Stundin - 01.02.1941, Síða 2

Stundin - 01.02.1941, Síða 2
Hve gott og lagurt Brúðhjónin, Bryndís Kristjáns- dóttir og Ólafur Þorsteinsson, verkamaður. Heimili ungu hjón- anna er á Seljavegi 1. Fot.: Sigurður / tima töluð MAÐUR er nefndur Leifi Bessa. Er hann verka- maður á Siglufirði. Telja vinir hans og velunnarar hann lítinn gáfumann, en þó furðu orð- hvatan og heppinn í tilsvörum. Var hann einu sinni að vinna í Síldarverksm. ríkisins ásamt öðrum manni, og fannst félaga hans, að honum færist óhöndu- lega starfið óg ávarpaði hann á þessa leið: — Skelfing ertu nú einfald- ur, Leifi minn. — Ja, þér ferst, sem ert þre- faldur, svaraði Leifi. — Hvað áttu við með því? spurði hinn. — Jú, þú ert nefnilega bæði einfaldur og tvöfaldur. AÐ var í þann tíma, að Garpsdalskirkja í Gils- firði var vígð. Var þar saman komið margt stórmenni og með- al þeirra var Kristján Jónsson frá Kambi, sem nú er starfs- maður verðlagsnefndar, biskup Brúðhjónin, Elísa Guðmunds- dóttir og Sigurður Úlfarsson, starfsmaður hjá B. P. í Reykja- vík. Guðmundsson. landsins, dr. Jón Helgason og fimm prestar og prófastar úr nálægum héruðum. Var á vígsluathöfninni hinn mesti myndarbragur og fýsti biskup- inn að eiga ljósmynd af sér og samkomunni, og þar sem Krist- ján frá Kambi var þarna einna mestur heimsborgari og sá eini, sem hafði myndavél meðferð- is, leitaði biskupinn til hans og bað hann að ljósmynda fyrir sig altaristöfluna, er var ný og forkunnarfögur, og varð Krist- ján við þeirri bón. Enn fremur tók hann mynd af guðsþjón- unum á kirkjutröppunum og stóðu safnaðarfulltrúar í bak- sýn. Hvarf svo hver til síns heima. Er Kristján kom til Reykjavíkur lét hann framkalla filmuna og kopíera 1 stykki af hverri mynd. Vitjaði hann síð- an mynda sinna með nokkurri eftirvæntingu, því nú skyldi ganga á biskupsfund. En þegar til átti að taka reyndist mynd- in af altaristöflunni svört eins og syndin og því óþekkjanleg. Aftur á móti var myndin, sem tekin var að kirkjutröppunum, mjög skýr og greinileg, en sá var þó hængur á, að myndin náði ekki guðsmönnunum nema í brjóst og skorti því höfuð þeirra. AGÚST heitinn Flygering útgerðarstjóri í Hafnar- firði hafði oft margt manna í þjónustu sinni og meðal fastra starfsmanna verkstjóra að nafni Andrés. Var Andrés trúr starfi sínu og húsbóndahollur, en ekki jafn vel séður af starfsmönnum sínum. Einhverju sinni þóttust verkamenn Ágústs hafa staðið Andrés að því að draga sér nokkra kolapoka úr skipakol- um verzlunarinnar og huggðust nú að ná sér niðri á Andrési, gengu nokkrir saman formlega á fund Ágústs og tilkynntu hon- um kolastuldin, en Ágúst var hæglætismaður og kunni ekki að flana að neinu. Mjakaði hann sér til í stólnum og mælti vinvjarnlega: — Það er svo sem ekkert ómögulegt að hann Andrés greyið hafi stolið frá mér kola- blaði, en hann stelur bara svo’ miklu meira fyrir mig í stað- inn. EINAR Þorgilsson útgerðar- maður og kaupmaður í Hafnarfirði hélt börnum sínum öllum til náms í Flensborg. I þann tíð var Ögmundur Sig- urðsson þar skólastjóri. Nú ber það við einhverju sinni, að dóttir Einars, sem annars var rösk og greind stúlka, er ó- heppin með enskan heimastíl á prófi og fær einn í einkunn fyrir stílinn. Einar, sem var drjúgur stuðn- ingsmaður skólans, hitti nokkru siðar Ögmund Sigurðsson og var óvenju þykkjuþungur og sagði m. a.: — Það getur ekki átt sér stað, að telpan hafi átt skilið að fá einn, — ég leiðrétti stílinn hennar sjálfur. Ögmundur þagði við um hríð,, en mælti síðan mjög ástúðlega: — Gæti það ekki verið vegna þess.

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.