Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 9
Danskinum og berast mikið á í
mat og drykk, óhófi og nautna-
lyfjaneyzlu, og reynt í þeim
efnum að semja sig að háttum
villtasta lúxusskrílsins í heims-
borgunum og stuðzt við kitlandi
frásögur kriminalsöguhöfunda.
En skemmtanalífið var og er
formlaust, markmiðslaust og án
sýnilegs árangurs. Hér helzt
hverjum óvöldum dóna uppi að
ryðjast til háborðanna án þess
að varpa af sér stórhríðarúlpu
ómenningarinnar né semja sig
í neinu að siðum siðaðra.
Eitt gleggsta dæmi um þetta
eru félagdansleikirnir á Hótel
Borg, er hér hafa borið hátt hin
hinstu ár. í salarkynnum lúxus-
klúbbanna í heimsins munaðar-
sömustu borgum getur ekki að
líta gjörvulegra fólk né klætt
dýrari klæðum, því í dýrum
klæðum hefir íslenzka konan
náð lengst á þroskabraut kven-
legra kosta og ókosta. Gim-
steinaskrautið vantar haná enn.
En smekkvísin er ekki alltaf í
samræmi við hin dýru föt.
Dýrt, dýrt, vandað, vandað —
en Ijótt. Þetta skörulega fólk
sezt að veizluborðunum með
ólund, og þó borðræðurnar séu
ósjaldan magnaðar viti og orð-
kynngi, eru þær að jafnaði flutt
ar af dauðu, stemningslausu
fólki fyrir daufa og ómóttæki-
lega áheyrendur. Matnum er
sporðrennt með olnbogaskotum
og mathákshætti, án sýnilegrar
velþóknunar á einu eða neinu.
Það þykir hlýða að borðherr-
ann sé afundinn og fáskiptinn
við dömu sína, því annað kynni
að verða lagt honum til lasts,
og borðdömurnar leita því til
annarra manna í orðum og at-
höfnum óg af þessu leiðir
móðganir og margháttaðan mis-
skilning ásamt eilífum yfirrétt-
ingum, hnippingum og köllum
um þetta og hitt, sem mjög ein-
kennir íslenzk veizluborðhöld.
(Framh. á næstu síðu.)
Æfintýrið um heiðursmennina
Það er sagt, að fyrrum hafi verið til heiðursmenn, en sagn-
irnar um þá lifa nú aðeins í munnmælum og eru af sérfróð-
uf mönnum taldar til æfintýra, og getur því nokkur vafi
leikið á því, hvort óhætt muni að treysta sögnum þessum.
Enginn veit heldur, hvernig heiðursmennirnir hafa til orðið,
en samt er talið, að menn hafi rekizt á þá, ef svo mætti segja,
á förnum vegi. Ekki er kunnugt um neinar samþykktir, er
veittu þeim nafnbótina, og ekki voru heldur til nein lög, er
gættu réttar þeirra. En samt voru þeir til. Gera fræðimenn
því helzt ráð fyrir, að óbreytt alþýða hafi í einfeldni sinni.
orðið vör einhverra sérstakra eiginleika, er til kosta gætu
talizt, hjá þessum mönnum, svo að henni fannst hún þurfa
að gefa þeim þessa nafnbót, en hverjir þessir eiginleikar voru,
vita menn ekki lengur. En hljóð- og ritmynd orðsins hefir
haldizt, þó að merking þess hafi glatazt, líkt og langspil, sem
enginn eða fáir kunnu lengur að bæra til hljóms, en er þó til
á safninu sem ,,heiðursmaðurinn“ í orðabókinni.
Frá síðari tímum finnast margar skjalfestar heimildir þess,
að ýmsir urðu heiðursmenn á afmælum eða sérstökum tylli-
dögum, en flestir urðu heiðurSmenn, er þeir voru dauðir. Er
það einmitt talið augljóst merki þess, að eitthvað einkennilegt,
ef ekki yfirnáttúrlegt og torskilið, hlaut að vera tengt þessu
hugtald, heiðursmaður, en gaf jafnframt til kynna, að menn
voru orðnir næsta óvissir um upprunalega merkingu hugtaks-
ins, eins og að vísu dauðinn sjálfur hefir verið mönnum ráð-
gáta, og var og er því auðveldast og ábyrgðarminnst að við-
hafa einmitt sem torskildust hugtök í því sambandi. En svo
fór að lokum, að einföld alþýðan þekkti ekki lengur neinn
þann, er nafnbótar þessarar væri verður. En, bræður góðir,
alþýðan hefir jafnan átt augu og önnur æðri og óæðri skiln-
ingarvit meðal einstakra borgara, og þeim tókst líka með hjálp
hennar, einkum lófataki, að skapa nýja heiðursmenn, svo að
þeir koma fram spegilfagrir eins og málmurinn úr deiglunni,
mitt á meðal annarra dauðlegra manna. Og þeir sköpuðu heið-
ursfélaga (félagar voru einhvern tíma í fyrndinni skyldir til
að deila giftu, þraut og þoli með bræðrum sínum, og var þar
engin fórn of mikil né afrek svo hreystilegt, að ekki ættu
allir jafnan hlut, en hvort svo er um heiðursfélaga, vita menn
ekki), heiðursstúdenta, heiðursdoktora, heiðursprófessora, heið-
urspresta, heiðursborgara og svo framvegis. Og til þess að eng-
inn skyldi efast um, að hér væri um sérstaka heiðursmenn að
verðleikum að ræða, sem ekki hefðu til orðið við einfalda
reynslu fávísrar alþýðu, settust, e. t. v. með nokkrum van-
höldum, 49 valdir völdustu menn þjóðarinnar á þægilega stóla
til að tryggja með löggjöf einkunn þessa.
Fræðimenn okkar hafa hugað gjörla að því, hvaðan hann
kemur eða hvaðan hann er tekinn, þessi heiður, sem dembt
er yfir alsaklausa borgara. Vegna ýmissa rannsóknarerfiðleika
hafa þeir að vísu látið sér nægja að hugsa og tala um málið,
STUNDIN
9