Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Síða 11

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Síða 11
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Nýr dócent við Háskólann. Hinn 1 1. okt. s.l. var síra Sigurbjörn Ein- arsson skipaður dócent við guðfræðideild Há- skólans. Kristilegt stúdentablað fagnar því eindreg- íð, að svo vel skyldi takast með kennaraval til deildarmnar og telur, að skipun hans í em- bættið verði til mikillar blessunar fyrir deild- ina, enda er síra Sigurbjörn kunnur gáfu- og kunnáttumaður. Hinn nýi dócent, síra Sigurbjörn Einarsson, er fæddur 30. júní 1911 að Efri Steinsmýn í Meðallandi, sonur hiónanna Einars Sigurfinns- sonar og Gislrúnar Sigurbergsdóttur. Varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykia- vík 1931 og sigldi til Svíþjóðar sumarið 1 933 og hóf þá um haustið nám í grísku, almennri trúarbragðasögu og fornaldarsögu við háskól- ann í Uppsölum og tók fil. kand. próf í þeim greinum árið 1937. Cand. theol. frá Háskóla Islands vorið 1938 og vígðist til Breiðabóls- staðar á Skógarströnd 1 1. sept. um haustið. Er ný prestsembætti voru stofnuð í Reykja- vík sótti hann þangað, og var skipaður prest- ur í Hallgrímssókn um áramótin 1 940—41, að undangenginm kosnmgu. Hann var settur dócent í samstæðilegn guð- fræði (trúfræði og siðfræði) og kennimann- legn guðfræði við Háskóla íslands haustið 1943, og 10. október nú í haust var hann skipaður í það embætti að fullu, er dómnefnd hafði fjallað um málið. Síra Sigurbjörn hefir fengizt allmikið við ritstörf. Ánð 1940 kom út eftir hann bókin „Kirkja Krists í ríki Hitlers“. Er það söguleg greinargerð um baráttu þýzku kirkjunnar við nationalsociahsmann fram til ársms 1939. Hann hefir auk þess skrifað allmargar blaðagreinar og inngang að Passíusálmunum í hinni nýju útgáfu Tónlistarfélagsins. Gefið var út í vor ræðusafn Kaj Munks í þýðingu síra Sigurbjörns, er vakti mikla at- hygli. Auk þess gaf sama bókagerð út erindi eftir hann um Rosenius og nú í haust 5 ræður. Emmg hefir hann sknfað ntgerð, er nefn- ist ,,Hvað er maðurinn“, og bók um indversk trúarbrögð eftir hann er nú í prentun. Knstilegt stúdentafélag óskar síra Sigur- birni allrar blessunar í hinu nýja starfi. 11

x

Kristilegt stúdentablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.