Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 9
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Q
Nútíminn og náðin
Bo Giertz er ungur, áhugasamur prestur í Vest-
ur-Gautlandi í Svíþjóð. Hann hefur starfað mikið
innan kristilegu stúdentahreyfingarinnar á biblíu-
legum grundvelli í Svíþjóð og var t. d. einn helzti
ræðumaðurinn á kristilega stúdentamótinu í Orebro
í Svíþjóð 1946. Bo Giertz cr einnig frægur rithöf-
undur. Ilér birtist upphaf ræðu, scm hann hélt í
Osló yfir um þúsund stúdentum á fyrsta fundi norska,
kristilega stúdentafélagsins haustið 1946. Ræðukafl-
inn er þýddur úr síðustu bók hans, Kampen o m
manniskan.
Meðal fyrstu greina í kveri afkristunarinnar er,
að nútímamaðurinn skilji ekkert í boðskapnum
um synd og náð.
Auðvitað er hægt að vera jafn tortrygginn
gagnvart þessari grein eins og öllum öðrum setn-
ingum vantrúarkversins. Það er nóg að renna
augunum lauslega yfir ])á, scm nefndir eru nú-
tímamenn, til ])ess að komast að raun um, að
mcðal þeirra eru ýmsir, sem skilja boðskapinn
um synd og náð, og svo aðrir, sem ekki skiljit
hann. Það væri líka ósanngjarnt að segja, að
Sven Stolpe, Ronald Fangen eða C. S. Lewis, —
sem eru í hópi þeirra, sem skilja náðina, - séu
síður núlímamenn en t. d. Artur Lundkvist,
Alfred Rosenlicrg eða einhver annar þeirra, sem
ekki skilja hana.
Þeir, sem fyrir mannsaldri mynduðu trúarsetn-
inguna um það, að nútímamaðurinn skilji ekki
hoðskai)inn um synd og náð, álitu auðvitað, að
þeir hefðu stoð fyrir því. Þeir gengu út frá því,
að þeir væru sjálfir nútímamenn. Þeir lifðu í hugs-
anaheimi Darwins-kenningarinnar, þeir þekktu
Spencer og Haeckel og höfðu ef til vill einnig
lesið Nietzsche. Þeir voru í tengslum við allt það.
sem var nýtt um aldamótin, og voru því full-
trúar nútímamannsins. Þeir færðu auðveldlega
sönnur á það, að þeir sjálfir hefðu ekki sérlegar
mætur á boðskapnum um synd og náð. Þeir trúðu
á framþróunina og þurftu engrar fyrirgefningar
við. Nákvæmlega eins var því farið með vini
þeirra og kunningja. Málið var því augljóst: Nú-
tímamaðurinn gat ekki skilið hoðskapinn um synd
og náð.
Með þessu höfum vér einnig fengið fram i dags-
ljósið liinn ómótmælanlega sannleika þessarar
setningar. Því að sé með hugtakinu nútímamað-
urinn átt við fylgismann framþróunarkenningar-
innar eða efnishyggjumann, sem trúir á fram-
þróunina og ofurmennið, en á engan Guð, þá er
setningin algerlega sönn. Slíkur maður skilur
auðvitað ekkert í hoðskapnum um synd og náð.
Það er vissulega satt, að þeir eru tiltölulega
fáir, sem nú orðið trúa Haeckcl eða Nietzsche.
Darwinisminn hefur, eins og allar aðrar vísinda-
legar tilgátur, orðið að víkja úr þeim sess iið
vcita hið algera svar við spurningum lífsins. Og
Nietzsche gamli, sem einu sinni var mikill sj)á-
maður meðal róttækari menningaraflanna. hefur
lent smáyegis í skammarkróknum, síðan það kom
í ljós, að nazistarnir gátu einnig með góðum rök-
um talið hann meðal stærri spámanna sinna og
hrautryðjenda.
Andlegir tízkustraumar níunda tugarins og
aldamótanna hafa fengið nýja eftirkomendur.
Um marga þeirra — t. d. alræðiskenningarn-
ar — er augljóst, að þær girða fyrir alla mögu-
leika, að boðskapnum um synd og náð sé viðtaka
veitt. Samt er ])ví enn ])á svo farið, að það er
varla sönnun þess, að um nútímamann sé að
ræða, þótt hæðzt sé að orðinu náð. Ef svo væri,
ætti Ivaj Munk ckki að hafa verið núlímamaður,
en gestapomaðurinn, sem myrti hann, hefði átt
9