Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 19

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 19
IÍRISTILEGT STÚDENTABLAÐ leitt ekki verið minnzt í öllum umræðunum um þessi mál, og það i landi, sem hefir átt að lieita kristið i 1000 ár. Hann er sá eini, sem getur komið til leiðar þvi kraftaverki í mannssálunum, sem heitir endurfæðing eða nýsköpun hjartans. En sú innri breyting verður eklci nema þar, sem fagn- aðarerindið um synd og náð er flutt óskorað, í samræmi við Ileilaga Ritningu: Dómur Guðs yfir synd og ólilýðni olckar mannanna, en jafnframt fyrirgefning Guðs og náð i Jesú Kristi, hverjum þeim til lianda, sem kemur til hans með synd sína og trúir á hann. En þetta fagnaðarerindi hefir yfirlcitt ekki hljómað hér á landi á seinni áratugum, þar sem „nýguðfræðin“ eða „aldamótaguðfræðin“ svokall- aða hefir verið svo að segja einvöld í kirkjum og skólum landsins. En ávextir hennar hafa orð- ið þeir sömu hér á landi eins og annars staðar, siðl'erðilegt los, vantrú og guðleysi. Boðskapur Heilagrar Ritningar hefir verið þessari guðfræðistefnu þyrnir í augum, svo að honum hefir verið stungið undir stól, en manna- setningar og siðferðisprédikanir boðaðar í stað- inn. Kenning Ritningarinnar er sú, 'að eðli manns- ins sé syndugt og spillt, og maðurinn þvi óhæf- ur í sjálfum sér til Guðs ríkis. Og siðferðispré- dikanir og mannasetningar hjálpa ekki manni, sem þannig er ástatt fyrir. Það þýðir ckkert að halda fyrirlestur fyrir mann, sem er að sökkva niður i fen og getur enga björg sér veitt, og segja honum, hvernig hann eigi að fara að því að komast upp úr. Það verður að hjálpa honum upp úr. Það gerir Jesús Kristur, ef hann fær að komast að. Það þýðir ekki að taka svinið, sem nýtur þess að vclta sér í saurnum, og þvo það rækilega upp úr sápu og sóda. Það notar fyrsta tækil'ærið, sem gefst, til þess að fleygja sér niður í saurinn að nýju. Það er eðli þess. Það elskar saurinn. Það verður að breyta eðli þess þannig, að það fái viðbjóð á honum. Þannig gagna heldur ekki ytri ráðstafanir ein- ar, til þess að bjarga oss mönnunum frá synd- inni. Það verður að breyta eðli voru, svo að fjötr- arnir falli af oss, og syndin missi vald sitl yl'ir oss, og vér förum að elska Drottin og hans vilja. Því getur Jesús Kristur einn komið til leiðar. 1 hornsteini Alþingishússins eru skráð orð, sem Jesús hefir sagt: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Og þau orð sagði hann eitt sinn, er hann var að tala um orð sitt. Þeirra orða ættu þing- menn að minnast, þegar þeir ræða vandamál þjóðarinnar. Hér á landi þarf að verða trúarvakning. En til þess þarf Guðs orð að fá að liljóma, þvi að það er „kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir“. Það eru margir hræddir við orðið trúarvakn- ing. En það cr, af því að þeir vita ekki hvað í því felst. Lesið sögu nágrannaþjóða vorra og kynnist þeirri gjörbreytingu, scm trúarvakningarnar þar hafa haft i för með sér fyrir þjóðlífið. Lesið frá- sagnir frá dögum Hans Nielsen Hauge í Noregi, Roseniusar í Svíþjóð, Vilhelms Beck i Danmörku, John Wesley i Englandi o. s. frv, Er ekki kominn tími til þess að reyna, hverju Jesús Kristur getur komið til lciðar einnig á Is- landi ? En til þess þarf hann að fá að komast að. Kirkjan þarf að snúa aftur til Guðs orðs, til gamla fagnaðarerindisins um hinn krossfesta og upprisna frelsara, Jesúm Krist, „sem leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu“. (Opinb. 1, 5). Það hefir reyndar einn prestur verið eitthvað að tala um það, að kirkjan eigi ekki að vera að eyða tímanum í það að verja gömul sannindi, heldur að leita „sannleikans“. Kirkjan á ekki að verja gömlu sannindin, hún á að boða þau. Og ef það eru sannindi, rýrir það ekkert gildi þeirra, þótt þau séu gömul. Þá þarf hún heldur ekki að leita einhvers „sannleika“, þegar hún hefir þann eina sannleika, sem Guð sjálfur hefir opinberað í sínu orði, oss mönn- unum til lijálpræðis. Guð gefi íslcnzku þjóðinni æskumenn, sem eru höndlaðir af Jesú Kristi og hafa djörfung til þess að boða þctta gamla, en sígilda fagnaðarerindi meðal jafnaldra sinna, sem ekki hafa komizt að raun um mátt og kærleika Jesú Krists. Vilt þú ckki verða með i þeim liópi? Vilt þú ekki vinna að því, að íslenzka þjóðin verði Guðs þjóð og verði sannarlega frjáls þjóð í frjálsu landi. Til þcss að geta unnið að því, þarftu sjálfur að ganga Jesú Kristi á hönd með óskiptu hjarta. Gunnar Sigurjónsson. 19

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.