Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 15
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Leitið Drottins, meðan hann er
að finna, kallið á hann, meðan
hann er nálægur! — Jes. 55,6.
Hvers leitar þú?
Þessa spurningu ælla ég að biðja þig að hafa
í huga, er þú lesl þetta, nema staðar og inigsa
vel um hana. Ég geng þess ekki dulinn, að sér-
hver mundi svara þessari spurningu þannig: „Ég
leita hamingjunnar.“ Það er ágætt að leita ham-
ingjunnar, og vissulega er sii leit þess virði, að
henni sé gaunnir gefinn.
Hamingjuleitin getur verið fólgin í svo mörgu,
því að leiðirnar eru margar. Hér skulum við íhuga
eina leiðina, þá mikilvægustu og heillavænleg-
ustu.
Maður, sem leitar hamingjunnar og er einlæg-
ur í leit sinni, á það ekki alltaf víst, að hann
verði hamingjusamur.
Er hér ekki úr vöndu að ráða?
Má virðast svo í fljótu bragði, en þarf samt
ekki að vera, því að sennilegt er, að sá sami leiti
ekki þeirrar sönnu hamingju, Jesi'i Krists.
Samkvæmt orði Guðs er Jesús nálægur okkur
alla tíma, aðeins ef við viljum.
Hefur þú tekið. á móti honum sem persónu-
legum frelsara? En í því lelst, að þú trúir á
hann sem endurlausnara þinn, hann, sem úthellti
i)lóði sínu á krossinum á Golgata til friðþæg-
ingar fyrir mennina.
Er ég ekki farinn að fara iit í öfgar, er ég
nefni friðþægingarkenninguna? Kann að vera,
að mörgum finnist svo, en eigum við að hcgða
okkur eltir öld þessari, J>ar sem sífellt er hrúgað
upp skoðunum og kenningum, sem eiga að vera
J)ær fullkomnustu og standa að cilífu? Viti menn,
eftir nokkurn tíma liverfa J)ær, J)ví að eldur
reynslunnar hefur reynt J)ær vera hey og hálm.
FriðJ)ægingarkenningin er sú kenning, sem stað-
izt hefur alla reynslu, hvorki l)ál né hrandur hafa
getað útrýmt henni. Píslarvottar voru teknir af
lífi fyrir J)að að trúa friðþægingu Jeséi Krists,
en sverðið snerist stundum í hendi böðlanna, þeir
hrifust af vitnisburði hinna deyjandi manna, og
margir J)eirra tóku trú á frelsarann, Jesúm Krist.
Einhver hefur sagt með réttu J)essi orð: „Blóð
píslarvottanna er útsæði kristninnar.“ Vissulega
hafa þau sannazt. Síðan hefur margt breytzt,
en hvorki friðj)ægingarkenningin né Jesús Kristur.
Hvað eigum við J)á að láta hindra okkur í J)ví
að leita hamingjunnar? Ekkert, en gættu þin á
vegamótum lífsins, því að hér í heimi er oft
villugjarnt.
Gættu J)ess að vísa á bug liverjum J)cim skiln-
ingi á sáttargerð Krists, sem getur ekki léð frið-
þægingu hans rúm.
Hafðu þenna vegvísi, byrjaðu leitina að ham-
ingju þinni, þeirri hamingju, sem er Jesús Kristur.
Tveir ungir menn fóru eitt sinn að leita gleð-
innar. Þeir leituðu hvor í sína átt, og þegar þeir
voru orðnir gamlir, skrifuðu J)eir um niðurstöð-
ur þessarar leilar.
Annar þeirra skrifaði: „Fætur mínir hafa
tróðið margan veg til þess að leita gleðinnar.
Ég hef séð alla dýrð heimsins, en hvergi gleðina.“
Hinn var bjartsýnni, því að hann skrifaði: „Já,
J)að, sem vér höfum séð og heyrt, það boðum
vér yður einnig, til þess að J)ér líka getið liaft
samfélag við oss, og samfélag vort er við föður-
inn og son hans, Jesúm Krist. Og Jætta skrifum
vér, til þess að fögnuður yðar geti orðið full-
kominn“ (I. Jóh. 1. 3-4).
Sá fyrri hefur farið rangt að, en sá síðari rétt,
þess vegna var fögnuður hans svo mikill, hann
lann Jesiim Krist, og hann varð mesta hamingja
hans.
Kallaðu á Drottin, meðan þú enn ert ungur.
Leitaðu Drottins, og vertu einlægur í leit þinn.
Hvers leitar þú nú?
15