Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Side 7
KRISTILEGT STÚDENTABLAD
«
Hvað gerum vér, til þess að kirkjan lifi? Hvað
ber oss að gera, til þess að hún lii'i? Ilvað hafa
fremstu menn kristinnar kirkju á ýmsum öldum
gert fyrir líf hennar?*
Um kristna kirkju hefur oft verið sagt með
orðalagi Páls postula, að hún sé likami Jesú Krists.
Hún er samfélag þeirra, er á hann trúa, sam-
félag um líf í honum. Kirkjan hér á jörðu er
ekki samlelag heilagra engla, heldur syndugra
manna, sem eru allt annað en heilagir, þegar lit-
ið er á þá sjálfa. En í Jesú Krisli eru þeir þó
samfélag heilagra fyrir trúna á hann. Þeir hafa
það sameiginlegt, að þeir trúa því, að Drottinn
Jesús Kristur sé Frelsari þcirra og lífsvon, þrátt
fyrir syndina i heiminum og öfl dauðans í mönn-
unum og umhverfis þá. Hin trúuðu börn krist-
innar kirkju liafa jafnan játað, að eilífa lífið,
fyrirgefning syndanna og náðin, sannleikurinn og
kærleikurinn sé í Jesú einum. „Und ist kein and-
erer Gott“, segir Lúther um Jesúm Krist.
Þar sem kirkjan er líkami Jcsú Krists, þá kunna
menn að spyrja: „Þarf nokkuð að gera, til þess
að hún lifi? Fyrst eilífa lífið er í honum og kirkj-
an er líkami hans, er þá ekki einnig gefið, að
hún sé ódauðleg?“
Vér vitum, að limur á likama getur særzt og
jafnvel orðið viðskila við likamann og dáið, þótt
líkaminn lifi áfram. Veraldarsagan sýnir oss heil-
ar kirkjur, sem dóu, og meðlimir þeirra liættu
að trúa á Guð. Nú á þessari öld hafa milljónir
manna meðal hinna kristnu þjóða fallið frá kirkj-
unni og misst allt samfélag við Guð. Jesús gerir
sjálfur ráð fyrir þessu allvíða í kenningu sinni,
en þó einna greinilegast í dæmisögunni um vín-
viðinn og greinarnar.
,.Ég er hinn sanni vínviður og Faðir minn
vínyrkinn. Sérhverja grein á mér, sem ekki ber
ávöxt, sníður hann af, og sérhverja grein, er ber
ávöxt, hreinsar hann, til þess að hún beri meiri
ávöxt. Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem
ég hef talað til yðar. Verið í mér, þá verð ég líka
i yður. Eins og greinin getur ekki horið ávöxt
af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, þannig
ckki heldur þér, nema þér séuð í mér. Ég er vín-
viðurinn, þér eruð greinarnar, sá, sem er í mér
og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, því að
án mín getið þér alls ekkert gert. Hver, sem
ekki er i mér, honum verður snarað út eins og
greinunum, og hann visnar“ (Jóh. 15, 1—6.
Hér segir Jesús oss einmitt það, sem vér þurf-
um að vita og gera, til þess að kirkjan lili. Lífið
er í honum, cn utan lians er dauðinn vís sérhverri
visnaðri grein. Orðin voru að visu töluð til fyrstu
lærisveina hans, en þau eiga við um þá, sem á
hann trúa á öllum öldum.
Orð hans, orðið, scm hann talaði, og orðið, sem
postularnir töluðu um hann, hefur ævinlega verið
kristinni kirkju lífslindin mikla og eina. Þelta orð
þarf að varðveita og boða, til þess að kirkjan lifi.
Það er henni eins nauðsynlegt til lífs, eins og
blóðið er nauðsynlegt hinum mannlega líkama.
Það liefur tvöfalt lilutverk: Það fjarlægir ónauð-
synleg og skaðleg efni fró líkamanum, vinnur
hug á sóttkveikjum, sem komizt hafa inn í hann,
og það flytur þrótt og næringu um hann allan,
til allra lima hans.
„Hinn sanni fjársjóður kirkjunnar er hið allra-
heilagasta evangelíum um dýrð og náð Guðs.“
Þannig ritaði Marteinn Lúther árið 1517, er sið-
hótin hófst. Og árið 1947 lét lútherska kirkjan
þessi orð standa í upphafi þess hoðskapar, er hún
sendi út 1 heiminn frá alþjóða lútherska kirkju-
þinginu i Lundi. Þessi kirkja lítur þannig á, að
hún lifi af fagnaðarerindinu. Þetta fagnaðarerindi
her oss að hoða, lil þess að kirkjan lifi.
Um leið og kirkja vor varð til, cignaðist hún
7