Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Síða 7
Útgefandi: Kristilegt stúdentafélag. Stofnað 17. júní 1936. Stjórn skipa: Jóhann H'líðar, stud. theol., formaður,
Arngrímur Jónsson stud. theol., ritari, Sverrir Sverrisson stud. theol., gjaldkeri. — Ufanáskrift er: Ivristilegt
stúdentafélag, I’ósthólf 651, Ueykjavík. — Blaðið kemur út 1. des. og oftar, ef henta þykir.
Séra Gunnar Jóhannesson:
Seytjándi júní 1944.
veldisstjórnarskrár Islands er dauður bókstafur,
ef hún fær ekki gildi og líf úr æðum þjóðar og
þegna. Og eigi verður hún að heillum, nema blóð
það, sem um æðar þegnanna fer, sé lieilt og ó-
sjúkt. En verði svo, drýpur heill al' hverju orði
st j órnarskrárinnar.
ísland var þjóðveldi. Siðan varð það konungs-
dæmi og nú er það lýðveldi. Feðurnir frægu settu
Alþing á Þingvelli við öxará níu hundruð vetrum
og þrjátíu eftir hingaðburð Drottins vors. Þar
voru lög sett öllum lýð. Sjötigum vetra síðar
sagði Þorgeir upp þau lög, að allir sltyldu Is-
lendingar kristnir vera og kristna trú játa. Á
enu sama Alþingi 1262 sór Gissur jarl og aðrir
landsmenn konungi Noregs ríki og þegnum. Þá
var gjörður Gamli sáttmáli. Á Alþingi að Lög-
bcrgi hinn 17. júní 1944 var lýðveldi lýst og
stofnað.
Atburðir þeir, er nú voru nefndir, eru stærstir
allra í sögu Islcndinga. Líf og atvik og atburðir
aðrir skópu þessa hina stærstu. Mestur þessara cr
sá, er gjörðist þúsund vetrum eftir burð Drott-
ins. Setning Alþingis og stofnun þjóðveldis var
hamingjurík. 1262 skipti um hamingju þjóðar
allrar. En liversu fer um þann, sem varð 1944?
Þar hcfst þáttur vor. Þar kennir vor samtíð síns
hlutar.
Ekkcrt fær gildi al' orðum einum saman. Orð
eru dauð án lífs. Yfirlýsing um gildistöku lýð-
Klukkur allra kirkna á Islandi hringdu, þá er
Island var aftur mcð öllu stjórnfrjálst. Það var
heilög stund. Þá slógu hjörtu allra Islendinga
eins. Þá var ómur klukknanna í hjörtum þeirra.
Gott er að eiga hátíðir, þá er sundrung gleym-
ist og hatur slokknar. En betra er að eiga og
allar stundir helgár, j)á er þjóð og þegn sérhver
iðjar og biður, jiá er hjartaslög samstillast titran
klukknanna, sem kalla til enna hclgustu tíða í
helgustum dómi Drottins. Því að engin þjóð eð-
ur þegn lifir sjálfum sér. Til dýrðar Drottni
stel’nir allt líf eða það hæðir hann og smánar.
Trú er ríkur þáttur í öllu lífi og sérhverju starfi.
Fyrir því skiptir miklu, hvílík hún er og hversu
er með hana farið. Eigum vér að kefja hana og
kæfa? Eða eigum vér að tylla henni sem skraut-
fjöður í höfuðbúnað vorn? Eða á hún að vera
kristin, svo að hún verði siguraflið, sem sigrar
j>að, scm heimsins er: sundrungu, hatur, órétt-
vísi, nautnasýki, lygi, hjáguðadýrkun o. s. frv.?
Lög Þorgeirs á Alþingi árið 1000 geta verið
dauður bókstafur einn. En skyldi því ríki, sem
þekkir sannindi kristinnar trúar, cn neitar J)eim
7