Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 5

Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 5
finnur, að ekki er hægt að taka hana alvarlega, tel ég að sé þá jafnframt meinlítil.*) Annars skal það játað, og má gjarnan skoða það sem eins konar afsökunarbeiðni frá minni hálfu — að vegna sér- staks annríkis og annarra á- stæðna gat ég ekki sinnt síð- asta hefti blaðsins, og sérstak- lcga frágangi umræddrar grein- ar, eins og ég hefði þurft, og mundi hún ekki hafa birzt í því formi, sem hún var í, ef svona hefði ekki staðið á. Ritstj. Er ritstjórinn hafði, gegn betri vitund og vilja, lamið saman klausunni til hálfs, og ætlaði að láta þar við sitja, gerði Jón þessi Eyþórsson kröfu til að sjá próförk af „syndakvitt- uninni“ og fannst hún þá ekki nærri nógu augljós né auðsveip. Er það eftir honum haft, að þetta væri eins og þegar maður snupraði óþekkan krakka, sem síðan snéri við manni bakinu og ræki út úr sér tunguna. Varð þá vinur minn Kristján að setj- ast niður og gera betur, og samdi þá yfirlýsinguna um það, að vegna ,,ritstjórnaranna“ hefði grein mín birzt í því ,,formi“, sem hún var í, alveg óviljandi. Og enda þótt við höf- um skrifstofur á sömu hæð í sama húsi, fór Kristján dult með þjáningar sínar og gat þeirra aldrei við mig fyrr en hann neitaði mér um rúm í blaði sínu til að svara tilslettni Jóns þessa Eyþórssonar, en þá játaði hann hreinskilnislega, að hann vildi svo gjarnan ljá mér rúm til andsvara, en sér væri hótað og hann mætti það ekki! Þetta er hinn viröulegi mála- rekstur, og má nú hver um dæma sem hann er maður til. *) Hingað komst Kristján í fyrsta leik. (Leturbreytingar Stundarinn- ar.) Hér stöndum við andspænis merkilegu fyrirbrigði hins ísl. borgaralega lýðræðisskipulags. Ein ríkisstofnun hefir komið á fót auglýsinga- og hólritgerða- málgagni um sjálfa sig, undir því yfirskini, að það túlkaði álit þjóðarinnar á viðkomandi stofn- un, eins og var hin heiðarlega hugmynd barnakennarans frá Vestmannaeyjum, þegar hann hóf útgáfu Útvarpstíðinda, af því honum leiddist í Vest- mannaeyjum. Þannig fara stundum nýtir og góðir menn fyrir lítið, og hann fyrir aðeins 50 krónur á viku. * * * Nú er Jón Eyþórsson í hópi þeirra, sem ég hefi enga til- hneigingu til að eiga við orða- skipti. En þar sem hann hætti sér út á ísinn til að reyna að bera blak af sér, ætla ég að gera honum hærra undir höfði en hann á skilið og spyrja hann í allri vinsemd nokkurra ein- lægra spurninga. — Drekkið þér áfengi? — Hvers vegna gangið þér af hólminum án þess að bregða vopni að málefninu, sem um ræðir? — Hvers vegna neytið þér að- stöðumunar yðar í þessu máli, sem mörgum fleirum, með því að skirpa úr klauf í útvarpið eins og loppinn sauður? — Er það í samræmi við „hlutleysi" útvarpsins? — Eða hafið þér búizt þar fyrir með einhver stjórnarfarsleg sérrétt- indi til að hreyta þaðan skæt- ingi sjálfum yður til persónu- legrar varnar? — Hvers vegna reynið þér ekki að finna því hreina stafi, að ég fari með rangt mál og ósatt? Takið af yður vetling- ana, maður. — Hvers vegna hótið þér rit- stjóra Útvarpstíðinda, ef hann birti greinar, er hafi aðrar skoðanir á sjálfum yður en þér hafið sjálfur? Eigið þér að ráða fyrir hon- um og marka stefnu blaðs hans — eða hver er meiningin? — Hver biður yður að tala jafnoft í útvarp og þér gerið? — Hvaða nauður dregur yður þar til? — Sjálfsfórn? — Eiginhagsmunir — Hégómagirnd? — eða kom- ist þér ekki undan því sakir vinsælda hlustenda? Og að endingu: Hvað töluðuð þér í útvarpið fyrir margar krónur árið sem leið? Og nú skora ég á yður að brjóta heilann um þessar spurn- ingar hverja fyrir sig, lesa þær yfir aftur og aftur, kryfja þær til mergjar eina og eina, og svara þeim svó öllum á opin- berum vettvangi hliðarspora- laust og án allra undanbragða og alls flótta frá kjarna máls- ins. Verið jafn hreinskilinn og yður er unnt og jafn sanngjarn í mati yðar á sjálfum yður og þér hafið hæfileikann til, því verið gæti, að það eitt yrði yð- ur virðulegri minnisvarði en allt, sem þér hafið sagt og mun- uð segja í útvarp. Þess vegna ræð ég yður til að svara á prenti og er mér ánægja að bjóða yður rúm í Stundinni fyr- ir allt, sem þér hafið að segja varðandi þessar spurningar. Þetta blað verður yður sent í ábyrgðarpósti. En minnist þess, vinur sæll, að í þetta skipti er flóttinn það allra vonlausasta. ❖ * Og áður en þér stigið næst í stólinn til að fræða landslýðinn um daginn og veginn, skuluð þér slá aftur upp í orðabók Sig- fúsar Blöndals og vita hvort þér getið ekki fundið eyrnamarkið: hófur og hófbiti. Það þótti ljótt mark í minni sveit. S. B. Sendið STUNDINNI ORÐ í TÍMA TÖLUÐ. STUNDIN 5

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.