Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 17

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 17
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Jesús sagði: „Verið í mér, þá verð ég líka i yður. Eins og greinin getur ekki líorið ávöxt ai' sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, þannig ekki heldur þér, nema þér séuð í mér.“ »Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá, sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn á- vöxt, því að án mín getið J)ér alls ekkert gert“ ( Jóh. 15, 4.-5.) Þessi orð frelsara vors skulu vcra kveðja kristi- lega stúdentasamhandsins finnska til allia ís- lenzkra stúdenta, sem leita Krists og trúa á hann. Trúaðir stúdentar á lslandi og Finnlandi hafa haft lítil sýnileg sambönd sín á milli. En ósýnileg hönd tengja oss saman, hönd, sem knýtt eru í Kristi. Vér erum greinar á sama vínvið, og þess vegna eigum vér saman. Sem greinar á Kristi, eigum vér fyrst og fremst sameiginlega baráttu trúarinnar. Jesús segir um það: „Verið í mér.“ Heimurinn, sem er f jarri Guði, annars vegar, og vort eigið vonda hjarta hins veg- ar, reynir að slíta oss frá Krisli. En fyrir liæn, Guðs orð og heilaga kvöldmáltíð Drottins eigum vér að standa stöðugir í honum. Vér megum hvorki láta ósigra vora né vont hjarta aftra oss frá að leita aftur og aftur til Krists. 1 öðru lagi eigum vér sem greinar á Kristi það sameiginlegt, að vér eigum að bera ávöxt. Hér er um að ræða ])að hlutverk, sem vér eigum að inna af hendi með því að vitna og starfa fyrir fagn- aðareríndið. Án Krists getum vér þó engu komið til leiðar. Því verðum vér að fá hjá honum bæði kraft til starfsins og blessun yfir það. Ef vér vitnum um oss sjálfa, ber það engan ávöxt. En ef vér l)oðum félögum vorum Krist og fagnaðarerindi hans, þá fylgir því hlessun. Því að fagnaðarerindið er kraftur Guðs. Á norræna stúdentamótinu í Kristiansand í sumar fengum vér kveðju frá Islandi. Það var kveðja, sem erfitt mun að gleyma. Vér munum standa með yður í hæn, íslenzku l'élagar. Þegar félag vort lieldur hátiðlegt 50 ára afmæli sitt um J)essar mundir, minnumst vér líka yðar með lilýj- um lmga. Þér eruð fámennir. En Guði er ekki ómáttugt að veita þeim fáu sigur engu síður en þeim mörgu. Eins og hafið umlykur Island, þann- ig umlykur Guðs náð yður og oss alla. Og sú náð nægir oss. Vilho Ylijoki. Séra Sverre Magelsen, sem hefur um nokkur ár verið framkvæmdastjóri í Norges kristelige studentlag, tók við sem aðalframkvæmdastjóri s.l. haust. Það verður ekki sagt um kristilegt starf meðal stúdenta á Norðurlöndum, að það baði í rósum. Margir mæta starfi voru með kulda og kæru- leysi. Reyndar hafa stúdentar J)egar orðið von- sviknir af mörgu. Síðari árin hafa margar tál- vonir hrugðizt. Margir eru orðnir þreyttir á sí- felldu orðagjálfri. Þeir þrá eitthvað nýtt, eitthvað, sem hægt er að trúa á í raun og veru. Menn eru farnir að hrista af sér J)reytuna, sem gerði vart við sig, eftir að ói'riðnum lauk. Og nú eru menn farnir að leita. Þá mætum vér J)eim með hinn kristna boðskap um hjálpræði Guðs i Jesú Kristi og áform Guðs með líf hvers manns. Oss virðist J)essi boðskapur vera sjálfsagður. Vér vitum, að J)essi vitnisburður er sannur. Þess vegna undrumst vér oft og látum hugfallast, J)egar þessum boðskap er mætt með lculda og kæruleysi. Það mætti J)ví segja, að yfir starf vort liafi komið alvarleg kreppa. En orðið kreppa kvað á kínversku liafa tvær merkingar. önnur er hætta. Og J)að er satt. En það er líka sagt, að orðið J)ýði möguleikar. Og J)að er líka satt, eins og tímarn- ir eru nú. Kristnir stúdentar! Vér verðum að nota oss þessa möguleika! Það gleðilegasta í starfi voru liér í Noi-egi er ný og aukin starfslöngun hjá trúuðu stúdentun- um. Það er oss vísbending um, að í framtíðinni geturn vér fengið nýja og kröftuga vakningu. Og þegar sú vakning verður, kemur það í ljós, að það, sem stúdentar vorra tíma J)rá, geta þeir fundið í hinni kristnu trú. Vér í Kristilegu stúdentafélagi í Noregi send- um íslenzkum, trúuðum stúdentabræðrum vorar 17

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.