Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 19
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Séra cHdruá Jía
oriáoii:
99Ækademiskttr
kristindómurss
Getur háskólaborgari verið trúaður? Ef ])ú hitt-
ir trúaðan stúdent, mælir þá ekki allt með því,
að hann sé örðinn ruglaður í kollinum?
Mælir ekki l'lest á móti því, að stúdent og krist-
indómur eigi saman? Sú skoðun hefur legið lengi
í landi, að kristin trú eigi litla samleið með
sannri menntun og vísindum. Þetta líkist mest
þegjandi samkonmlagi hjá meirihluta íslenzkra
menntamanna nú um alllangt skeið. Almennings-
álitið dregur þá ályktun, að það, scm mennta-
mennirnir hafna eða líta niður á, sé einskis virði
lyrir alla, því að „vísindi" er fínt orð nú til
dags, og finnst mörgum sem orðið eitt feli í sér
alla vizku veraldar.
Hjá því verður ckki komizt, að kristindómur-
inn virðist lítinn hljómgrunn eiga hjá mennta-
mönnum þjóðarinnar. Hver er orsökin? Hlýtur
kristin trúarafstaða og vísindaleg þekking að úti-
loka hvort annað? Er það að kenna mennta-
mönnunum eða kristindóminum, og er möguleiki
á, að þessi afstaða breytist? Er fáfræðin nauð-
synleg trúnni á Guð eins og sumir segja, svo að
hinn lærði hljóti að taka aðra alstöðu vegna þekk-
ingar sinnar? Eru menntamenn af þessum sök-
um vantrúaðri en aðrir þegnar þjóðfélagsins, og
því þarf svo að vera? Þetta eru spurningar, sem
gaman er að kryfja til mergjar.
Að eðlisfari eru íslenzkir menntamenn hvorki
trúaðri né vantrúaðri en gerist og gengur. Þegar
um kristindóminn er að ræða, reynast allir menn
vantrúaðir og efasjúkir fyrst í stað, — og sumir
hætta því aldrei. Kristindómurinn heitir mönnum
sælu, en gerir um leið hverjum manni kröfur,
sem honum finnst óþægilegt að ganga að og not-
ar allt, sem handbært er, til að skjóta sér undan.
Menntamaðurinn felur sig hak við lærdóm sinn,
afsakar sig með honum, þvi að það er handhæg-
asta varnartæki lians gegn kristindóminum.
En hann er ekkert öðru vísi gerður en aðrir
menn. Hann hefur jafna möguleika og allir aðrir
til að vera trúaður — eða vantrúaður, hvort sem
hann kýs. Þekking hans og vísindi þurfa siður
cn svo að útiloka trúna, nema hann kjósi að hlaða
þeim um sig til varnar.
Trúaðir nútíma vísindamenn eru a. m. k. eins
margir til í heiminum og vantrúaðir. Heims-
frægir menn á sviði læknisfræði, eðlisfræði, mál-
fræði, verkfræði, jarðfræði og ýmissa annarra vís-
indagreina, sem eru þó fyrst og fremst kristnir
og hika ckki við að játa það. Hjá þeim verð-
ur eklcert varl við það, að vísindin útiloki trúna
eða öfugt. öðru nær! Það styður einatt hvað
annað.
Biðjandi vísindamaður er alls ekki eins sjald-
gæl't fyrirbrigði i heiminum og ætla mætti. Biblí-
an liggur víðar i vinnustofum vísindanna en
mörgum íslenzkum busanum kemur til hugar.
Hún er þeim alls ekki fjötur um fót, heldur ol't
og einatt styrkur og hjálp í visindastarfinu.
Vísindin rannsaka það, sem augað sér og liend-
urnar þreifa á, — og í sumum greinum það, sem
hvorki er hægt að sjá né höndla. Biblían bend-
ir manni á Guð sem upphaf og tilgang alls, sem
er. Bekst þetta á?
Margir íslenzkir stúdentar hefðu gott al' að hug-
leiða það, að fátt hindrar menn meira í því að
trúa á Guð en cinmitt fáfræðin. Er það ekki
skammarleg fáfræði og ósamhoðin akademiskum
borgara að hafa aldrei kynnt sér hoðskap Bihlí-
unnar? En fáfræðin er vantrúnni nauðsyn, ann-
ars kann hún að þrifast verr.
Margir menntamenn mundu skammast sín fyr-
19