Stundin - 01.02.1941, Side 21

Stundin - 01.02.1941, Side 21
sjálfur og getur samt ekki neitt,“ stríddi sú gamla honum. Og hún móðgaði hann, honum gramdist innilega. „Hérna hefi ég fæðingarblett, sleiktu hann burtu, svo að skinnið sé hvítt eftir“. Og djöfullinn sleikti og sleikti, unz hann sveið í tung- una. Hn fæðingarbletturinn hvarf hvergi, en gömlu kon- una sárverkjaði í olnbogann. Kerlingin þoldi þetta ekki leng ur, og fótur hennar kiptist svo til, að neistar flugu úr augum djöfulsins. , Og djöfullinn hætti við hana °g hypjaði sig burt og hugsaði ekki meira um sálir þeirra. Skýringasuör uið mynd á bls, 8. AÐ eru 14 samkvæmismis- fellur í myndinni. En ef þér hafið komið auga á tíu þeirra, eruð þér samkvæmis- hæfur og vel það! Við borðið: 1. Stúlkur mega aldrei greiða sér yfir borðum og hel'zt ekki neins staðar á glám- bekk. 2. Stúlkur mega aldrei smokka af sér skónum, þegar þær sitja til borðs eða eru í fjölmenni. 3. Herrar mega ekki styðja sig við stólbak sessunautar síns, sízt ef í hlut á dama. 4. Olnboga má ekki styðja á borðið, en hins vegar er heimilt að tylla honum lauslega á blá borðbrúnina. 5. Og herrann við borðið er ekki samkvæmisklæddur. 6. Hann má ekki sitja meðan h'ann heldur uppi samræð- um við dömu, sem stendur. 7. Daman, sem hann talar við, er ein síns liðs, en stúlkur mega aldrei standa einar og yfirgefnar í samkvæmum. STUNDIN r- Steinn Steinarr. Parið, sem kemur. 8. Konan má ekki ganga inn í humátt á eftir manninum. Henni verður að fylgja þjónn. En maðurinn á að ganga á undan til að brjóta þeim braut. 9. Hún má ekki mála sig á göngunni. 10. Hún ber manninn ofurliði í klæðnaði, og ætti ekki að hafa blóm í hárinu úr því hann er ekki í ,,kjól og hvítu“. 11. Hann má alls ekki ganga með hendur í vösum. Það er lítilsvirðing við konuna, sjálfan hann og alla við- stadda. Dansparið. 12. Herrann má ekki reykja meðan hann dansar. 13. Daman má ekki leggja arminn yfir herðar herra síns, hversu sem hana kann að langa til þess. 14. Herrann má ekki halda hægri hendinni þar sem hann gerir. Það er mjög vítaverður dónaskapur. Hin nýja Ijóðabók Steins Steinarr „Spor í sandi“ Þegar fyrsta bók Steins Steinars, ,,Þar rauður loginn brann“, kom út, fann ég undir eins, að hér var ótvírætt skáld á ferðinni, og því opnaði ég þessa nýju bók hans með mik-- illi eftirvæntingu, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég las hana fyrst einu sinni, svo tvisv- ar, og er ég hafði lesið hana í þriðja sinn, fannst mér hún miklu bezt. Ljóð Steins, eins og öll góð kvæði, er ekki nóg að lesa einu sinni. Maður verður að lesa þau oft, og við hvern lestur finnur maður eitthvað nýtt, sem manni hafði sést yfir áður. Kafarinn finnur heldur ekki allar perlurnar í fyrstu dýfunni, og það er einmitt þetta, sem mér finnst einkenna kvæði Steins, það er dulan og dýptin. Sum kvæði hans, við fyrsta lestur, virðast manni eins og óráðin gáta, en þegar betur er að gáð, iða þau í ótal Ijósum og eru hrífandi í látleysi lit- brigða- sinna. Þau eru ljóðræn, þrungin seiðmagni, kaldhæðin, en aldrei tilfinningalaus, við- kvæm en aldrei væmin. Kvæðið Blóð er gullfallegt, dramatiskt kvæði: Og blóð þitt streymir blint og þungt og mótt á bak við starf þitt, draum þinn, hugsun þína í dularfullri þögn. — Og það er nótt, sem þúsund aldir gófu í dögun sína. 21

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.