Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 14
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Hver hefur þekkt huga Drottins? Hver hefur verið ráðgjafi hans? (Róm. 11, 34.) „Kristin trú samrýmist ekki mannlegri skyn- semi“, segja margir nútímamenn. „Það verður að gera kristindóminn samrýmanlegri heilbrigðri skynsemi“, segja aðrir. Um skeið hafa margir guð- fræðingar og aðrir unnið að þessari samrýmingu. Mörg ráð liafa verið reynd. — Það er reynt að ve- fengja heilagt Guðs orð. — Það er talað um mannasetningar. — Það er kennt að heilagt Guðs orð sé ekki Guðs orð, heldur sé það aðeins mann- leg speki, sem opinberi aðeins trúarskoðanir, þeirra manna, sem rituðu bækur ritningarinnar. — Nú sé þetta orðið úrelt, og það er aðeins tekið, sem samrýmist nútíma skoðun og skynsemi. Efinn á guðsorði er gamalt fyrirbæri. Sérstak- lega efast menn um það, sem þeim finnst óskiljan- legt og ótrúlegt. Um eitt skeið æfinnar var ég í þeirra liópi, sem efast um allt. Ég byrjaði að efast um, að það sýndi gæzku Guðs að fórna syni sín- um. Mér fannst það grimmd en ekki kærleikur að láta saklausan líða í stað hins seka, hreinasta ranglæti. — Svo efaðist ég um kenningu Guðs orðs, um vansælu eftir dauðann, sérstaldega eilífa vansælu. Ef góður Guð gæti liðið það, að nokkur sál glataðist, þá væri hann alls ekki góður faðir, heldur miskunnarlaus harðstjóri. — Og svo end- aði þctta með þvi, að ég hætti að biðja eins og mér var kennt í æsku, mér fannst bænin og bænheyrslan stríða gegn lögmálum tilverunnar, en náttúrulögmálin voru uppáhald mitt. — Og því meira sem ég braut heilann um þessi við- fangsefni, eftir að bænalífið var hætt, þá komst ég hreinskilnislega sagt að þeirri niðurstöðu, að enginn Guð væri til. Það var svo skynsamlegt. vegna ég er kristinn. Hið eina skynsamlega, að mér fannst þá. Ég vorkenndi hinum kristnu sálum heimsku þeirra og skynsemisskort. Aldrei á æfinni hefur mér samt liðið eins illa og þá. öllum grundvelli ldppt undan fótum mér. — I því neyðarástandi fann ég frið við Kross Jesú Krists. — Ég meir fann cn skildi, að hann var frelsari minn. En hvernig gat ég samrýmt það skynsemi minni? — Það var aðeins hægt með einu móti. Annað hvort varð ég að sleppa allri Guðstrú, eða að taka opinberun Guðs trúanlega sem sannleika. — Og ég las orðin í Rómverja- hréfinu: „Hver hefur þekkt huga Drottins? Hver hefur verið ráðgjafi hans?“ — Hvílík l'ásinna af mér að vilja vera ráðgjafi hans. Hvílik heimska að þykjast hctur þekkja liuga lians, hcldur en sjálfur sonur hans! Annað hvort varð ég að talca Guðsorð gilt sem sannleika eða trúa alls engu. — Mér fannst l>á og mér finnst enn enginn milli- vegur koma til greina. — An Guðs sem föður og Jesú, sem frelsara gat ég ekki verið, og því var mér nauðugur einn kostur að trúa því, sein Guð hefir opinbcrað um sjálfan sig. Það full- nægði skynsemi þeirri, sem Guð hefur gefið mér, að vita, að hans vegir eru óhrekjandi, og órann- sakandi dómar lians. Eftir það, að mér skildist, að ég átti að trúa opinberun hans í Kristi, fann ég að allt, sem mér fannst óskiljanlegt og hneyksl- anlegast í kristindóminum, er ráðsályktun Guðs Undir hans ráðsályktun lilýt ég að beygja skyn- semi mína og vilja minn. Og þess vegna er ég kristinn, að ég veit og hefi reynt það persónulega, að Jesús er frelsari minn, hann hefur frelsað mig frá öllum syndum, einnig synd efans og vantrúarinnar. Hann hefur leitt 14

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.