Stundin - 01.03.1941, Side 7
konunga og ráðandi stjórnmála-
manna allra þjóða á sömu skör
og yfirlýsingar manna, sem
hella olíu umhverfis hús og
stöðugt kveikja á eldspýtum, en
fullyrða samt, að þeir óski ekki
eftir að í því kvikni! Þetta form
sjálfsblekkingarinnar, sem fel-
ur í sér blekkingu annarra, er
alls kostar óheiðarlegt. . .
Útbreiðslumálaráðuneytið
brezka undir stjórn Lord North-
cliff var næsta afkastamikið.
Aðferðir þess, einkum að hella
milljónum flugrita yfir þýzka
herinn, tólcu fram öllu, sem ó-
vinirnir tókust á hendur.......
En auðvitað vitum við, að þess-
ir snjöllu útbreiðslumenn eru
jafnsnjallir að fást við okkur
eftir stríðið sem við óvininn
meðan á því stendur. . . í hin-
um mörgu fregnum af árangri
útbreiðslustarfsemi okkar frá
þýzkum herforingjum og þýzk-
um blöðum, verður ekki aug-
ljóst, að staðreyndir okkar hafi
alltaf verið sannleikanum full-
komlega samkvæmar. Við til-
færum eitt dæmi: General von
Hutier við sjöttu þýzku her-
deildina sendi boð, þar sem
sagt var m. a.:
„Aðferð Northcliffs er að
dreifa með flugvélum stöðugt
vaxandi fjölda flugmiða. Bréf
þýzkra herfanga eru fölsuð á
svívirðilegan hátt. Flugrit eru
samin undir nöfnum þýzkra rit-
höfunda, skálda og stjórnmála-
manna, eða sem virðast hafa
verið prentuð í Þýzkalandi og
bera t. d. nafn Reclam-seríunn-
ar, þar sem þau raunverulega
koma frá prentverki North-
cliffs, sem starfar dag og nótt í
sama tilgangi. Hugsun hans og
takmark er, að þessar falsanir,
hversu augljósar sem þær
kunna að vera hverjum þeim,
er hugsar tvisvar, veki þó efa,
þó ekki sé nema augnablik,
meðal þeirra, sem ekki hugsa
sjálfir, og að traust þeirra til
K. Rasmussen:
Grænlcnzkar konur I.
Hin mannfælna ...
Roskin Eskimóakona veiddi urriða í stóru vatni. Þó að ekki
væri áliðið vetrar, var ísinn svo þykkur, að hún hafði orðið
að beita öllu afli til að höggva gat á hann, svo að hún gæti
rennt niður færum sínum. Annað slagið mokaði hún ísdröngl-
unum til hliðar með stórri snjóreku. Síðan lagðist hún á kvið-
inn til að geta náð betur niður um gatið á ísnum, og við sáum
þannig tvo skinnklædda bogna fætur sprikla milli jakanna.
Allt í einu þaut upp lítill hvolpur og gelti ákaft. Gamla kon-
an spratt upp frá veiðigati sínu og sá bátsmanninn og mig.
Hún rak upp óp, greip í hnakkadrembið á hvolpinum og þaut
heim á leið, svo sem fætur toguðu. Sleðahundar okkar æstust
við flótta hennar og runnu á eftir, og mér tókst að grípa hana
á flóttanum og setja hana við hlið mér á sleðann. í augum
hennar brann skelfing, en mér kom hlátur á varir, en tár
komu þá fram í augu hennar, svo undrandi varð hún, svo glöð
varð hún yfir því að vera meðal vina.
Þetta var Takornaoq gamia, hin mannfælna. Ofsalega vafði
hún hvolpinn örmum, sem enn ýlfraði, en við brunuðum áfram
yfir ísbreiðurnar. En skyndilega heyrði ég annað hljóð en
hvolpsins, sem vakti undrun mína. Ég beygði mig niður að
henni og gætti undir feld hennar og sá smábarn við nakin
brjóst hennar, sem læsti höndum að hálsi hennar og grét í
köpp við fóstru sína og fósturbróður.
Er við komum til heimkynna hennar, sagði Takornaoq, að
við værum lifandi menn, en frá landi, sem lægi langt, langt í
burtu, hinum megin við hafið.
Og hún kynnti okkur alla bústaðarfélagna, og leiddi okkur
síðan til húss síns, sem var snotur snjókofi, en allsvalur, unz
við höfðum kveikt á lýsislampanum. Er ég og bátsmaðurinn
höfðum tyllt okkur á hlýjan hreinfeldinn á skákinni, og kjöt
var borið í ketil, set.tist gistimóðir okkar á milli okkar með
þeirri óvæntu athugasemd, að hún væri gift okkur báðum,
þar sem maður hennar, sem hún að vísu elskaði mjög, væri
á ferðalagi. Því næst dró hún hvítvoðunginn úr hlýju hreiðri
sínu og lagði hann með móðurlegu stolti á héraskinnssvæfil.
Barnið var tvíburi og sonur Nagsuks nokkurs, og hafði hún
gefið hund og pönnu fyrir það. Það hafði verið vel borgað,
fyrir þennan skinhoraða vesaling, því að Nagsuk hafði sjálfur
feitari tvíburann eftir.
Hin mannfælna lét móðan másá, og hún var stolt af ætterni
sínu, og vildi ekki láta blanda því saman við stofn þeirra, er
hér bjuggu. „Pabbi og mamma áttu mörg börn, sem þegar
dóu,“ sagði hún. „Pabbi var mikill töframaður, og þar sem
hann gjarna vildi eignast börn, fór hann út á ísinn til him-
brima og bað hann að hjálpa sér. Og pabbi og mamma segja,
STUNDIN
7