Stundin - 01.03.1941, Side 6
Þessi stutta grein, er hér birtist, er lauslega
þýdd úr bók A. Ponsonby, lávarðar, Falsehood in
War Time. Bók þessi kom fyrst út 1928 og hefir
síðan verið endurprentuð átta sinnum. í inngangi er
stuttlega gerð grein fyrir stríðslygunum, en síðar
talin dæmi um þær. Eru þau tekin frá hernaðarað-
iljum, Bretum, Þjóðverjum, Frökkum og ítölum. —
Þar sem gera má ráð fyrir, að „sagan endurtaki sig“,
mun STUNDIN birta nokkur þessara dæma í næsta
hefti.
Stríðslygar
OSANNINDI eru þekkt og
geysisterk vopn á ófriðar-
tímum, og sérhvert ríki beitir
þeim að vild til þess að
blekkja sína eigin þjóð,
til þess að ná áhrifum
meðal hlutlausra þjóða og til
að ginna óvininn. Hinn fávísi
og saklausi fjöldi allra landa
yggir ekki að því, hvenær hann
er ginntur og blekktur, og þeg-
ar allt er löngu liðið, kemur
stundum fyrir, að ósannindin
komast upp og fyrir almennings
sjónir. En þegar þau eru orðin
saga og hinum tilætluðu áhrif-
um hefir verið náð, skeytir eng-
inn um að leita staðreyndanna
og bera fram sannleikann. Lyg-
ar koma ekki einungis fram á
ófriðartímum. Einhverju sinni
var sagt, að maðurinn væri
ekki „sannorð skepna“. En
lygahneigð hans er hvergi
nærri svo hatramleg sem trú-
girni hans. Og vitanlega er það
vegna hinnar mannlegu trú-
girni, að lygarnar blómgast. En
hins vegar eru hinar skipulögðu
lygar stjórnarvaldanna á ófrið-
artímum ekki nægilega rann-
sakaðar eða kunnar. Blekking
heilla þjóða er mál, sem ekki
verður auðveldlega látið af-
skiptalaust.
Þess vegna má gera þjónustu
sína á tímabilum svokallaðs
friðar með aðvörunum, sem
fólk getur rannsakað með gáðu
rólyndi, nefnilega að stjórnar-
völd sérhvers ríkis grípi og
verði að grípa til þessara að-
ferða, fyrst til þess að réttlæta
sjálf sig með því að merkja ó-
vininn sem glæpamann, og í
öðru lagi til að kveikja almenn-
an æsingaeld, er nægi til að
tryggja afla til áframhalds 1
baráttunni. Þau þola ekki sann-
leikann. og stundum getur stað-
ið svo á, að þau viti ekki, hvað
er sannleikur.
Hin sálfræðilega hlið stríðs-
ins er jafn mikilsverð og hern-
aðarhliðin. Siðferðiskennd borg
aranna og hermannanna verður
að vera óbjöguð. Herforingjaráð
gæta hermálanna. En stjórnar-
deildir verður að stofna til þess
að gæta hinnar sálfræðilegu
hliðar. Aldrei má leyfa þjóð-
inni að missa móðinn. Það verð-
ur að gera mikið úr sigrunum,
og ef ekki er hægt að þegja yfir
ósigrum, verður að minnsta
kosti að draga úr þeim. Hvatn-
ingum vandlætingarinnar,
skelfinganna og hatursins verð-
ur að dæla inn í þjóðina án af-
láts með tækjum útbreiðslu-
starfseminnar. Þannig sagði
Bonar Law í viðtali við United
Press of America, er hann
minntist ættjarðarástarinnar:
„Það fer vel á því að trylla
hana með þýzkum ódæðisverk-
um......“
Notkun lygavopnsins er
nauðsynlegri í löndum, þar sem
herþjónustan er ekki lögboðin
en þar sem karlmennirnir eru
að sjálfsögðu (automatically)
valdir í her og flota. Hægt er að
æsa tilfinningar alþýðunnar
með lognum hugsjónum..........
Ef hún er aðvöruð, getur svo
farið, að alþýðan verði gætnari
næst þegar ský ófriðarins dreg-
ur á himin og ekki eins fús að
taka sem sannleika skýringarn-
ar, sem henni verða bornar
Hún ætti að skilja, að stjórn sú
er ráðizt hefir í vafasama og
hryllilega .styrjöld, verður í
síðustu lög að bera fram ein-
hliða mál til afsökunar gerðum
sínum og þolir ekki á nokkurn
hátt að koma að rétti eða rök-
um. Staðreyndir eru rang-
færðar, þagað yfir mikilsverð-
um málum, myndir birtar í svo
hryllilégum litum, að þeir
munu koma grunlausri alþýðu
til að trúa á- sakleysi stj^rnar-
innar. Hennar hlutur er flekk-
laus og sekt óvinarins hefir
verið sönnuð, svo að ekki verð-
ur um deilt. Augnabliks yfir-
vegun myndi samt segja hverj-
um gáðum manni, að þessir
hleypidómar gætu ekki flutt
allan sannleika. En augnabliks
yfirvegun er ekki leyfð, lyg-
arnar renna fram með geysi-
hraða. Lítt hugsandi fjöldinn
gín yfir áhrifum þeirra í ofsa
sínum. Þau feikn óþverra, sem
á ófriðartímum og í öllum lönd-
um birtast undir nafninu föður-
landsást, koma hverjum óspillt-
um manni til að roðna, er hann
síðar meir hefir komið til sjálfs
sín.
Fyrst og fremst verður að
setja hátíðlegar yfirlýsingar
6
M í
STUNDIN