Stundin - 01.02.1941, Síða 15

Stundin - 01.02.1941, Síða 15
G Brockmann: Rússneskar konur II. Skipulagning HIN TRYGGA GÓÐIR lesendur eru beðnir afsökunar á þeirri fráleitu hugmyd, að ekki væri ástæðu laust að breyta trúarjátningu okkar. Auðvitað kunnið þið hana öll. En tímarnir breytast og jafnvel trúin fær heldur ekki staðist óhögguð, en hér á ekki að ræða við ykkur neina trúarheimspeki, aðeins benda ykkur á viðauka þann, sem á stæða væri að skjóta inn í trúar- játninguna og myndi vera eitt- hvað á þessa leið: Ég trúi á skipulagninguna. Að sinni er ekki kostur á að gefa ykkur glögg dæmi um allar hliðar skipulagningarinnar, eins og hún birtist á flestum sviðum þjóðlífsins, heldur verður að- eins greint stuttlega frá nýtingu ,,mannvélarinnar“ í starfinu, en takmark hennar er, að sem beztur árangur náist fyrir fram- leiðsluna, og mun ekki sjaldan brenna við, að um leið gleymist að hugsa um það, er einstakling- urinn, hinn lifandi og skynj- andi maður, beri úr býtum. Á þessu sviði mun Ameríka hafa komizt einna lengst og verða nú tilfærð nokkur orð úr bók G. Brochmanns, Mennesket og Maskinen, um Taylor-ismann. AMERIKANSKI verkfræð- ingurinn Frederick Win- slow Taylor (1856—1915) er athyglisvert dæmi um, hvernig einn maður getur breytt skoð- unum manna meðal allra þjóða ó ákveðnu máli. Engin efi er á, að samverkamenn hans og ofstækisfullir áhangendur hafa ofmetið verk hans, en starf hans hafði þó heimssögulegar afleið- ingar. Þegar hann hvarf frá (Framhald á næstu siðu.) KAUPMAÐUR nokkur, vellríkur, átti son, röskan og mynd- arlegan strák. „Vassenzka," sagði faðirinn og móðirin við hann, ,,þú verður að kvænast, þegar er kominn tími til þess.“ „Jæja, veljið mér þá konu.“ „Ertu ánægður með dóttur Pet- schnikoffs kaupmanns?" „Það held ég, við getum skroppið til hans og athugað málið.“ Síðan fóru þau þrjú í lest til ríka kaupmannsins Petschnikoffs og báðu um hönd dótturinnar. Foreldrarnir sátu að samningum, en Vassilij gekk til herbergis brúðurinnar. „Nú ertu svo að segja orðin konan mín,“ sagði hann og byrjaði að gefa sig að henni. En hún leitaðist við að varna honum þess. „Þú þarft svo sem ekki að bíða lengi, því að við verðum brátt gefin saman.“ „En það skiptir engu málí, þar sem þú ert þegar svo að segja konan mín.“ Og hún lét undan. Síðan bjóst Vassenzka til að yfirgefa hana, en hún sagði „Bíddu aðeins, ég ætla að hitta pabba og tala við hann, og svo kem ég strax aftur.“ En Vassenzka gekk til foreldra sinna og hvíslaði að þeim, að nú skyldu þau öll fara heim. En til brúðurinnar fór hann ekki aftur. Þegar heim kom sagði hann: „Ég vil ekki þessa konu, því að hún dugar hvorki sem húsmóðir eða kona.“ — Næsta dag sögðu foreldrarnir við son- inn: „Förum til Kosterins kaupmanns og biðjum dóttur hans.“ „Gerum það, mér geðjast vel að henni.“ Og svo fóru þau til' ríka kaupmannsins Kosterin og báðu dóttur hans, og þar gerð- ist sami leikurinn og hjá kaupmanninum Petschnikoff. Og þau hurfu heim að óloknum erindum. „Pabbi, ég vil ekki þessa konu, hún dugar ekki sem hús- móðir og ekki heldur sem kona.“ „Þú hefir vanheiðrað okkur, Vassenzka, við getum ekki komið á fund þessa fólks, gerðu það, sem þér bezt líkar, vertu ókvænt- ur, ef þér sýnist, leitaðu þér kvonfangs, ef þér hagar það betur, við förum ekki í fleiri kvonbænaferðir með þér.“ „Jæja, þá vel ég brúði mína sjálfur.“ Vassilij gekk inn í borgina og leitaði sér konu, en hann fann enga, er væri honurn að skapi. Loks kom hann að fá- tæklegum kofa. Þar sá hann stúlku ganga til brunns með skjólu í höndum, og hún var svo fögur, að hann kunni ekki að óska, að hún væri fegurri. Stúlkan var Ljúska dóttir fá- tæku ekkjunnar. Og hann gekk á eftir henni inn í fátæklega kofann. Móðirin var heima. „Móðir góð,“ sagði hann, „gefðu mér dóttur þína.“ „Hvað ertu að rugla, Vassilij, hvernig dettur þér í hug að biðja dóttur minnar, þar sem hún er blátæk, en þú svona ríkur.“ „Við þurfum ekki að eyða orðum í þessa hluti, mér geðjast vel að dóttur þinni, móðir góð.“ Gamla konan bar fram bæn og þau urðu ásátt. Þegar gamla konan var gengin brott, tók hann að gefa sig að henni eins og öllum hinum. „Þú ert svo að segja konan mín,“ og hann sagði það sama við hana og allar hinar. En hún vildi ekki STUNDIN 15

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.