Stundin - 01.02.1941, Síða 22
Og veglaus firndin vakir dul og
hljóð,
og veit þín örlög römm og
galdri blandin.
Sem eins og hvers þitt unga og
heita blóð
til einskis skal það streyma á
dreif í sandinn.
Eða þetta úr kvæðinu Haf:
Ég hef látið úr höfn allra landa
og runnið í farveg hvers flóðs.
Og á botni hins óræða djúps
hef ég vitund og vilja minn
grafið,
og ég veit ekki lengur,
hvort hafið er ég
•— eða ég er hafið.
Og myndin, sem Steinn dreg-
ur upp í smákvæðinu: Etude,
sem betur hefði heitið öðru
nafni, er lítt viðjafnaleg, og
ekkert nýtt kvæði stenzt þar
neinn samanburð nema Þjóð-
vísa Tómasar Guðmundssonar.
Mitt hjarta er eins og brunnur
bak við skíðgarð ókunns húss
í skjóli hárra trjáa.
Og löngu seinna mun þér reikað
verða
í rökkurmóðu einhvers liðins
dags
að þessum stað.
Og þá munt þú sjá sjálfan þig
sem lítið saklaust barn
á botni djúpsins.
Hver orti betur?
Því hefir enn ekki verið troð-
ið upp á þjóðina, að Steinn
Steinarr væri meðal hennar
beztu skálda, og sjálfur hefir
hann látið sér nægja að yrkja!
Ég veit ekki, hvort nokkur skil-
ur mig, en skiljið þið þetta? Það
er sitt hvað að vera maður fyr-
ir sinn hatt, eða vera skáld, og
virtur að verðleikum. Minnist
þess, góðir menn og konur, að
maðurinn, sem orti Spor í sandi,
verðskuldar að stíga inn í græði
lundinn, og víst er um það, að
ef hann villist ekki á sandin-
um, auðnast honum hvíld í
græðireit íslenzkra þjóðskálda.
En meðan hann er ungur og
getur ort ber að gefa honum
gaum. Hann verðskuldar þau
laun.
Spakmœli
SÁ, sem ekki elskar lengur
né skjátlast, hann láti verpa
sig moldu.
SÁ, sem ekki skipas sjálfum
sér, verður alltaf þræll.
Goethe.
UNDIR yfirskini ,,nytja“,
„atvinnu- og búnaðarlegra
framfara“ og ,,menningar“
miða ,,framfarirnar“ raunveru-
lega a ðþví að eyðiltggja lífið.
Ludwig Klages.
MÉR er ekki ljóst, hvers
vegna karlar eiga ekki að njóta
jafnra réttinda.
Sanngjarn kvenréttindamaður.
ÖNNUR er mynd sólarinnar
í döggvum morgunsins en á
tignum öldum úthafsins. Fyrir-
litlegur ertu, gruggugi pyttur,
sem aldrei tekur á móti henni
né gefur hana aftur.
Tagore.
EF hver elskaði alla, þá ætti
hver einstakur allan heiminn.
En ég er hræddur um, að heim-
speki okkar tíma andmæli þess-
ari kenningu.
Napoleon.
EF ég hata, þá tek ég eitt-
hvað frá mér, ef ég elska, þá
auðgast ég um það, sem ég
elska.
Schiller.
BETRI er einn skammtur
kálmetis með kærleika en heill
uxi méð hatri.
ÁVÍTUR fá meira á hygginn
mann en hundrað högg á
heimskan.
Orðskviðir Salómons.
SÆTT er svikabrauðið, en
eftir á fyllist munnurinn möl.
NÓTT í FINNLANDI.
(Framh. af bls. 5.)
inntu aðeins svipaða skyldu af
höndum.
Að baki lágu takmarkalausir
skógar og þjóð, sem barðist fyr-
ir framtíðinni og trúði á hana.
Áríiaðaróskir íslendinganna til
þessarar þjóðar voru ef til vill
eins þöglar og haustnóttin, sem
grúfði um þá á leiðinni, 'en þær
voru djúpar og hreinar eins og
hún. Ein nótt líður fljótt, en
hún getur skapað mynd, sem
geymist og fölnar seint, — og
ein þeirra er frá 254 íslending-
um, sem sungu við kertaljós í
særðu eimreiðinni gegnum
finnsku haustnóttina — og voru
að fara heim.
STUNDIN
VIKUBLAÐ
Útgefandi: Blaðahringurinn
Ritstjóri: SIGURÐUR BENEDIKTSSON
Ritstjórn og afgreiðsla:
Austurstr. 12. Sími 3715. Pósth. 925.
Kr. 0,75 í lausasölu. Kr. 3,00 á mán.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
22
STUNDIN