Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 11

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 11
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ er ekki öllu fúsari að hlusta á mótbárur trúleys- ingjans en sjáandi maður mundi vera, ef blindur reyndi að sannfæra hann um, að allt þetta tal um liti hlyti að byggjast á sjálfsblekkingu. Óafturhorfinn maður skilur ekki boðskapinn um synd og náð. Þegar setningin er þannig orðuð, er bún alveg rétt. Án lifandi Guðs er hvorki til raunveruleg synd eða raunveruleg náð. Náttúrlegur maður veitir ekki viðtöku því, sem Guðs Anda er. Aftur á móti hefur bann venjulega mjög glöggt auga fyrir því, sem þessa heims er. Kristur kall- ar hann „barn þessa heims“, einmitt vegna þess, að hann er fjötraður af öllu því, sem tilheyrir þeirri heimsmynd, sem nú ríkir. Heimur þessi er einkennilega tvískiptur. Fullur af góðum gjöfum Guðs: sól og glitrandi sæ, blómum og börnum, vinum og kærleika, gjöfum, sem náttúrlegur mað- ur nýtur án þess að þakka gjafaranum. En heim- ur þessi er einnig heimur, sem hefur gert uppreisn gegn Guði, og þar sem illskan er sífellt að verki lil þess að eyðileggja Guðs góða verk. Spilltast þess, sem á jörðunni er, er maðurinn. Hann hef- ur lokið upp fyrir illskunni. Övinur Guðs hefur lagt hönd sína á manninn og sett mark sitt á eðli hans. Þess vcgna cr í fari hvers manns eilt- livað, sem cr andstætt Guði, eitthvað óskiljanlega illt, sem veldur því, að manninum er eðlilegt að vera sjálfselskufullur og sérdrægur, sjálfráður og sjálfsréttlátur. Þess vegna er makindaleg sjálfs- hyggjan algengari en fórnfýsin, skrumið og dramhlælið algengara lönguninni til þess að sýna öðrum -virðingu, nizkan algengari göfugmennsk- unni og kynferðilegt ránshugarfar algengara þeim kærleika, sem cinnig hugsar um, livað hinum að- ilanum er fyrir beztu. Þetta er það, sem nefnt er syndaspilling eða vor gamli maður. Og það er þetta, sem veldur því, að trúlaus maður vill helzt vera í tízku. Gamli Adam vill vera í tízku. Það lilheyrir dramb- semi hans og ósannindum, einmitt af því, að hann er svona gamall og verður sjálfum sér sífellt líkur. Einmitt vegna þess, að hann er fulltrúi þess sífellt kyrrstæða og óbetranlega í heiminum, hins afturhaldssama og niðurdrepandi, þess, sem fjötr- ar góðan vilja og aftrar skynsemi þeirri, sem af Guði er gefin til að byggja upp og skapa, — einmitt j)ess vegna vill gamli Adam fyrir alla muni láta líta svo út, að hann sé nútímamaður, tímabær, róttækur og framsækinn. Þarna kemur hann upp um skyldleika sinn við föður lyginnar. Djöfullinn hefur, eins og vitað er, alltaf þá venju að dulbúa sig. Uppreisn hans gegn Guði lauk auðvitað eins og vera hlaut: Allt gott var Guðs megin. Uppreisnarseggurinn gat að- eins komið því til leiðar, sem andstætt var hinu góða, rétta, fagra, blíða og jákvæða lífi. Djöfull- inn varð því að skreyta varning sinn röngum lit- um, til þess að hann yrði girnilegri. Þess vegna kynnir hann líka hinn gamla Adam, þennan óum- breytanlega síngirning, í sifellt nýjum tízkuklæðn- aði og reynir hjá hverri kynslóð að láta líta svo út, að hann sé eitthvað nýtt og töfrandi, eitthvað, sem aldrei hafi sézt fyrr og haldi á lyklum fram- tíðarinnar og gæfunnar í höndum sér. Búningarnir geta verið mismunandi. Sú var tíð- in, að gamli Adam spígsporaði í heimspekimöttli á torginu í Aþenu og hoðaði epíkúraspeki sína eða hann sat klæddur eins og rómverskur spjátr- ungur og lét fyndni sína fjúka. Hann hefur ver- ið skrýddur skikkju Cesars Borgia og ekið í gull- vagni til bókmenntasölunnar í París upplýsinga- tímans, — og þá hafði hann púðraða hárkollu á höfði. Og þcssi gamli refur hefur ávallt sagzt vera splunku nýr og nýjasta tízka, liiminhátt haf- inn yl'ir hóp þcirra einföldu sálna, sem trúðu á krossfestan frelsara. Trúin á náðina var fyrir því- líkan glæsi-anda eitthvað óvandað og óskynsam- lcgt, almúgakennt og ómenntað. Slíkir bernsku- sjúkdómar voru löngu hjúliðnir í lít'i hans. Lúther: Annar liluti: „Viljir þú verða hólpinn, lilotn- ast hjálpræðið ekki fyrir verk, hcldur sendi Guð ein- getinn son sinn i heiminn, til þcss að vér lifum fyrir hann. Hann er krossfestur og dáinn fyrir þig og hefur borið syndir þinar á likama sinum........“ Pétur postuli: „Ivristur leið cinnig fyrir yður og eftir- lét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta i fótspor hans. Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin i munni hans. Hann illmælti cigi aftur, er honum var illmælt og hótaði eigi, er hann Icið, heldur gaf það i vald hans, sem réttvislega dæmir. Hann bar sjálfur syndir vorar á likama sinum upp á tréð, til þess að vér skyld- um dánir frá syndunum lifa réttlætinu. Fyrir lians benj- ar eruð þér læknaðir.“ 11

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.