Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 23

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 23
œ KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ maður Kristilegs stúdentafélags og einn af stofnendum þess 1936, hefur verið ráðinn til að gegna kennslustörf- um séra Sigurbjörns Einarssonar, dósents. Séra Sigur- björn er farinn utan til náms i trúfræði í Sviss. í stað dr. theol. Magnúsar Jónssonar, prófessors, kennir séra Magnús Már Lárusson. Erlendar fréttir. Allmörg kristileg stúdentamót og skóiamót liafa verið lialdin á Norðurlöndum s.l. sumar. Er þar fyrst að minnast norræna stúdentamótsins, sem lialdið var í Kristiansand i Noregi 4.—10. júli og nánar er skýrt frá i grein i þessu blaði. Þátttakendur voru þar 1000 og þar af tveir frá íslandi, þeir Þórður Möller, cand. med., og Ástráður Sigursteindórsson, cand. tlieol. Enn fremur var lialdið norskt stúdentamót að Vareide i Nordfjord 7.—12. ágúst. Þá voru haldin tvö norræn, kristileg skólamót fyrir menntaskólanemendur, annað i Helsingór í Danmörku 3.—8. ágúst og hitt í Nykarleby i Finnlandi 8.—13. ágúst. Voru um 270 þátttakendur á hvoru þessara móta. Ekki voru neinir íslenzkir menntaskólanemendur þátttakend- ur i þessum mótum, en Ástráður Sigursteindórsson, cand. theol., sem var á ferð i Finnlandi um þær mundir, tók þátt í mótinu i Nykarleby sem fulltrúi frá íslandi. * Síðari hluta júnímánaðar var lialdið norrænt kristni- boðsmót stúdenta að Hald við Mandal i Noregi. Var það sjálfboðaliðslireyfing stúdenta (AFMF), sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, scm að þvi stóð. Þátt- lakendur voru 45, allt stúdentar, sem liafa í hyggju að gerast kristniboðar. * f haust varð kristilega stúdentasambandið finnska 50 á'ra. Átti að minnast afmælisins með fyrirlcstrum og há- tíðahöldum við liáskólann í Helsingfors og viðar. Er kristilegt starf mcðal finnskra slúdenta mjög öflugt og setur mikinn svip á allt stúdentalif þar í landi. For- maður sambandsins er Osmo Tillila, prófessor í trú- fræði við háskólann i Helsingfors. * International Fellowship of Evangelical Students nefnast alþjóðasamtök stúdenta, sem stofnuð voru 22. ágúst s.l. í Boston í U.S.A. Var cfnt til stofnfundar fyrir forgöngu cnskil hreyfingarinnar Inter-Varsity Fell- owsliip of Evangelical Students, scm hefur liaft nána samvinnu við stúdentahreyfinguna á biblíulegum grund- velli á Norðurlöndum. í framkvæmdancfnd voru kosnir á fundinum i Boston fulltrúar frá 10 þjóðum: Ástraliu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Kan- ada, Kína, Noregi, Nýja Sjálandi og Sviss. Ekki er ætlazt til, að samtök þessi verði félagslega fast mótuð, heldur eining í trú og starfi innan þeirra stúdenta- félaga, sem á sama grundvelli standa. Fyrsti forseti þess- ara samtaka var kjörinn dr. O. Hallesby, prófessor, frá Noregi. Formaður framkvæmdanefndar var kosinn dr. Martin Lloyd-Jones frá Bretlandi. Framh. af 18. síðu. Þá skiljum vér við Benkt. Hann fer inn í kennslustund, en vér förum að skoða oss um í bænum. Við skólaliliðið sjáum vér stóra aug- lj’singu um fund í Kristilegu skólafélagi, sem halda á kl. 7 um kvöldið. Um kvöldið crum vér þar. Benkt tilkynnir söngvana, byrjar með þvi að lesa ritningargrein og hiður stutta bæn. Eftir það er haldið erindi, nokkrar stúlkur syngja, sameiginlegur söngur, og að lokum segir einn af nemendunum nokkur orð um það, sem komið hefuí’ í huga hans við lest- ur Biblíunnar. Þar með er samverunni slitið, og 50—60 skólanemendur, sem þarna voru saman- komnir, lialda heim aftur og taka til við náms- greinarnar. En eitt erum vér sammála um. Það er ekki árangurslaust að koma saman um Guðs orð og bæn. Það er kjölfesta lífsins, vekur oss til ábyrgðar gagnvart meðbræðrum vorum og ger- ir lífið þannig, að vert sé að lifa því, — þetta á líka við um skólafólk árið 1947. Lars Carlzon. VII.ISI STHIMMIIIU. IJM (í l ll 04. 04. i:i l 1 hreinskilni sagt: Ég kenni alla ógæfu niína einni orsök, þeirri, að ég lief lifað guðlausu lífi. Maður, sem liefur slitið öllu sambandi við Guð, getur ekki tekið á móti neinni blessun. Allt tal manna um, að hver sé sinnar gæfu smiður, er hégómi. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Það er allur sannleikurinn. Trúaða menn gctur lika lient ógæfa, það vitum við. En það er allt annað. Það er reynsla, scm yfir menn kemur, — tekur enda, — og skilur cftir sig frið og sælu. Bölvun hvilir yfir öllu, sem guðlaus maður keniur nálægt. Ef hann cignast peninga, hverfa þeir eins fljótt og þeir kornu. Ekkert stcnzt, ekkert þrifst hjá þeim, sem guðlaus er. Ég gæti sjálfum mér til afsökunar bent á þá, sein kenndu mér ungum, kennara, sem afneituðu kristin- dóminum. En ég ætla að taka sökina á mig sjálfan. Þá finn ég ef til vill hann, sem vill bera hana fyrir mig. 23

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.