Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 15
'zEvintýrið um nafnið.
(Frh. af 10. síðu.)
ar, að hann hafi alls ekki vitað
betur, en svo er að líkindum
ekki, hann hét aðeins Drafnar.
Auk þess er hvergi nærri ó-
sennilegt, að hraustum strákum
iari ekki að þykja nein virð-
mg að því að vera ,,son“, svo
margar konur sem orðið hafa
,,son“ á síðari árum. Er það
bæði útlent og fínt, hefir verið
nauðsynlegt meðal giftra ís-
lendinga erlendis, sem ekki
hafa talið ástæðu til að halda
uppi islenzkum venjum um
nöfnin, og þegar heim kemur
eru þetta ef til vill einu merkin
um utanferðina. En það er ekki
einungis algengt, að konur ger-
ist synir tengdafeðra sinna,
heldur hafa menn og konur
hlotið hin eftirtektarverðustu
nöfn. Er það í annað sinn í sögu
landsins, að hugtak nafnsins
glatast, enda þótt það sé ræki-
legar nú en í fyrra skiptið, en
það var í byrjun hinna íslenzku
miðalda, er kristna trúin og
hugsjónir hennar stóðu yfir
moldum verðmæta og hugsjóna
þjóðveldistímans. Þá voru tek-
in upp nöfn heilagra manna, og
er það merki þess, að nöfnin
voru þó enn mikils verð. Nú
speglast andríki og uppfinn-
ingagáfa greinilegast í nöfnum
manna og kvenna, að svo miklu
leyti sem þau ekki eru afkvæmi
tízkunnar. Nöfn eins og t. d.
ími, Mími, Hibba og Bibba
og karlmannanöfn eins og
Wagner, November, Decem-
ber og svo framv. eru ekki slök.
Mími Novembersson væri ekki
afleitt konunafn!
Nafnið er horfið. Eitt dæmi
af mörgum. Áður var það talið
til heilagra verðmæta, sem ekki
leyfðist að leika sér að né sví-
virða. Sjálf hamingja einstak-
lingsins var þegar að nokkru á-
kveðin með nafngiftinni. Þess
yegna lá meira við um hana en
Það eitt, að finna nógu fárán-
STUNDIN
Stutt framhaldssaga eftir Theodor Storm:
VIOLA TRICOLOR
3. dagur.
bærist yfir dökkt ský. ,,Ef þetta væri móðirin,“ hugsaði hann,
en upphátt sagði hann: ,,Þetta er Neró okkar, honum verður
þú að kynnast líka. Hann og Nesí eru góðir vinir. Hann lætur
hana meira að segja spenna sig fyrir brúðuvagninn." Hún leit
í augu honum: „Hér er svo margt af öllu, bara að ég átti mig
á því,“ sagði hún utan við sig.
„Ines, þig er að dreyma, við og barnið, heimilið er svo lítið
sem verið getur.“
„Finnst þér það?“ sagði hún hreimlausri rödd, og augu
hennar fylgdu barninu, sem eltist við hundinn á grasfletinum,
svo leit hún á mann sinn skelfdum augum, vafði handleggj-
unum um háls honum og bað: „Haltu mér fast, hjálpaðu mér,
* * *
Vikur og mánuðir höfðu liðið. — Ótti ungu konunnar virt-
ist hafa verið ástæðulaus, stjórn heimilisins og húsverkin virt-
ust vinnast af sjálfu sér undir umsjón hennar. Vinnufólkið
þekktist vingjarnlega og virðulega framkomu hennar, og gest-
irnir fundu, að heimilinu stjórnaði kona, sem stóð húsbónd-
anum jafnfætis. En fyrir glöggum augum manns hennar leit
það öðruvísi út, hann skildi allt of vel, að hún gekk um
heimilið sem gestur, er engan hlut þess ætti, að henni fyndist
hún þurfa að vera því vandvirkari og umhyggjusamari, sem
hún væri aðeins staðgengill. Þessum reynda manni var engin
svölun að því, að hún þrýsti sér með áköfum innileik í faðm
hans, eins og yrði hún að fullvissa sig um, að þau væru hvort
öðru tengd og bundin.
Með Nesí og henni hafði heldur ekki gengið saman. Innri
rödd ástar og skynsemi skipaði ungu konunni, að tala ekki
við barnið um móður þess, sem geymdi minningu hennar svo
lifandi og næstum þrákelknislega í huga sér, síðan stjúpan
kom á heimilið. En hér voru einmitt erfiðleikarnir. Hin fagra
mynd á herbergi manns hennar — jafnvel innri augu hennar
fældust að sjá hana. Að vísu hafði hún oft hert upp hugann,
hún hafði dregið barnið að sér, en þá kom hún ekki upp neinu
orði, varir hennar hlýddu henni ekki, og Nesí, sem hafði fagn-
að þessum ástaratlotum, hafði gengið döpur burt. í raun og
veru þráði hún ást þessarar fögru konu og dáðist að henni I
hljóði, eins og börunm er títt að gera. En hana vantaði fyrsta
orðið, sem var lykill sérhverrar hjartanlegrar samræðu, annað
orðið mátti hún ekki segja, og hitt gat hún ekki sagt, að því
er henni fannst. Þessa hindrun skynjaði Ines einnig, og þar
sem virtist tiltölulega auðvelt að sigrast á henni, hvarflaði
hugur hennar aftur og aftur að þessu sama atriði.
Síðari hluta dags sat hún eitt sinn við hlið manns síns í
dagstofunni og horfði á gufuna, sem liðaðist upp frá tekatl-
inum. Rudolf, sem hafði lokið lestri dagblaðs eins, greip hönd
15