Prentarinn - 01.05.1968, Side 17

Prentarinn - 01.05.1968, Side 17
PrentsmiSja. Koparstunga gerS eftir hollenzkri mynd frá }>ví um 1580. STRASSBURG. Svo er að sjá sem Strassburg hafi komið til góða búseta fyrstu starfsmanna sem Guten- berg hafði sér til aðstoðar við tilraunir sínar áður en hann sneri aftur til Mainz um 1445. Þar gæti verið að finna skýringu á tilteknum frumstæðum einkennum á verkunum sem fyrsti prentarinn í Strassburg, Johann Mentelin, gaf út. Hann var óvandvirkur prentari en auðsýnilega séður katipsýslumaður. Fyrsta útgáfuverk hans var Biblía, gefin út 1460—61 í beinni samkeppni við þá frá Mainz; en þar sem 42-línu Biblían taldi 1286 síður, tókst Mentelin að þjappa verkinu saman á 850 síður og spara þannig pappír svo nam næstum þriðjungi. Næsta bók hans ber enn vott um traust verzlunarvit. Það var fyrsta Biblían prentuð á þýzku, og þar með nokkurri þjóðtungu, og þótt hún grúði af villum sem hver skólaslrákur hefði átt að geta varazt, var teztinn samt undirstaða að öllum þýzkum Biblíu- útgáfum fram til daga Lúters. Mentelin var fyrsti iðkandi hinnar nýju listar sem að yfirlögðu ráði sinnti þörfum leikmanna, og aðrir prentarar í Strassburg komu á eftir. Hann gaf út söguljóðin Parzival og Titurel eftir Wolfram von Eschenbach (bæði árið 1477), líklega að undiriagi verndara síns, Rúperst biskups, sem áður hafði aflað sér svipaðra riddarasagna frá ritstofu Diebolds Lau- bers í Hagenau. Eftir lát Mentelins (1478) hélt önn- ur samtíma og miðaldra ljóðagerð, alþýðlegrar helgi- sagnir, Biblíuútgáfur, postillur og áþekkar bækur og bæklingar við alþýðuhæfi áfram að streyma úr press- unum í Strassburg. Adolf Rusch, einn af tengdasönum Mentelins -— sem allir voru prentarar — varð fyrstur manna í Þýzkalandi til að nota latínuletur. Blóma- skeið Strassborgaraprentara var annar fjórðungur 16. aldar, þegar þeir geistust ákaflega fram í trúarbragða- ófriðnum á bandi siðbótar Lúters. En eini prentarinn sem hélt tryggð við gömlu kirkjuna, Johann Griining- er, gaf út það rit sem mesta lukku gerði í kaþólsku herbúðunum, Lúterska erkifífliS kveSið niSur eftir Thomas Mumer (1522). BASEL. Þar sem Strassburg hafði frá öndverðu for- ustu í bókaútgáfu fyrir almennan markað, fékk Basel aftur á móti orð á sig sem prentsetur fyrir lærdóms- PRENTARINN 63

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.