Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1968, Qupperneq 18

Prentarinn - 01.05.1968, Qupperneq 18
ritaútgáfu af bezta tagi. Þangað barst listin með Berthold nokkrum Ruppel, sem lauk árið 1467 viS frumútgáfu Moralia super Job eftir Gregorius helga, vinsælasta skýringarrit viS bók í Biblíunni. A fáum árum varS prentun mikilsverS atvinnugrein í Basel, svo aS verkfall prentsveina 1471 ■— hið fyrsta sem um getur í iðninni — þótti þó nokkrum tíðindum sæta; deilan jafnaðist sem betur fór með gerðadómi á að- fangadag. FrægS Basel hófst þegar Johann Amerbach (1443— 1513) stofnaði prentverk sitt 1477. Amerbach var læri- sveinn Johanns Heynlins við SorbonneJháskóla, þar sem hann lauk meistaraprófi, og hann notaSi prent- verkið til að breiða út kristna fornmenntastefnu kenn- ara síns. Sjálfur var liann fræðimaður og fagurkeri, og leit eftir að bækur sem hann gaf út væru ekki að- eins prentaðar af ítrustu smekkvísi, heldur einnig búnar undir prentun af vandvirkni og nákvæmni. Helzti ráðunautur hans var Heynlin, sem farið hafði búferlum frá París til Basel. Samskipti hans við Amerbach voru mjög svipuð því sem gerðist um „bók- menntaframkvæindastjóra" í nútíma útgáfufyrirtæki, ráðleggingar um stefnu fyrirtækisins og umsjón með útgáfu meiriháttar verka. ASrir prófessorar við há- skólann í Basel gáfu einnig út bækur og lásu próf- arkir fyrir Amerbach. Sá sem hélt við hefðinni frá prentverki Amerbach var Johannes Froben (1460—1527), sem nam iðnina í prentsmiðju hans og starfaði frá 1491 til 1513 sem meðeigandi Amerbach og Johanns Petri (ættaðs frá Mainz en kemur fyrst fram sem prentari í Flórens 1472). Johannes Froben og eftir hann Hieronymus sonur hans (d. 1563) voru merkisberar fornmennta- stefnunnar í Þýzkalandi. Helzti bókmenntaráðunaut- ur þeirra var Erasmus frá Rotterdam. En þar sem Heynlin hneigðist til stuðnings við via antiqa skóia spekinganna, var Erasmus aftur á móti forustumaður via moderna itinna nýju fræða; háðir forðuðust samt þröngsýni, svo fyrirtækinu Amerbach og Froben auðn- aðist á sextíu ára tímabili að senda frá sér bækur, sem sökum vandaðs vals, samvizkusamlegrar textameðferð- ar og glæsilegs búnings uppfylltu þarfir og óskir fræðimanna um alla Evrópu. ZURICH. Meðan fyrirtæki Frobens og annarra Baselprentara stóðu með blóma, það er að segja fram um 1560, gat engin önnur borg í Sviss keppt við Basel um að verða þýðingarmikil miðstöð prentunar og útgáfustarfsemi á Evrópumælikvarða. Frá 1521 til aldarloka náðu þó prentarar í Ziirich, Christopar Froschauerar tveir, föðurbróðir (d. 1564) og bróður- sonur (d. 1590) undir sig svissneska markaðinum, að minnsta kosti í þeim kantónum sem voru á bandi mót- mælenda. Froschatier eldri var ötull liðsmaður Zuingli og gaf út öll rit hans undir orðaleiksprentmarki sínu „Froskurinn á enginu." Hann gaf líka út fyrstu heilu Biblíuútgáfu mótmælenda ( 6 bindi 1524'—29) og veg- lega latneska Biblíu með skýringum mótmælenda- fræðimannsins Conrad Pellikan (7 bindi 1532—37). Af 900 verkum sem Froschauerarnir gáfu út, voru um 500 trúarlegs efnis; þar á meðal eru 28 þýzkar, 10 latneskar Biblíur og ein ensk, 26 þýzk, 18 latnesk, 4 grísk Nýja Testamenti og eitt enskt. Froschauer vann verðskuldaðan vinsældarsigur á öðrum vettvangi með Sögu svissneska jóstbrœðralagsins eftir Johannes Stumpf með 4000 myndum (1548). Frosohauer yngri á skilið að hans sé minnzt fyrir gotneska skáleturs- stungu hans, ekki ósvipaða Civilité hjá Granjon, en henni tókst ekki að ná föstu sæti í hópi gotneskra stungna. ( Framhald) Litmyndii* símsendar Fréttastofur hafa í marga áratugi símsent myndir milli borga eða landa, en þar hefur einvörðungu verið iim svart/hvítar myndir að ræða. Nú er einnig farið að senda litmyndir á sama hátt. Fyrir um það bil tveimur árum tók Axel Springer- útgáfuhringurinn í Vestur-Þýzkalandi að símsenda litmyndir milli prentsmiðja sinna. Myndirnar eru lita- greindar með rafeindatækjum og því næst símsendar til prentsmiðjanna þar sem hægt er að taka litagrein- ingarnar beint niður á prentplötur. Þá settu Kodak- og Crosfield-fyrirtækin í samein- ingu upp fréttamyndastofu í sambandi við Vetrar- olympíuleikana í Grenoble í fyrravetur og sendu þaðan litmyndir til blaða víðsvegar um heim. Ódýrarí pappir? Á næstu árum má vænta verulegra framfara í pappírsgerð. Farið er að beita nýjum aðferðum við þurrkun pappírs, sem byggjast í meginatriðum á því, að hann er þurrkaður jafr.t beggja vega, en ekki ein- ungis frá annarri hliðinni eins og gert er í eldri pappírsgerðarvélum. Með þessu móti má auka vinnslu- hraðann, lækka framleiðslukostnaðinn, og áferð pappírsins verður nákvæmlega eins beggja megin. Nýju vélarnar, sem smíðaðar eru í Bandaríkjunum og Kanada, eru allt að því helmingi ódýrari en þær sem hingað til hafa verið notaðar við pappírsfram- leiðslu. Verksmiðjur í Kanada, Svíþjóð og Bretlandi hafa þegar fest kaup á vélum af þessari nýju gerð. 64 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.