Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Side 22

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Side 22
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ hreyfing, og stefnan var mörkuð í þe&sum orð- um Páls: „Ég vil ekki vita neitt annað á meðal yðár en Jesúm Krist og hann krossfestan.“ Það væri freistandi að segja nánar frá starfi A.F.M.F. í Osló og annars staðar á Norðurlönd- um, en ekki eru tök á þvi að sinni. Skal hér að lokum drepið á hátíðahöldin í tilefni hálfrar ald- ar afmælis A.F.M.F. Fulltrúar frá flestum deild- um A.F.M.F. á Norðurlöndum voru mættir í Osló hátíðisdagana 26. febr.—4. marz, og undirrituð- um var boðið að vera með og bera kveðju frá Kristilegu stúdentafélagi á lslandi. Að kvöldi fyrsta dagsins var haldin samkoma fyrir aka- demici. Ég varð alveg forviða, er ég kom inn i samkomusalinn, sem tók um þúsund manns í sæti, því að fjölmenni var ])ar mikið. Dr. theol. Osmo Tiililá prófessor frá HeLsingfors hélt aðal- ræðu kvöldsins. Nefndist hún: „Várt arv — várl ansvar.“ Minnti hann á ábyrgð þá, sem á Norð- urlandaþjóðunum hvíldi, þar sem þær ættu nú að geyma hinn dýrmæta arf frá Lúther og siðbótar- mönnunum. A eftir ræðu próf. Tiililá fluttu full- trúar A.F.M.F. í Danmörku og Svíþjóð kveðjur og árnaðaróskir og undirritaður f. h. K.S.F. á Islandi. Næstu daga skoðuðum við helztu skóla og hvíldarheimili kristnihoðanna, en á kvöldin voru samkomur fyrir almenning og háskólastúdenta. Prófessor Tiililá hélt einnig fyrirleslra um finnska pietismann á Safnaðarháskólanum. Sóttu fjölmargir stúdentar fyrirlestra ])essa. Þannig leið hver dagurinn á fætur öðrum, og margt mætti um þá rita, en verður ekki gert hér. Hugljúfustu minningarnar geymi ég frá sam- verustundum með stúdentum og kristnihoðum, ])ví að ])á fann ég hvað greinilegast, að hér voru menn, sem brunnu af löngun til að boða lieið- ingjunum hjálpræði Guðs í Jesú Kristi. Kristni- boðsköllunin var raunveruleiki hjá hverjum ein- um, hvort sem um læknanema, guðfræðinema eða presta var að ræða. Kristniboðaefnin í A.F.M.F. voru um 50, er hálfrar aldar afmælið var haldið hátíðlegt. Ari síðar hitti ég formanninn og spyrst frétta af A.F.M.F. Hann svarar citthvað á þessa leið: „Félagið er í mikluin uppgangi. Meðlimir eru nú um 70.“ Það gefur góðar vonir um, að Sjálfboðalið stúd- enta eigi eftir að leggja undir sig ný lönd á heið- ingjatrúboðsakrinum. M. G. FRÉTTIR Kristilegt stúdentafélag hefur starfað með svipuðum hætti og undanfarin ár. Kristilegt stúdentablað var gefið út að vanda 1. des. og seldist ágætlega. Var petta afmælisblað, þvi að á siðastliðnu ári voru 10 ár liðin frá stofnun félagsins. í tilefni afmælisins barst heillaóskaskeyti frá tveim helztu forvigismönnum kristilegs stúdentastarfs í Noregi, þeim rektor Höeg og próf. Hallesby. 1. des. gekkst K. S. F. fyrir guðsþjónustu í Dómkirkjunni, og prédikaði þar séra Friðrik Friðriksson dr. tlieol., en séra Magnús Runólfsson þjónaði fyrir altari. Var guðsþjónustan vel sótt, og sömuleiðis almenn samkoma, sem haldin var að kvöldi 1. des. i Dómkirkjunni. Þar talaði séra Jó- liann Hannesson, kristniboði. Félagið gekkst fyrir einum umræðufundi fyrir nemendur 6. bekkjar Menntaskól- ans, og urðu þar allfjörugar umræður bæði af hálfu menntaskólanema og félagsmanna. Almennur stúdentafundur var lialdinn i 2. kennslu- stofu liáskólans 11. febr. Séra Bjarni Jónsson vigslu- biskup talaði þar um stúdcntastarf og séra Jóliann Ilannesson um hinn eilífa sannleika. — Auk þess var haldið eitt stúdentakvöld með svipuðu sniði og áður. Átta nýir félagar bættust við á liðnu starfsári. Stjórn ina skipuðu Jónas Gislason stud. theol. formaður, Gunn- ar Sigurjónsson cand. theol. ritari og Ástráður Sigur- steindórsson cand. theol. gjaldkeri. Á aðalfundi 3. okt. í liaust voru eftirfarandi rnenn kjörnir í stjórn: Jónas Gislason stud. tlieol., formaður, Magnús Guðmundsson stud. thcol. ritari og Ástráður Sigursteindórsson cand. theol. gjaldkeri. Varamenn: Magnús Guðjónsson stud. theol. og Gunnar Sigurjónsson cand. tlieol. „Nóg verkefni eru framundan. Mestu máli skiptir, að við séum vakandi menn og brennandi i andanum og not- um okkur þau forréttindi, sem okkur eru gefin i fyrir- lieitum Drottins um bænlieyrslu. Ef við vanrækjum að biðja fyrir fyrirætlunum okkar, koma þær að cngu haldi, þvi að „blcssun Drottins, lnin auðgar, og crfiði mannsins bætir engu við hana.“ Biðjum ])vi fyrst og fremst um blessun Drottins yfir komandi vetrarstarf i trú án þess að efast. Nafn Jesú Krists er tryggingin fyrir bænheyrslu." Þannig lýkur skýrslu ritara fyrir liðið starfsár 1940 —1947. Aldarafmælis I’restaskólans var minnzt með virðulegum hætti i byrjun oklóber. Prófessorar guðfræðideildar fluttu ræður. Röktu þeir sögu skólans og minntust forstöðumanna lians á liðn- um árum. Biskup landsins flutti prédikun við minning- arguðsþjónustu i Dömkirkjunni. Frá guðfræðideild háskólans. Nokkrar breytingar liafa orðið á kennaraliði guðfræði- deildar. Séra Jóhann Hannesson, kristniboði, fyrsti for- 22

x

Kristilegt stúdentablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.