úr öllum áttum, en slíkar aðfarir munu vera honum næsta hvimleiðar, og skai þvi reynt að þræða götur raunveruleikans í eftirfarandi orðum. Hinn 20. desember síðasti. stóð Þorvaldur á fimmtugu. Flestir munu undir slikum kring- umstæðum taka sér frí frá daglegum skyldu- störfum sjálfan hátíðisdaginn. En á Þorvaldi er ekki sjáanlegur neinn hátiðasvipur, og það er ekki fyrr en um kl. 4 að hann rankar við sér og getur slitið sig frá hinu daglega annríki til að helga sig starfi gestgjafans. Jafnsnemma byrja gestirnir að streyma heim til hans, hlaðnir árnaðaróskum. Þangað koma vinir og frændur, félagar lians úr prent- arafélaginu og þó sérstaklega samstarfsmenn lians úr Félagsprentsmiðiunni, því margir þeirra hafa unnið þar með honum yfir tvo tugi ára. Þorvaldur býður gestina velkomna Hann heldur léttilega á hinum fimmtiu ár- um. Hár maður og beinvaxinn, þéttvaxinn og karlmannlegur, en mýkt unglingsins i öllum hreyfingum. Gestunum er skipað niður með- frani borðum og veitt ríkulega. Gestgjafa- starfið leikur i höndum Þorvaldar og gætir þar sýnilegra áhrifa frá margra ára verk- stiórastarfi. Ræðuhöld hefjast, glens og gam- anvrði fiúka. hárbeittum skeytum er beint að afmælisbarninu. en Þorvaldur gripur þan á lofti með sinni alkunnu fyndni og rökvísi, stuttorður og gagnorður, er lítið um mála- lengingar gefið, — segir það í einni setn- ingu, sem aðrir flétta langa ræðu utan um. Þannig líður kvöldið. Fyrstu gestirnir fara að týnast burt og aðrir nýir bætast við — ekkert hlé á heimsóknum. Hér koma gaml- ir félagar Þorvaldar úr Prentarafélaginu, og ræðuhöldin halda áfram. Margs er að minn- ast, ýmislegt þarf að rifja upp frá löngu samstarfi. Þorvaldur hefur unnið við prent- verk i 35 ár og þar af verið verkstjóri í setjarasal Félagsprentsmiðjunnar um 25 ára skeið. Verkstjórastarfið er tvíþætt, annars vegar sú hliðin, sem að viðskiptamönnunum snýr, en þar er mest um vert að geta gert öllum til hæfis og þar er Þorvaldar sterk- asta hlið, enda þekkja margir utan prent- arastéttarinnar „Þorvald i Félags“. Hins veg- ar er stjórn og umsjón með starfsliði prent- smiðjunnar og tilsögn og fræðsla til handa nemum. Er það erilsamt starf og útheimtir natni, nákvæmni og smekkvísi, og tel ég eng- ar ýkjur, þó fullyrt sé að Þorvaldur sé öll- um þessum kostum búinn i rikum mæli. Eins og prenturum er kunnugt, hvílir kennsla og uppfræðsla nemanna nær eingöngu á verk- stjórunum. Þó að prentsmiðjustjórarnir séu hinir opinberu lærimeistarar, þá er starfi þeirra þannig háttað, að þeir hafa ekki að- stöðu til að umgangast nemana við hin dag- legu störf þeirra. Það eru þvi verkstjórarn- ir, sem hafa á hendi hlutverk kennarans, og undir hæfileikum þeirra og dugnaði er þvi árangur námsins að miklu leyti kominn. Lærisveinahópur Þorvaldar er orðinn all- fjölmennur, enda kemur það í Ijós þegar á Phentarinn 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.