Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1952, Page 6

Prentarinn - 01.01.1952, Page 6
þeirra að sumu leyti, en það er viðfang prentara að beita hjálpargögnum tækninnar að réttum hætti. Þau eiga að vera þjónar hans og hjálpa honum við ætlunarverk hans, og hversu fullkomin tækni sem er er samt sem áður fánýt, ef hún fylgir ekki eftir þeim tilgangi að auðvelda viðtöku lesara við efni prentaðs leturs. Rétt- Fyrsta krafan, sem gerð er til prentnema stöfun. — setjara eða prentara —, er sú, að hann skuli hafa góða þekkingu á sænskri tungu, einkum í stafsetningu. Samkomulagið um nema ákveður sem lágmark gott barnaskólapróf í sænsku, en barnaskólalærdóminn þyrfti að auka, einkum varð- andi stafsetningu, greinarmerkjanotkun, skiptingu orða, skammstafanir o. fl. Setningarnemi ætti líka að afla sér þekkingar á tíðhöfðustu erlendum orðum. Stuðningsrit Eftirtaldar bækur ættu að vera til- á sœnsku. tækar á hverjum vinnustað: 1. Orðas\rá sænska málþingsins. 2. Sænsk máljrceði handa alþýðuskólum . . . 3. Algengustu erlend orð. . . . 4. Ritreglur. 4. rit Sænsku málverndarnefndarinnar. 5. Lciðbeiningar um setningu ásaml ritreglum, samdar af Kvörðunarnefndinni í prentiðnum." Að breytanda breyttu ætti hvarvetna að koma is lcnzty hér í stað scens^s. Nú kemur glefsan, er áður var hótað (skáletrun- in er verk höfundar, en ekki þýðanda): „Látið setningarvinnuna ganga með jöjnum, stillt- um hraðal" Aftasta kenningin hljóðar svo: „Varnir við slysum. Slys geta orðið ýmist fyrir aðgæzluleysi, ýmist sakir skorts á varnarráðstöfunum. Stilling og gætni eru eiginleikar, er sá verður að hafa, sem annast skal urn vél. Með jöfnum vinnu- hraða, án óþarfs ákafa á prentari allt af að vinna, svo að hann bægi sjálfkrafa frá orsökum til slysa. Þannig á hann að halda góðri reglu við pressu sína; olíu, sem lekur á gólf eða fótstall, á að þurrka upp undir eins; verkfæri mega ekki á þrepi eða gólfi, og eldur má ekki vera í nánd við benzínbrúsa. Eigi að breyta einhverju eða færa til, þá á að stöðva pressuna og eins, ef uppkvæmi verða. Það er gersamlega óhæft að reyna að berja niður uppkvæmi með hnyðju og meitli eða tína upp pappírssnepla af samfellunni með pressu í gangi. Meðan borið er á pressu, á að stöðva hana, og þeg- ar áborning útheimtir, að prentari skríði inn í vél, á áð loka fyrir rafmagnsstraum. Varnarráðstaf- anir, sem mælt er fyrir urn, skal halda, og eins á að tilkynna stjórnendum, ef varnargögn eru ekki í lagi eða koma ekki að notum.“ Bókin er í einkennilegu bandi, lín á kili og nafnið letrað á með gullnu ásamt stíluðum mynd- um af stíl og núð, en á spjöldunum er pappír og prentaðar á brigðablæsmyndir, hvor úr sínum kafla, setningu að ofan og prentun að neðan, rétthverfar á fremra spjaldi, en ranghverfar á aftara, og nafnið hvítletrað á skildi í hornið hægra megin að 'ofan á efri myndinni og glæja dregin yfir til hlífðar. Nú er þessi bók í bókasafni H. I. P., svo að þeir prentarar, sem kynni að langa til að kynnast henni nánara, geta fengið hana að láni þar. Komandi samningar danskra prentara. Eins og flestra iðngreina hér standa yfir samn- ingaumleitanir milli prentarafélagsins danska og prentsmiðjueigenda. Núgildandi samningar eru til I. marz 1952. Samningaumleitanir eru þá líka hafnar, og má búast við því, að þær strandi allar mjög bráðlega samkvæmt þeirri aðferð, sem at- vinnurekendafélagið notar nú. Það verða ekki hin einstöku félög, sem fá að gera út um kaup og önnur samningsatriði, 'heldur verða það höfuðfé- lögin, sem fjalla um það, og öllu — 200—300 þús- undum manns alls — slegið saman í eina heild. Prentarafélagið þykir ekki sérstaklega hófsamt í kröfum sínum þetta sinn, og er ekki laust við, að mörgum innan stéttarinnar þyki fulldjúpt tekið í árinni, hvað 'kröfum við kemur. Það er farið fram á 25 kr. launahækkun á viku í Kaupmannahöfn og 15 kr. hækkun í úthéruðunum. Vinnutími verði 42 stundir á viku eða 6 stunda stytting; sumarleyfi verði 3 vikur í stað 12 daga nú og þóknun fyrir sumarleyfi verði 814% af vikukaupinu, í stað 414% nú. Ekki hefi ég hitt neinn prentara, er trúi því, að þessar kröfur nái fram að ganga, eins og öll aðstaða er nú, dýrleiki pappírs og þarafleiðandi vinnuleysi. Rúmlega 500 prentarar eru vinnulausir, eins og stendur, og enginn veit, hvort náð er há- marki vinnuleysis innan stéttarinnar enn þá. Hér er talað um það, að áhrifamenn innan hinna ýmislegu stjórnmálaflokka séu að leita hófanna um það að fá leiðtoga verkamanna til þess að hafa áhrif í þá átt að framlengja núgildandi samninga með lítilfjörlegum hreytingum þó um eins eða tveggja ára skeið. 38 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.