Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1952, Side 7

Prentarinn - 01.01.1952, Side 7
Annars er engu -hægt að spá í þessum málum, en þó má óhætt fullyrða, að prentarar fái engum af kröfum sínum framgengt. Um verkfall verður þó naumast að tala, og ástæðan til þess er aðallega sú, að allar stéttir verða settar í sameiginlega at- kvæðagreiðslu, hvort heldur samkomulag næst að einhverju leyti innan félaganna eða með hjálp sátta- semjara, verði hnúturinn þá ekki leystur á annan hátt innan ákveðins tíma. Kaupmannahöfn, 9. dezembcr 1951. Þorfinnur Krisijánsson. Sveinspróf í prentiðn. Nýsveinar í prentarastétt, taldir hér á eftir, luku prófi í Reykjavík í haust: Halldór Axel Halldórsson, sejari, sem hafði numið í Steindórsprenti. Jón Bryntýr Magnússon, prentari, er lært hafði í Alþýðuprentsmiðjunni. Jón Svan Sigurðsson, setjari, sem nurnið hafði í Prentsmiðjunni Eddu. Kristinn Bergmann Þórðarson, prentari, og hafði hann einnig lært í Prentsmiðjunni Eddu. Þórarinn Haukur Hallvarðsson,- setjari, sem lært hafði í Prentsmiðjunni Hólum. Vin n uIa u n 1. dczember 1951 til 29. febrúar 1952. Vélsetjarar Setjarar og prentarar .. Grunnkaup Með vísi- tölu 123 609,00 749,07 + 88,83 570,00 701,10 + 88,83 Grunnkaup 837,90 789,93 Með vísi- tölu 144 Kvenfólk fyrstu 3 mán. . 123,00 177,12 Kvenfólk næstu 3 mán. . 153,00 220,32 Kvenfólk næstu 6 mán. . 186,00 267,84 Kvenfólk næstu 6 mán. . 216,00 311,04 Kvenfólk næstu 6 mán. . 246,00 354,24 Kvenfólk, fullnuma 321,00 462,24 Kvenfólk eftir 3 ár 351,00 505,44 Kvenfólk eftir 5 ár 411,00 591,84 Nemar 1. ár 141,00 203,04 Nemar 2. ár 186,00 267,84 Nemar 3. ár 225,00 324,00 Nemar 4. ár 270,00 388,80 Hlaupavinnumenn á dag 99,00 136,58 Norrœn prentararóðstefna. Prentarasamtökin á Norðurlöndum (að Færeyjum og Islandi frátöldum þó) hafa um nokkur ár efnt til svokallaðrar prentararáðstefnu einu sinni á ári. Kemur hún saman í sínu landi hvert árið, og þetta ár var hún haldin í Kaupmannahöfn dagana 16. og 17. ágúst. A ráðstefnum þessum skiptast fulltrúar frá lands- félögum prentara á vitneskju urn hag stéttarinnar og ræða sameiginleg vandamál hennar í þessum löndum. A ráðstefnunni í ár var látin í té vitneskja um félagsmannatölu, vinnutíma, kaupgjald, orlof, ákvæði um nerna o. fl., og síðan var rætt um hin ýmislegu vandamál stéttarinnar almennt, svo sem fjárhagsástandið, kaupgjaldssamninga og sameigin- lega meðferð þeirra í hverju landi fyrir sig. Sér- staklega var talsvert fengizt um pappírsvandræðin, og kom í ljós, að vandræðin voru svo sem engu minni í pappírsframleiðslulöndunum. Mikið var enn fremur rætt enn af nýju um til- tölulaunavinnu, og kom niðurstaðan fram í eftir- farandi ályktun, er samþykkt var í einu hljóði: „Fulltrúar fyrir sænska prentarasambandið, hið norska og hið danska, sem og bókiðnaðarverka- mannasamband Finnlands, komnir saman á nor- rænni ráðstefnu í Kaupmannahöfn hinn 16. og 17. ágúst 1951, hafa rætt niðurstöðu af málaleitun, er til hlutaðeigandi samtaka var beint af síðustu norrænu ráðstefnunni á Finnlandi 1950, um að sporna með öllum tiltækum ráðum við upptöku tiltölulaunavinnu eða aukningu frá því, sem á sér stað nú. A grundvelli þessara umræðna lætur ráðstefnan svo um mælt, að jafnan beri að snúast gegn upp- töku tiltölulaunavinnu, einnig í þeim tilfellum, er hún kynni að koma frarn í grímuklæddri mynd.“ Þá var og rætt um gagnkvæmnissamninga, er Alþjóðabandalag bókiðnaðarmanna hefir samið upp- kast að, og voru rnenn ásáttir urn að hvetja sam- böndin til að taka þá upp. Gerðar voru enn fremur ályktanir um skrifstofu- prentvélar — að um þær skyldi farið eftir ástæðum í hverju landi — og vélrænar nýjungar í iðninni, svo sem firðsetningarvélina svo nefndu, — að vinna við hana skuli talin til prentiðnar, — og beri að tryggja, að hún sé að eins „framkvæmd af full- nurna vélsetjurum". Akveðið var, að næsta ráðstefna skuli haldin í Svíþjóð. Kostnaðar vegna og mannfæðar er útilokað, PRENTARINN 39

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.