Stundin - 01.03.1941, Blaðsíða 3
Sig. Benediktsson:
lón með uettlingana
Svar til handa herra for-
manni Utvarpsráðs, Jóni
Eyþórssyni, veðurfræðingi.
AÐ er upphaf þessa máls,
að fyrir rúmum þremur
árum kom til mín barnakenn-
ari úr Vestmannaeyjum, Krist-
ján Friðriksson frá Efri-Hólum,
gamall skólabróðir minn, og að
því ég bezt veit hið mesta
prúðmenni. Erindi hans var
að skýra mér frá þeirri fyr-
irætlun sinni að stofna hér út-
varpstímarit, í þeim tilgangi að
hafa það sér til framdráttar, þar
sem honum leiddist orðið dvöl-
in í Eyjum og fýsti að flytja til
höfuðstaðarins. í kringum þessa
hugmynd kennarans svifu mörg
smærri áform og draumórar um
að gera þennan væntanlega at-
vinnuveg sinn jafnframt að
menningarstarfi og þjóðþrifa
— ,,því auðvitað yrði Útvarpið
að hafa eitthvert aðhald og vak-
andi gagnrýnanda“. Spurði
hann mig ýmsra ráða og leið-
beindi ég honum það litla ég
gat, enda hefir jafnan farið vel
á með okkur.
Skömmu síðar tókst barna-
kennaranum unga að setja á
stofn útvarpsblað sitt, er liann
nefndi Útvarpstíðindi. Útgef-
andi þess var hlutafélagið
Hlustandi, og bjuggu hlutafjár-
eigendur dreifðir alla vegu.
Blaðið náði þegar nokkrum
vinsældum undir því yfirskini
að vera málgagn útvarpshlust-
enda með og mót útvarpinu,
eftir því, sem hver og einn leit
á málið. Þessu til tryggingar
hefir útvarpið eigi allsjaldan
lýst því yfir í heyranda hljóði
fyrir allri þjóðinni, að útgáfa
Útvarpstíðinda væri því óháð
og óviðkomandi, eins og til að
undirstrika það, að blaðinu
væru frjálsar hendur um að
flytja álit og óskir allra út-
varpshlustenda, er vildu segja
útvarpinu kost eða löst. En nú
er annað uppi á teningnum eins
og vikið mun verða að síðar.
Frá öndverðum dögum Út-
varpstíðinda hefir ritstjóri
þeirra af og til verið að ámálga
það við mig, hvort ég myndi
fáanlegur að skrifa „eitthvað
fyrir sig um útvarpið“. Hefi ég
sennilega einhvern tíma dregizt
á þetta, því um miðjan s.l. mán-
uð kom hann til mín og hermdi
upp á mig gamalt loforð um
'grein í Útvarpstíðindi. Loforðið
vildi ég efna og skrifaði smá-
grein, er ég nefndi Vasapening-
ar. Las ég hana fyrir ritstjórann
sjálfan, er lýsti ánægju sinni
yfir greininni og fannst hún all-
vænleg til birtingar. Hafði hann
að vísu orð á því, að um einstök
atriði .væri hann mér. ekki sam-
mála, og leit ég svo til, að það
væri greininni alveg óviðkom-
andi, og bað hann að hafa þetta
eða ekkert að öðrum kosti. En
hann valdi fyrri kostinn, bað
mig þó að strika út eitt orð og
setja annað í staðinn, og um
það urðum við hjartanlega sam-
mála. Spurði hann mig síðan
hvað hann ætti að greiða mér í
ritiaun, og kvaðst ég ekki gera
kröfu til annarra ritlauna en að
hann léti mér í té rúm í blaði
sínu til andsvara ef þess gerðist
þörf. Taldi hann sér vera það
bæði ljúft og skylt. Enda lét
hann skína í það, að sér væri
ekki ókær eftirleikurinn, ef til
átaka kæmi. Efni umræddrar
greinar, sem ritstjóra Útvarps-
tíðinda var „sérstök ánægja“ í
að birta, var ádeila á ýmsa
starfshætti útvarpsins, og þó
einkum á sérgæðingshátt og
áróðurshneigð einstakra manna
sem þar skipa öndvegi. Sýndi
ég þar fram á hvern meinsnák
þjóðin elur við brjóst sér, með
því sefjasjúka umburðarlyndi,
er hún auðsýnir nokkrum fast-
launamönnum útvarpsins og
störfum þeirra. Ég benti enn
fremur á þá staðreynd, að út-
varpið einpki með menningarlíf
þjóðarinnar og vísi á bug ungu
og lítt kunnu útvarpshæfu fólki
undir því yfirskini, að færara
fólk sé fyrir hendi, cr síðan
reynist að vera vanaskrafskjóð-
STUNDIN
3