Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 5
íslendingar fara bróðum að skilja, að mikil-
virkar jarðræktarvélar verða að koma hér
til sögunnar, ef eitthvað á að gerast. Þær
munu umturna öllum búnaðarhóttum til
landsins á sama hótt og mótorvélin ger-
breytti öflun verðmæta af fiskimiðunum. En
þegar að þessu dregur, þurfa ýms skilyrði
að vera fyrir hendi. En þó er eitt nauðsyn-
legast og það er — jarðvegur. Án moldar-
innar verður ekkert aðhafzt í þessum efn-
um. Verður mönnum svo ekki, að þessu at-
huguðu, hugsað til Miðdals? Þar er nægur,
frjór og djúpur jarðvegur, eins og allur gróð-
ur þar sýnir. Þar við má svo hæta bezta
veðurfari, sem til er hér á landi. Veðráttan
og ræktunarskilyrði eru þarna svipuð og i
Fljótshlíð, þar sem Skógrræktarfélag íslands
sér sér hag í að hafa gróðrarstöð, þótt all-
langt sé frá Reykjavik. Hvi skyldu prent-
arar ekki, þegar fram í sækir, sækja lífs-
viðurværi sitt austur í Miðdal, í sina eigin
mold? Hví skyldi ekki að því reka, þegar
fram líða stundir, að þeir framleiði þar
þá mjótk, sem þeir þarfnast og jafnvel handa
öðrum lika.
Þarna eru ágætir virkjunarmöguleikar,
eins góðir og beztir geta verið, frá náttúr-
unnar hendi. Gróðurhús eru ekki verr sett
í Laugardal en hvar annars staðar. Og hvað
má vita til hvers rafmagnið verður notað
áður langt líður? Bretar eru farnir að reka
bílana sína með rafmagni.
Margar nytjajurtir erlendar geta þrifizt
hér ágættega og
margar trjátegundir
sömuleiðis. Eplatré,
sem sáð hefur ver-
ið hér til af engri
þekkingu á eðli
þeirra, — og geta
því verið þau ó-
heppilegustu, —
hafa borið alt-ásjá-
lega ávexti undir
beru lofti. Hefur
sá, sem þetta ritar,
séð eitt þvilíkt með
ávöxtum. Hvað mun
þá, ef þekkingin
verður höfð með í
ráðum? Þá er rúss-
neska, fjölæra hveitið. Væntanlega verða ekki
nema fá ár þar til tekið verðuraðgera tilraun-
ir með það hér. íslendingar eru nú að taka
upp stjórnmálasamband við Rússa. Sendi-
herra hefur þegar verið skipaður. Frá þessu
landi á sjálfsagt margt eftir að koma nyt-
samlegt, sem við ekki þekktum áður.
Þá er eitt enn: Skógræktaráhugi vex hér
með hverjum degi. Það væri lítt hugsanlegt,
að prentarar óskuðu þess ekki, að láta þar
til sín taka. Þeir hafa raunar, án þess að
gera sér það tjóst, stigið fyrsta skrefið —
með þvi að eignast Miðdal. Þar eru skilyrði
til skógræktar eins góð og orðið geta. Eg
á hér ekki við það, sem vanalega er skilið
við skógrækt hér á landi — það er ræktun
trjáplantna tit skrauts — heldur ræktun stór-
vaxinna nytjatrjátegunda — barrviðar. —
Vil eg í þessu sainbandi benda mönnum á
að lesa ritgerð Hákonar Bjarnasonar i Árs-
riti Skógræktarfélags íslands 1943: Um rækt-
un erlendra trjátegunda. Því miður er ekki,
sem stendur, mögulegt að afla fræs af þeim
trjátegundum, sem hann talar um.
Þá má nefna skilyrði til fiskiræktar. Það
væri ótrúlegt, að íslendingar gætu aldrei
lært að taka af sér vettlingana i þeim mál-
um, eins og öll skilyrði eru þó góð í þeim
efnum hér á landi, — og keniur þá Mið-
dalur enn sem fyrr þar til greina, með sí;t
góðu skilyrði.
Það, sem aðallega hefur verið fundið Mið ■
dalskaupunum til foráttu, er fjarlægðin frá
Reykjavik. En hvað
verður úr þeirri
mótbáru, ef litið er
til framtíðarinnar,
— frá því sjónar-
miði verða hlutirn-
ir að skoðast. —
Með bættum sam-
göngum styttast
vegalengdirnar. Ef
Olfusárbrú væri
orðin meter breið-
ari og nokkuru
styrkari en hún er
uú, þyldi hún 8
tonna híla, í stað 4
nú, en af því leiddi
aftur, að lækka
PnENTARINN 19