Stundin - 01.03.1941, Side 2

Stundin - 01.03.1941, Side 2
Orð i timci t'óluö BÓNDI nokkur húnvetnskur fekk mann til að fara fyrir sig í fjallgöngur. Bóndi nestaði gangnamann sinn vel og fekk honum tvennt til reiðar, hest og hryssu. Er maðurinn reið úr hlaði hottaði bóndi á eftir honum: Notaðu merina meira, hún er hneigðari fyrir það! ! ! ! Guðmundur ólafsson, alþingismaður i Ási, var meinyriur og sást lítt fyrir í þeim efnum. I sveit hans var einu sinni ungur bóndi, er þótti laus við heimilið og átti til að bregða sér til næstu bæja og jafnvel gista, ef svo bar undir. Um hann sagði Guðmundur einu sinni, að það væri leiðin- legt með greyið, nú hefði hann orðið veðurteptur heima hjá sér í þrjá daga. i i i BOGI ÓLAFSSON. yfir- kennari. stóð nýlega í striðu við nemanda sinn einn í 5. bekk Menntaskólans. Hvort tveggja var, að drengurinn var Peysufatameyjar m r™5 Peysufataklæddar Kvennaskóla- meyjar stíga sólardans í Bind- indishallargarðinum, bak við hreggbarða runna. En bráðum vorar í hverjum garði! — Brezkur sjúkrabíll bíður við Tjörnina. Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn, tók myndina. ekki sterkur á svellinu í enskri iungu og auk þess illa lesinn undir daginn. En meðan Bogi þvældi honum í lexíunni dangl- aði strákur í höfuð sér, eins og til að pína heilabúið til sagna. Þessu tók Bogi eftir og sagði: - Þetta þýðir ekkert, dreng- ur minn. Það er ekkert þarna. ! ! ! r ARNI heitinn á Geitaskarði flutti einu sinni mjög hjartnæma ræðu fyrir rninni sveitar sinnar, og sagði m. a.: - Þegar blessuð þokan sýnir okkur fjallatindana! ! ! !

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.