Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 10

Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 10
kynnanna svo mjúk, að þessi orð myndu ekki heyrast. Og auk þess er búnigur þeirra ekki skrummikill, og þau birtast ekki sem yfirskriftir eða áróð- ur, og þau koma um of frá djúpi hinnar ógreindu og upp- runalegu tilfinningar til vera mælt eftir einhverjum for- skriftum. Á hverri stundu, á hverri einustu stundu eru tal- aðar og skrifaðar svo og svo margar yfirlýsingar þess efnis, að þetta þurfi að gera fyrir þenna og hinn. (Menn eru beðn- ir að rugla þessu ekki saman við ,,að gera fyrir hey,“ því að það merkir að hlaða utan um heyið, að loka það inni). ,,Að gera . . fyrir“ einhvern merk- ir rétt og slétt að tryggja ein- hverjum betri lífsskilyrði og af- komu. Og menn vita einnig, að erfitt er að lifa, nema „fyrir þá sé gert.“ Það var einhverju sinni, er þessi mál bar á góma, að rosk- inn bóndi mælti: — „Með- an maður mátti spekúlera sjálfur, gekk allt vel.“ Þessi orð voru engin sakfelling, því að hinir fáskiptnu gera ekki bylt- ingar að óþörfu. En ef einhver kynni að leita alvöruþrungins sannleiks í þessum orðum, þá er hann vafalaust finnanlegur. Lengi hafa margir beztu synir þjóðanna varið lífi sínu og starfi til að leita sóttkveikja. Og enn- þá eru á meðal okkar einstakl- ingar, er starfa margar nætur svefnlitlir að rannsóknum af þessu tagi. Nöfn sumra eru rit- uð gullnum stöfum yfir gröfum þeirra, og fæstir þeirra berast mikið á, meðan þeir lifa, en þeir, sem lífið hlutu fyrir gerð- ir þeirra, gjalda þeim þakkir. Og þessir vísindamenn, menn starfsins, fundu, að lifandi smáverur komast inn í líkami manna og dýra. Og tala þeirra er legíó. Menn berjast gegn þeim með oddi og egg, en erfitt reynist að sigra þessa féndur. Og sannleikurinn mun vera sá, að þeir eru ósigranlegir. Nú mun þykja næsta vonlítið, að berjast gegn her, sem gefið er að sé ósigranlegur. Og hvernig myndi eiga að haga þeirri bar- áttu? Hvað gera læknarnir? — Þeir víla ekki fyrir sér að full- yrða, að alls staðar umhverfis okkur séu sóttkveikjur, svarnir féndur okkar. Og þrátt fyrir það erum við að öllum jafnaði heil heilsu. Við sjáum þá einnig gera leyndardómsfullar athug- anir á öllum, sem þeir komast í færi við, og athuga t. d. hvort þeir hafi fengið berkla eða aðra aivarlega sjúkdóma. Og þessir sömu menn segja okkur, að þekkt séu dæmi um eineggj- aða tvíbura, sem ekki ólust upp á sama stað, en fengu sömu veikina og létust á sama árinu. En í nánasta umhverfi þeirra dó enginn úr sama sjúkleika. Og þessir sömu læknar bólu- setja á ári hverju þúsundir manna og dýra gegn smitandi sjúkdómum. Og þessar bólu- Ævintýrið KONA nokkur ók með spor- vagni í höfuðborginni fyr- ir nokkrum dögum. Menn og konur aka með sporvögnum, og þykir það ekki í frásögur fær- andi, því að vegalengdir eru miklar og skóbúnaður dýr, en menn yfirleitt mjög sparsamir, bæði á fætur sína og annað. Enda hefir skapazt fjölmennari stétt leiguekla í þessari borg en finnast mun að hlutfalli í nokkurri annarri borg verald- ar. Þykir það ljóst dæmi um, hversu rösklega höfuðborgin náði valdi á menningartækjum samtíðarinnar. Þess vegna var setningar gera einstaklinginn ósigranlegan gagnvart einum ó- vininum. Þessar fáu forsendur leyfa okkur að draga þá álykt- un, að ekki mergð óvinanna, — heldur traustleiki varnanna ræður því, hvort við bíðum ó- sigur eða ekki. Eða ljósar tal- að: Hættan stafar sjaldan að utan, heldur að innan. Hrörn- unin að innan en hættulegri en allar ytri árásir. Eða nærliggj- andi dæmi. Þúsundir erlendra sjómanna, sem á hverju ári hafa verið hér við strendur og í fisk- verum okkar og hundruð ís- lendinga, sem á ári hverju fóru milli íslands og annarra landa, og jafnvel þúsundir erlendra hermanna, hafa ekki spillt máli okkar — og geta það ekki. Ef málið er í hættu, þá stafar það af því, að næmleikinn, varnar- leysið gegn sjúkdómum, hefir orðið átakanlegra en áður fyrr. En ekki einungis málið er hér hliðstætt dæmi, heldur ótal m. fl. Athugið, en ekki til gam- ans, nokkur hliðstæð dæmi, og gerið í hljóði athugasemdir ykkar. um nafnið heldur ekkert undarlegt, þó að kona æki með sporvagni og í að gizka þriggja ára drengur stigi inn í vagninn og settist við hlið hennar. Þetta var kotrosk- inn, dugnaðarlegur og skraf- hreifinn snáði og tókust brátt samræður með honum og kon- unni. Spurði hún hann að nafni, og kvaðst hann heita Drafnar. Þá spurði konan hann enn fremur, hvers son hann væri, en stráksi svaraði næsta stutt- aralega: ,,Ég er enginn son.“ Þetta var þriggja ára drengur. Mörgum mun því koma til hug- (Framh. á bls. 15.) 10 STUNDIN

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.