Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1952, Page 4

Prentarinn - 01.01.1952, Page 4
Fráfall Karls bar að með þeim sviplega liætti, að hann varð bráðkvaddur norður í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, er hann var á ferð milli bæja. Hann hafði komið fjórum ungum börnum sínum þar fyrir og var að heimsækja þau, er dauða hans bar svo snögglega að. Hann andaðist 21. dezember 1951 og var jarð- settur að Nesi í Aðaldal 28. s. m. Þótt mjög væri farið að halla undan fæti hjá Karli sökum dvínandi starfskrafta, hafa hin ungu, móðurlausu börn hans misst mikið, því að þeim vildi hann reynast góður faðir. Við félagar Karls kveðjum hann hinztu kevðju og vottum börnum hans innilegustu samúð. s. H. Prent til gagns og gamans. Þegar maður lítur yfir greinar í stéttarblaði voru, Prentaranum, er margt hægt að finna í þeim okkur til gagns og gamans, ekki sízt fyrir þá, sem teljast til yngri kynslóðarinnar, um margvísleg efni viðvíkjandi iðn vorri (prentlistinni), sem margar hafa verið skrifaðar af mikilli snilli og þá einatt af betri snillingum stéttarinnar, en sjaldnar af hinum lakari, ef maður hefir þá leyfi til að kalla nokkurn prentara lakari í annarri eins list og prentlistinni, — en að öllu má þó finna, sem miður fer vel í þessari list sem öðrum, og færa til hins betra, ef þörf þykir, án mikillar fyrirhafnar. Nú vildi ég koma með uppástungu um, að enn fjölbreyttari greinar kæmu á prent í blaði voru, sem spriklandi fjörefni væri 1 og hefði þau áhrif jafnt á yngri sem eldri prentara, að þeir læsu það með enn meiri áfergju sér til ánægju og fróðleiks en hingað til, en ég þykist vita, að mörgum finnist eins og mér sjálfum, að greinarnar í blaðinu séu helzt til of þunglamalegar, en ekki nógu glað- vekjandi, líkar og skyldar hver annarri og oftast ritaðar af tveim—þrem sömu mönnum árganginn út, þó að þeir séu og verði aldrei annað en betri snillingar listarinnar og standi sig sízt verr á ritvell- inum. Mætti t. d. ekki verja einum til tveim dálkum eða því rúmi, sem þarf í blaðinu, undir eina fasta fyrirsögn, sem stæði yfir saman komnum smágrein- um, er hefðu að geyma fróðleik um iðnina, og grein- ar, sem bentu á galla til lagfæringar í henni? Þar kæmu þá líka fram skammaklausur, ef manni þætti betri snillingarnir vera að tapa titlinum, og svo væri ekki verra, ef hripaðar væru upp grein- ar um „gamla daga“ frá hinum eldri prenturum, er segðu okkur eitthvað frá hinum yngri árum í- stéttinni, því að ég efast ekki um, að þeirra „gömlu dagar“ hafa fætt af sér góðar og ógleyman- legar minningar, sem margan fýsir að fá að lesa um, áður en þeir stinga sér í gröfina með þær og skilja ekkert eftir af þeim handa yngri stéttar- bræðrum sínum, en hverfa þess í stað með þeim sjálfum. Yngri prentararnir gætu líka sagt frá mörgu skemmtilegu, þótt þeir séu ekki búnir að lifa sína „gömlu daga“, því að við hrærumst öll með nýjum og gömlum viðburðum, og þess vegna má gamalt og nýtt haldast í hendur í þessu sambandi sem öðru. — En það skulum við temja okkur, félagar góðir! ef einhverjir vildu koma með ritfærðar liðnar minningar, að saurga hvorki blað né stétt okkar með meiðyrðum né öðru, sem kyrrt mætti liggja, þó satt væri, um félaga okkar og aðra í því sambandi, því að það verður aldrei okkur né þeim til hróss, og skotið gæti alveg eins hlaupið aftur úr byssunni beint í andlit hans sjálfs, en ekki í þess, sem fyrir því átti að verða. Slyppi inn í blaðið án athugunar ritnefndar einhver slík grein, þá verður sá, sem yrði fyrir því, að fá leyfi til að gera sínar athuganir, þar til nóg þætti vera komið og tími til að slá botn í. Fyrirspurnir mættu ekki síður birtast í þessum samanteknu greinar- kornum, sem svarað yrði í næsta blaði á eftir eða hinum næstu, ef þeim skyldi mörgum rigna yfir betri snillingana, um listina okkar, sem á sér ekk- ert takmark til að stanza við, en heldur áfram að bæta við sig þroska hverrar tímans byltingar í hinni óþekkjanlegu veröld okkar. Það fer nú að grynnast á því, sem ég vildi minn- ast á hér í þetta sinn, en verið getur, að mér hug- kvæmist að fá að koma inn í blaðið seinna smá- klausu, ef snillingar beggja blands væru ekki búnir að yfirfylla það af vizku og svartlistaranda. Eg sagði, að þessar smágreinar, sem hafa samt ekki síður leyfi til að teygja úr sér en hvað annað, sem teygt sig getur, ættu að fela í sér sem fjöl- breyttast efni til fróðleiks og skemmtunar um sitt- 'hvað eina í sambandi við okkar miklu list, því að Hallbjörn vill halda því fast fram, að annað betra og réttara nafn sé iðninni ekki gefið, og við skul- um þá vera honum sammála og halda henni hátt á lofti, helzt svo hátt, að hún nái til að kitla skýin í iljarnar og skilji eftir um leið sáturlitarblett, sem sæist til jarðar okkur og alþjóð til mikils sóma. Nú er næstum ekkert eftir nema eftirmáli hjá 36 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.