Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 9
lönd, og líf mitt hefir ekki verið snautt. Stundum bjó ég við
allsnægtir og auð, stundum b.eið ég skort. Og ég hefi einu sinni
hitt konu, sem hélt við lífinu með því að éta mann sinn og
börn. Ég var á ferð með manni mínum .... og við heyrðum
hljóð, sem við ekki gátum áttað okkur á. Stundum var það
sem frá brjósti deyjandi dýrs, stundum sem mannsrödd. Er
við komum nær, heyrðum við, að þetta hlutu að vera orð.
Það voru orð, sem ekki hljómuðu sem orð, og röddin var
brostin. Við hlustuðum og héldum áfram að hlusta til að geta
greint orðin, og að lokum skildum við, hvað hrópað var. Og
röddin kafnaði milli orðanna, en hún reyndi að segja: ,,Ég
get ekki lifað lengur meðal manna, ég hefi étið fjölskyldu
mína.“
Við heyrðum, að þetta var kona, og við litum hvort á ann-
að. Mannæta! Hvað myndi nú verða um okkur? Við lituðumst
um og sáum lítið snjóskýli skammt frá okkur. Og enn heyrð-
um við röddina, og er við komum nær, sáum við kroppað
mannshöfuð. Er til skýlisins kom. sáum við konu á hækjum
sínum. Blæddi úr hvörmunum, svo mjög hafði hún grátið.
Kikaq (kroppaði fóturinn minn), sagði hún, ég hefi étið eldri
bróður minn og börnin mín.
Hún nefndi mann sinn eldra bróður og manninn minn kall-
aði hún Kikaq. Hún var aðeins skinin beinin og þurrt skinnið,
og naumast virtist blóð í æðum hennar. Hún var lítt klædd,
því að hún hafði étið föt sín. Og maðurinn minn laut niður
að henni, og hún sagði: Ég hefi étið félaga minn frá söng-
leikjunum. Og maðurinn minn svaraði: Þú hefir átt vilja til
að lifa, þess vegna lifir þú. Við reistum henni tjald skammt
frá, því að hún var óhrein og mátti því ekki búa í tjaldi með
okkur. Hún reyndi að rísa á fætur, en féll í snjóinn. Við gáf-
um henni frosið hreinakjöt, en er hún hafði borðað nokkra
bita, tók hún að skjálfa og gat ekki borðað meira. Síðar leit-
uðum við umhverfis skýli hennar og fundum hauskúpu manns
hennar og barna, og í þeim var enginn heili. Við fundum
einnig kroppaða fætur.
Við hættum ferð okkar og tókum hana með til Iglulik, því
að þar var bróðir hennar. Nú er hún uppáhaldskona veiði-
mannsins Igtussarussa, þó að hann ætti þegar aðra konu.
Þetta er það hryllilegasta, er fyrir mig hefir komið.“
Úr öllum áttum
r r r
————— • • • -
Á förnum vegi heyrast oft
einkennilegar og torskildar
setningar. Orð og setningar eru
að öllum jafnaði aðeins töluð af
einum munni, en stundum er
líkt því, sem í þeim birtist ósk-
ir, andvörp og hjartsláttur
heilla stétta. Þetta eru ekki orð
spekinganna, sem eru töluð til
að geymast og vera sígildur
sannleikur, og þau eru heldur
ekki fyrirfram hugsuð, heldur
líkjast þau ósjálfráðri hreif-
ingu, líkt og sérhver kippir að
sér hendinni, ef hann brennir
sig eða vatn komi í munn
svangs manns við ilm veizlu-
rétta. Eins eru þessi orð. Þau
hrökkva af vörum við tilhugsun
eða jafnvel þokukennda til-
finningu eina. Þau eru sjaldnast
færð í letur fremur en öll þau
hljóðu handtök, er unnin eru í
kyrrþey á hverri verkstöð. Og
mörgum er jafnhætt við að
heyra þau ekki sem að sjá ekki
fábreyttu og hógværu störfin.
Þessara orða er heldur ekki
getið í skýrslum né þeim gaum-
ur gefinn við fjárlagafrumvörp
og hverskonar umbætur. Og
sums staðar eru tjöld sala-
Happdrætti Háskóla fslands
í 2. fl. cru 352 vinningar
Samtuls 86300 krónum
Dregið vcrður 12 apríl
STUNDIN
9