Stundin - 01.03.1941, Síða 17
lega ljóst, að þeir hafa ráðizt í
eitthvert erfiðasta verkefni,
sem hægt var að velja. Er því
full ástæða til að fagna dirfsku
þeirra, en þeir berjast gegn
fjölmennari óvinaher en nokk-
ur annar flokkur landsmanna.
Og sá óvinaher er því erfiðari
viðfangs, sem flestir eru yfir-
lýstir vinir þeirra. Sjálfstæðis-
menn, framsóknarmenn, templ-
arar og svo framv. mega t. d.
vera nokkurn veginn öruggir
um, að yfirlýstir fylgismenn
vinni þeim ekki beint tjón, vit-
andi eða óvitandi, en janfvel
þeir, sem hæst gala um mál-
varnir,- líkjast stjórnmálamönn-
um, sem aðeins þekkja ákveðna
stétt eða hagsmunaflokk meðal
þjóðarinnar, er sérstaklega
þurfi að bera fyrir brjósti, eða
þá sérfróðum lækni, er aðeins
hugsaði um eitthvert sérstakt
líffæri, en léti sig hin öll engu
skipta. Það er læknastéttinni til
sóma, en sorgleg staðreynd, að
um of sérfróðir læknar munu að
hlutfalli fámennari en þeir fyrr-
nefndu. — Málið er verðmæt-
asta geymd okkar og sú, er við
erum og getum verið stoltastir
af, en þrátt fyrir það er von-
laust að hugsa sér að vernda
málið, jafnfraft því er allar aðr-
ar fornar geymdir og forn verð-
mæti hverfa fyrir vitandi og ó-
vitandi gerðum manna. Af öll-
um þeim dæmum, er nefna
mætti, og m. a. snerta bæði
málið og geymdirnar, mætti
benda á kveðjurnar. Áður fyrr
var siður, er menn hittust á
förnum vegi, að skiptast á
kveðjum. Kveðjurnar voru á-
kveðnar óskir um hamingju
þess, er ávarpaður var. Þær
voru hátíðlegar og treystar
handabandi eða kossi. All langt
er síðan handabandið hvarf að
miklu leyti meðal kaupstaðar-
manna, þessi smávægilegi
verknaður, er þó helgaði mót
manna. „Góðan daginn“ og
annað af svipuðu tagi kom í
stað þeirra. En nú er fyrir
nokkrum árum, og það skal
greinilega tekið fram, ekki sem
áhrif frá setuliðinu, heldur sem
hrörnunarfyrirbrgiði, komið
kveðjuorðið ,,halló“ inn í málið.
,,Halló“ er merkingarlaust, til-
finningarlaust, andlaust og
ruddalegt. Og því fer fjarri, að
þessi kveðja heyrist einungis úr
munni ungra kvenna og barna,
heldur demba háttsettir menn
og háskólaborgarar þessu góð-
gæti yfir vini sína og kunn-
ingja á förnum vegi. Því er
heldur ekki svo farið, að gömlu
kveðjuorðin hafi glatazt, held-
ur sú tilfinning og sá andi, er á
bak við bjó. Og menn hafa tíma,
alveg eins og áður, til að bera
fram hæfilegar kveðjur. Hér
hefir gerzt eitthvað svipað og
með heiðursmennina, kveðjan
sjálf, hugtakið, persónuleg ósk-
in og tengsl hennar og helgun
er dauð og steindauð, Og það
væri í raun og veru jafnvon-
laust að ætla að koma aftur á
heiðarlegum kveðjum, svo að
vel færi, sem sauma skrautflík
á pappalíkneskju. Kveðjan er
aðeins til í æfintýrunum eins og
nafnið, og ef þér hittið þriggja
ára dreng, sem ekki kveðst vera
,,son“, þá hefir hann ekki ein-
ungis glatað nafni feðra sinna,
hann er alls ekki sonur þeirrar
menningar, er við teljum ís-
lenzka. Og baráttan gegn aldar-
andanum er svo vonlítil, að við
munum ekki gefa út bráða-
birgðalög um málið né skipa
nefnd í það.
Það er ekki laust við að afgreiðslan gangi greiðar hjá Pésa,
síðan hann ílutti verkstæðið nær þjóðveginum, en Ttjörorðið
hans er nú: Notið gamla hjólbarða. Hér er hann að gramsa i
hjólbarðahrúgunni, og finnur ekki þá stærð, sem óskað er eftir.
En svo verður honum litið upp, og hann hrópar: Reyndar, lags-
maður, hérna hef ég hana.
STUNDIN
17