Stundin - 01.02.1941, Síða 18
Remisow:
PLATON;
SÚ RÁÐKÆNA
Það var einu sinni fátækur
maður, sem aldrei lagðist
neitt til og sem slysinn var í
öllu. Hann var steinhættur að
hugsa til fjár og frama, og hon-
um var aðeins eitt í mun, að
guð hjálpi honum að bjargast
af hvern daginn. Hann var
fjölskyldumaður og átti konu
og börn og bjó með þeim í ást
og eindrægni, en hann hafði
ekkert til að lifa af. Og neyð
hans jókst stöðugt. Loks hafði
hann ekkert til að bíta og
brenna.
Prochor gekk heiman, og
hann vissi ekki sjálfur, hvert
hann ætlaði, en hann varð að
fara, peningalaus gat hann ekki
komið aftur. En hvar átti hann
að finna peninga, af himnum
ofan fellur ekki svo mikið sem
einn kopek. Og hjarta hans var
biturt.
,,Ef djöfullinn vildi gefa mér
peninga, skyldi ég selja honum
sál mína til þess að geta satt
börnin.“
Naumast hafði honum dottið
djöfullinn í hug, er hann birtist
honum. „Góðan daginn, Ivan-
ytsch,“ sagði hann. En í lófa
hans glitraði á gullpening.
„Viltu þiggja hann þennan?“
Leyfið mér að spyrja, á hvern
renna ekki tvær grímur, þegar
hann sér glóandi gull?
JÆJA, komdu með það, og
Próchor teygði hönd sína
eftir gullpeningnum, en djöf-
ullinn sagði: „Þú ert of ákafur,
Ivanytsch. Fyrst verðurðu að
vinna til þess, þá geturðu fengið
gullpeninginn. Réttu mér löngu
(Framh. á næstu síðu.)
Stjórnarhættir
stjórnskipulag. — Einræði.
JÆJA, þá eigum við eftir, sagði ég, að taka til rækilegrar
athugunar hið ágætasta stjórnskipulag og hinn ágætasta
mann, einræðið og harðstjórann. — Rétt mælir þú, sagði hann.
— Jæja þá, kæri vinur, hvernig fer þá fram hvarfið til ein-
ræðisins? Að það sé andsvar við lýðræðinu er sennilega aug-
ljóst. — Kemur það fram á sama hátt og lýðræðið upp úr
auðveldinu? — Hvernig þá? — Það, sem auðveldið hugði hið
eftirsóknarverðasta, var auðæfi.... En fégræðgin og van-
rækslan á öllu öðru en fjáröflun leiddi til glötunar þess. —
Og hrynur ekki lýræðið vegna óseðjandi græðgi 1 það, sem
það telur vera hið eftirsóknarverðasta? — Við hvað áttu með
þessum orðum? — Frelsið, svaraði ég. Því að það muntu alltaf
heyra talið í lýðræði vera það ágætasta og að í því megi að-
eins sá búa, sem að eðli og háttum sé frjáls maður. — Þetta
er sannarlega margheyrður vísdómur. — En er það ekki ein-
mitt taumleysið á þessu sviði, ásamt vanrækslu allra annarra
mála og hluta, sem breytir stjórnskipulaginu og leiðir til þess,
að þörf verður á einræði? — Hvernig má þetta vera? — Ég
held, að þegar lýðræðið á kost á slæmum kjölluruf, og ef þegn-
arnir drekka of mikið af sterku víni, þá muni þeir draga yifr-
völdin fyrir lög og dóm, ef þau ekki eru liðleg og veita fullkom-
ið frelsi, og þeir munu sakfella þau, að þau séu illgjörn og fjár-
veldis-sinnuð. — Já, þannig fara þeir að, sagði hann. — En
fólkið, sem hlýðir yfirvöldunum, er talið vera þýlundað og
einskis vert, og einungis embættismenn, sem hegða sér eins
og þjónar, og þjónar, sem hegða sér eins og embættismenn, eru
lofaðir og í hávegum hafðir, bæði opinberlega og í þröngum
hóp. Hlýtur ekki frelsið í ríki af þessu tagi að teygja sig til
alls og allra? — Hví skyldi það ekki gera það? — Og þannig,
kæri vinur, mun það einnig læðast inn á heimilin og að lokum
mun koma að því, að einnig skepnurnar eiga að vera óháðar.
— Við hvað áttu nú með þessu? — Þegar til dæmis faðirinn
venur sig á að líkja eftir syni sínum og að hræðast syni sína,
en sonurinn leikur föðurinn og virðir hvorki né hræðist for-
eldrana til þess að vera algerlega frjáls. — Það er nefnilega
þetta og enn aðrir svipaðir smámunir, sem við skulum athuga.
Kennarinn titrar fyrir nemöndum sínum og skjallar þá, en
nemendurnir skeyta engu um kennarana og eftirlitsmennina,
og yfirleitt telja sig hinir yngri jafna hinum eldri og ganga
gegn þeim í orðum og verkum, en þeir gömlu leitast við að
standa þeim jafnfætis um fyndni og kátleg uppátæki, svo að
ekki líti svo út, sem væru þeir óánægðir eða stjórngjarnir. —
Svo er það, sagði hann. — Nú munt þú sennilega skilja, hvað
er aðalatriðið, ef þetta er allt dregið saman: Tekurðu kannske
18
STUNDIN