Prentarinn - 01.01.1952, Page 5
mér, scm fer hér á eftir, háttvirti lesandi góður!
ef þú ert ekki fyrir löngu hættur við lesturinn,
en þar sem ég er enginn snillingur, hvorki í prent-
listinni né á ritvellinum, og verð það sjálfsagt
aldrei, þá veit ég, að þú sýnir mér vorkunnsemi og
fyrirgefningu, fyrst ég fór að gabba sjálfan mig
til að láta eyða rúmi undir þetta í blaðinu. Það,
sem ég vil samt að lokum bæta hér við, er ef til
vill síður betra en það, sem á undan er drepið á,
en það er uppástunga um það, ef hún er þá ekki
of séint fram komin, hvort ekki myndi borga sig
að bæta inn í prentaratalið einni til tveirn línum
síðast við það, sem þar á að standa um okkur,
og bæru þær svipað orðalag og þetta: Helzta áhuga-
efni mitt í tímstundum mínum er (þetta) ... Svo
teldi hver upp það, sem honum þætti skemmti-
legast að verja tómstundum sínum í, t. d. bridge,
tafl, knattspyrnu, málaralist, iaxveiði, golf, stjörnu-
fræði, tónlist, kveðskap, útskurð, skósmíði og jafn-
vel glitsaum, ef einhverjir iðka hann, og svo enn
meira, sem maður hefir ef til vill aldrei heyrt
getið um. Þetta held ég að geti þjappað stéttar-
bræðrunum enn betur saman og fært þeim meiri
ánægju við það, sem þeir iðka, fyrir utan það, að
þeir njóta þá alls góðs hverjir af öðrum og prentara-
talið vísar þeim fljótari og öruggari leið hverjum
•til annars með fyrirspurnir og samvinnu í því, sem
þeir taka sér fyrir hendur til ánægju og þroska.
Einu var ég næsturn búinn að gleyma, sem ég
veit að óviljandi hefir farið fram hjá Hallbirni
mínum eða þeim, sem sjá um blaðið og hafa svo
gott vit á prentgripum, en það er, hvort ekki megi
jafna betur bilin í orðunum: „blað Hins íslenzka
prentarafélags" á fyrstu síðunni, því að það fer
okkur ekki vel sem listamönnum að láta þetta eina
stéttarblað okkar stama svona skrykkjótt á tilveru
sinni í augum ásjáanda, en þetta á sér stað t. d.
í 3.—4. tölublaði þessa árgangs.
Listin lifi og við allir sem lengst!
Kristinn Magnússon.
Athugascmd. Skýringu á því, af hverju „blað
Hins íslenzka prentarafélags" er látið „stama svona
skrykkjótt á tilveru sinni í augum ásjáanda", eins
og heiðraður greinarhöfundur kemst svo furðulega
hnyttilega að orðum, má t. d. lesa í 5.—6. ltnu að
neðan í fremra dálki á 38. blaðsíðu í 9.—10. tölu-
blaði af 28. árgangi Prentarans í grein eftir Jan
Tschichold. Ritujóri.
Fremsta kenningin og hin aftasta.
Ldrlingsnamnden inom de typograjh\a yr\ena
(kennslunefnd í prentlistariðnum) í Stokkhóhni í
Svíþjóð hefir sent Hinu slenzka prentarafélagi ein-
tak af bók, sem nefnist Handledning jör hands'áttere
och tryckarc (handleiðsla við handsetjara og prent-
ara) og er gefin út árið 1950. Þetta er 1. og 2. bók
í handbókaröð, sem þessi nefnd hóf þá útgáfu á.
Þessi bók er að mörgu leyti ólík öðrum hand-
bókum í prentlist. Hún er í tveimur köflum, öðr-
um um setningu, hinum um prentun, og er með
öllu og öllu ekki nema 200 blaðsíður og kaflinn
um setningu ekki nerna tæpar 80 þar af, en 107
um prentun, og þó er í henni fjöldi mynda, 32 í
setningarkaflanum og 72 í hinurn og hlutfallslega
rniklu fleiri þeirra ljósmyndir að stofni til en títt
er í slíkurn bókum. Það lætur því að líkum, að
ekki sé mikið af ítarlegum lýsingum eða greinar-
gerðum, bollaleggingum eða málalengingum, enda
má svo heita, að hún sé frá upphafi til enda skil-
málalausar kenningar, sem skipt er í 17 tölusetta
liði um setningu og 15 um prentun (1 af þessum
síðari þó tvöfaldur í roðinu). Vísað er til einstakra
atriða þessara liða með jaðargreinum, og aftan við
er atriðisorðaskrá.
Þetta er, ef svo mætti segja, beinagrind þessar-
ar bókar, en ekki er hér rúm til að rekja nánara
kenningar þær, sem hún heldur uppi. Sem sýnis-
horn af þeim verður hér að eins tekin upp hin
fremsta og hin aftasta, því að þær eiga jafnt við
hér og hvarvetna sem þar að breytanda breyttu,
og örlítil glefsa úr einu atriði kenninganna um
setningu, sem gott væri án efa áð menn legðu á
rninnið hér.
Fremsta kenningin liljóðar svo:
„1. Málið.
Fremsta ætlunarverk prentlistarinnar er að birta
mál — með stuðningi við myndir eða án — á
réttan hátt og í slíkum búningi, að auðvelt sé að
lesa það. Þetta ætlunarverk hefir ávallt gert mikl-
ar kröfur til iðkenda prentlistarinnar, á vorum tím-
um ef til vill enn þá rneiri en nokkru sinni í meira
en fimm hundruð ára sögu hennar. Nútímatækni
hefir myndað áður óséða mergð af margvísleik
prentgripa, en hún hefir líka fengið máli og mynd-
un ný og aukin færi á fjölbreytni. Utvarp og kvik-
myndir hafa gerzt voldugir keppinautar prentaðs
máls, og í þeirri keppni eru gerðar miklar kröfur
til prentara. Tæknin hefir ef til vill létt þeim verk
PRENTARINN 37