Prentarinn - 01.05.1968, Page 13

Prentarinn - 01.05.1968, Page 13
útgefendur, sem njóta þeirra forréttinnda á Is- landi að selja þar bækur sínar tollfrjálsar og hömlulaust. Vasabrotsbækur hafa einkum með stærri þjóðum náð gífurlegri útbreiðslu og vinsæld- um, ekki hvað sízt meðal ungs fólks. Enda þótt bógurinn í þessari útgáfustarfsemi séu léttar skáldsögur og leynilögreglusögur, hafa hand- bækur, fræðibækur og klassískar bókmenntir verið drjúgur hluti þeirra. Það er algengt að þessar ódýru vasabrotsbækur seljist í tugþús- undum, jafnvel hundruðum þúsunda eintaka í Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, en þó fyrst og fremst í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem mörg dæmi eru til þess að slík vasabrots- bók seljist í milljónum eintaka. Frændur okk- ar á Norðurlöndum voru fremur seinir til þess að átta sig á möguleikum á útgáfu vasa- brotsbóka. Þeir héldu sig of fáa og smáa til þess að geta náð tugþúsunda eintaka sölu á hverri bók. Það er fyrst árið 1960 að skriður kemst á þessa tegund útgáfumála, og gafst vel þegar í upphafi, þó bezt í Svíþjóð og Danmörku, þar sem titlarnir skipta nú hundruðum árlega. Ef nú til fróðleiks og skemmtunar er tekið saman stutt yfirlit yfir verk erlendra höfunda, sem oftast eru þýdd á önnur tungumál, og er þá miðað við árið 1964, verður þetta upp á teningnum: Lenin ................. (202 þýð.) í 14 þjóðlöndum Shakespeare............ (192 —- ) - 29 — Jules Verne............ (128 — ) - 28 — Leo Tolstoj ........... (112 — ) - 27 — Hemingway ............. ( 60 — ) - 24 — A. Christie............ ( 90 — ) - 20 — H. C. Andersen ........ ( 76 — ) - 22 — Það fer þó ekki á milli mála, að sú bókin, sem oftast hefur verið þýdd á aðrar tungur og sem selzt hefur í langflestum eintökum er biblí- an. Gizkað hefur verið á tölu þýðinga íslenzkra bóka á önnur tungumál og útgáfu þeirra und- angengin 75 ár. Þýzkaland er með 360 bækur, Noregur 210, Sviþjóð 165, England 135, Bandaríkin 110, en önnur lönd, sem munu vera 16 talsins, um 260 þýðingar af íslenzku. Hér munar auðvitað mest um þýðingar á fornrit- unum, en einnig á bókum eftir höfunda sem Jón Sveinsson (Nonna), Halldór Laxness, 8 Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson og Ármann Kr. Einarsson. Eins og kunnugt er, var allmikið gefið út af íslenzkum bókum í Kaupmannahöfn og Winni- peg. Á síðastliðnum 80 árum, eða frá 1888, til vorra daga má gera ráð fyrir að í Kaupmanna- höfn hafi verið gefnar út 920 bækur, en í Winnipeg um 960 bækur. Utgefendur bóka og tímarita hafa löngum kvartað yfir lagakvöð að afhenda ríkisvaldinu ókeypis eintök, hverju sinni, sem ný bók eða tímarit sér dagsins ljós. Þessi kvöð er þó mis- jöfn eftir löndum. 1 Belgíu er útgefendum gert að afhenda ókeypis til ríkisbókasafnsins 1 edntak, í Bandaríkjum Norður-Ameríku 2 eintök, í Danmörku og á Spáni 3 eintök, Ítalíu 4, Finnlandi og Frakklandi 5 eintök og í Sví- þjóð 6 eintök. Ekki er íslenzka löggjafarvaldið svona smátækt, því að með lögum er prent- smiðjum og útgefendum hér gert að afhenda Landsbókasafni íslands 12 ókeypis eintök, eða sem svarar 5.000 bókum árlega, sem að verð- mæti eru um 1 milljón ísl. króna, — minna má ekki gagn gera. Þannig níðist ríkisvaldið ekki aðeins á bóka- og tímaritaútgáfunni í landinu á sviði óréttlátra tollamála, heldur og afhend- ingarskyldu ókeypis eintaka til bókasafna á Is- PRENTARINN 59

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.