Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 8
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
mmm
þennan fjársjóð. En hann var áðnr í fagnaðar-
erindinu sjálfu, eins og það var gefið kirkju Krists
af postulum hans. Um aldir liafði þó ekki kirkj-
an lifað á þessum boðskap einum. Dýrkun lielgra
manna, trú á aflát og hreinsunareld, verkarétt-
læti, kirkjulöggjöf og annað mannlegt var komið
inn og liuldi að miklu leyti þennan mikla fjársjóð
kristinnar kirkju. Og margar greinar á vínviði
Jesú Krists fengu ekki þá næringu, sem hann
ætlaðist til.
Lúther og siðbótarmeimirnir yfirleitt álitu, að
án Guðs orðs l'engi kirkjan ekki lifað. Þessum
mönnum eigum vér að þakka, að hið lífgefandi
orð Guðs er ófjötrað meðal vor. Það er orðið, sem
Jesús talaði og framkvæmdi. Það er boðskapur-
inn um náð Guðs og synd mannanna. Guð er ekki
að tala við sína heilögu engla i þessu orði, held-
ur við menn, sem brotið hafa boðorð hans, herj-
ast gegn honum og vanhelga nafn hans í heim-
inum í stað þess að efla Guðs dýrð.
Náð Guðs er kærleikur hans til þessara synd-
ugu manna. Náð Guðs er verk hans fyrir þessa
syndugu menn og meðal þeirra.
Náð Guðs er langlyndi hans og umburðarlyndi
gagnvart hinum syndugu mönnum, gagnvart oss,
til þess að vér fáum notað náðartímann til að
snúa oss frá synd og villu, frá allri illsku, frá
því að smána og vanhelga Guð, frá hatri og eig-
ingirni, til Guðs, sem gerir alla hluti nýja, einnig
oss mcnnina.
Þess vegna er gervallt Guðs orð náðarboðskap-
ur. Það er náð, að hann skuli yfirleitt vilja skipta
sér af oss mönnunum, sem erum syndarar. Einn-
ig j)að, að hann gefur oss lioðorð og reglur ti! að
varðveita oss frá synd og spillingu, verður ekki
skilið öðruvísi cn sem náð.
Til Jiess að kirkjan skuli lifa, hefur Guð gefið
henni náðarmeðul, fyrst og fremst sitt orð, enn
fremur skírn og kvöldmáltíð og bænina í Jesú
nafni. Allt er þetta geíið oss í Jesú Krisli, til
j)ess að vér skulum lifa, bæði sem einstakliugar
og sem kirkja, til þess að limir líkamans og grein-
ar vínviðarins skuli lifa, en ckki deyja. Til þess
gaf Jesú Kristur sjálfan sig, um leið og hann gef-
ur oss náð á náð ofan.
En hann þvingar engan til að laka við náðinni.
Hann gefur oss tækifæri til að eignast eilífa lífið
í og með náðinni, og hann lætur einnig hinn mögu-
leikann vera fyrir hendi að visna og deyja án
náðarinnar. Hver, sem vill, getur orðið visnuð
grein á vínviðnum, og það geta jafnvel heilar
kirkjur orðið. Slíkar greinar verða sniðnar af,
segir Jesús. En einnig J)að gerir Guð, til þess að
hin sanna kirkja hans skuli lifa.
Hinar greinarnar hreinsar hann, til þess að J)ær
beri meiri ávöxt. En ávextirnir, sem lærisveinum
l)ans er ætlað að hera, sýna sig í hinu nýja lífi,
sem einnig er náðargjöf. Lærisveinum Jesii Krists
er ætlað að elska menn, vini og óvini, og hoða
Guðs orð öllum J)jóðum, gera allar J)jóðir að læri-
sveinum. Þetta er þeim ætlað að gera, til þess
að kirkjan lifi.
Hverjum einstökum kristnum manni er ætlað
að íklæðast Kristi. Sá, sem hefur íklæðzt Kristi,
er nýr maður, hann leitar Guðs dýrðar og veg-
semdar, hann leitast við að vinna Guðs verlc á
jörð og vera honum til dýrðar. Um þetta segir
Lúther:
„Ef menn tala aðeins um Krist sem fyrir-
mynd, þá gagnar |)að ekki meira en að lala
um einhvern dýrling. Sú aðl'erð framleiðir
enga kristna menn, heldur aðeins hræsn-
ara.....En aðalkjarni og grundvöriur fagn-
aðarboðskaparins er sá, að þú verður að
þekkja og skilja, áður en þú tekur Krist til
fyrirmyndar, að hann er gjöf, sem er þér
gefin af Guði, og að hann er þinn, svo að
])ú efist ckki um, J)egar J)ú heyrir eða sérð,
að hann gerir eitthvað cða þolir eitthvað,
þá efast þú ekki um, að hann, Kristur sjálf-
ur, með verkum sínum og J)jáningu sinni er
þinn, og þú getur reitt þig á J)að, alveg eins
og J)ú hefðir gert J)að sjálfur, já, eins og ])ú
værir Kristur sjálfur ....“
Og Lúther segir enn fremur:
„Þar á eftir kemur það, að J)ú tekur Krist
lil fyrirmyndar og gel'ur þig fyrir náunga
J)inn, eins og Kristur gaf sig fyrir ])ig. Þá
kemst trúin og kærleikurinn réttilega al' stað,
þá uppfyllir maðurinn hoðorð Guðs, cg er
reiðubúinn og fús til að gera og þola, livað
sem vera skal“.
Já, ert þú, kæri lesari, fús til að gera og þola,
hvað sem vera skal, til J)ess að kirkja Guðs lifi?
Hefur J)ú íklæðzt Kristi? Hefur trú J>ín og kær-
leikur komizt réltilega af stað? Erl þú grein á
vínviðnum, og ber þú ávöxt? Eða ert þú visin
grein ?
8