Prentarinn - 01.01.1952, Side 3
kl. 12 á laugardögum og „vinna af sér“ megin-
hlutann af 4 klst. aðra daga vikunnar á þann hátt,
sem hvert verkalýðsfélag fyrir sig semur um, en
að „vinna af sér“ fríðindi er vafasöm verkalýðs-
pólitík. Réttara er að nota sér fríðindin ekki fyrr
en þau eru orðin alger réttindabót.
Víðast þar, sem 40 stunda vinnuvikunni hefir
verið komið á, hefir hún verið framkvæmd þannig.
að unnið hefir verið 8 stundir á dag 5 daga vik-
unnar, en hvílzt í tvo daga.
Þegar við höfum öðlazt 40 stunda vinnuviku,
verðum við að sjálfsögðu ekki bundnir við þessa
tilhögun frekar en verkast vill. Það má alveg eins
hugsa sér að almennur vinnutími á dag verði eftir
sem áður kl. 8—5 með 114 klst. matmálstíma,
hæfilegum kaffihléum og vinnulokum kl. 12 á
hádegi á laugardögum allt árið. Breytingin frá
þeim vinnutíma, sem nú er, yrði með þessu móti
ekki svo ýkjamikil, því að fá eða engin verka-
lýðsfélög vinna fullar 48 klst. á viku, þegar öll
kaffihléin eru dregin frá.
Hinn I. júní 1952 vilÍ svo vel til í fyrsta sinn í sögu
verklýðshreyfingarinnar, að samningar flestra sam-
bandsfélaganna eru útrunnir samtímis. Hér er því
einstætt tækifæri til þess að fá umbótamálum fram
komið. Við höfurn komizt að raun um, að hver
eyrir, sem við fáum í beinum kauphækkunum, er
margfaldlega af okkur tekinn aftur í beinum og
óbeinum sköttum. Við verðum því að leita réttar-
bótanna á öðrum sviðum.
Íslenzkur verkalýður hefir jafnan verið á eftir öðr-
um Norðurlandabúum með hagsmunamál sín, en
nú vill svo til, að 40 stunda vinnuvikan er ekki enn
komin í framkvæmd á Norðurlöndunum. Með
því að koma henni nú á hjá okkur, verðum við
til fyrirmyndar verkalýð Norðurlanda. Það yrði
eins konar þakkargjald fyrir allt það, sem hann
hefir gert fyrir íslenzkan verkalýð með góðu for-
dæmi.
Straumarnir að vestan liggja um Ísland beint og
óbeint. Því er ekkert eðlilegra en að cinmitt við
íslendingar verðum fyrstir Norðurlandabúa að taka
upp 40 stunda vinnuviku. Verkleg menning okkar
er ekki lengur því til fyrirstöðu. Mjög alvarlegt og
víðtækt atvinnuleysi hefir borið að höndum. Eftir
hverju er þá að bíða?
Eins og áður er sagt, varðaði prentarafélagið
veginn fyrir 48 stunda vinnuvikuna. Ætti því vel
við, að það beitti sér nú, nær 30 árum síðar, fyrir
40 stunda vinnuviku alls verkalýðs á íslandi með
óbreyttum kjörum að öðru leyti. Það væri verk-
efni, sem hæfði elzta og að mörgu leyti þroskað-
asta verklýðsfélagi landsins.
30. dezember 1951. G. H.
Fram liðinn stéttarbróðir.
Karl Stefán Daníelsson var
fæddur í Hafnarfirði 8. apríl
1902, sonur hjónanna Daníels
Jónssonar, skipstjóra í Reykja-
vík, og Olafíu Pétursdóttur.
Föður sinn missti Karl á unga
aldri og ólst upp með móður
sinni. Prentnám hóf hann i
Isafoldarprentsmiðju, en út-
þrá og æfintýralöngun var
svo sterk í brjósti hins unga
sveins, eins og títt er um íslendinga, að hann undi
ekki hinu staðbundna starfi og gerðist farmaður
um hríð. Var hann veitingaþjónn á íslenzku „Foss-
unum“ og fór víða um höf. Einnig var hann þjónn
á Hótel Island hjá Rosenberg. I ágústmánuði 1920
hvarf hann svo aftur að prentverkinu og hélt
áfram námi, að þessu sinni í Gutenberg og vann
þar til 1942, að undanteknum tíma um 1929—30,
sem hann sneri sér að öðrum störfum. 1942 gerðist
hann svo þjónn og starfaði að því í nokkur ár,
unz hann gerðist umbrotsmaður við AJþýðublaðið
1944 og vann þar síðan.
Karl var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þur-
ríður Jónasdóttir H., fasteignasala í Rvrk, Jónsson-
ar. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru upp-
komin. Síðari kona hans var Eva Björnsdóttir frá
Austur-Haga í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hún dó
21. ágúst 1950 eftir langa legu. Var það þungt
áfall fyrir Karl að missa hana frá fimm ungum
börnum þeirra, en hann var að eðlisfari dulur og
bar erfiðleika lífsins með þrautseigju og karl-
mennsku.
Eina dóttur eignaðist hann utan hjónabanda, og
er hún búsett í Vestmannaeyjum.
Karl átti við fremur erfið lífskjör að búa öll sín
starfsár. Hann var heilsuveill (fékk snert af berkla-
veiki og dvaldist í Vífilsstaðahæli um skeið), en
þurfti að leggja mikið að sér í vinnu vegna ómegð-
ar, sem hlóðst á hann, einkum hin síðari ár. Hann
var ósérhlífinn og ólatur maður. Hjálpsamur var
hann og greiðugur, oft um efni fram. Hann var
fríður maður sýnum, meðalmaður á vöxt og kvik-
ur í hreyfingum.
PRENTARINN 35