Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 12 LesbókGAGNRÝNI R án er fimmta skáldsaga Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur. Líkt og í fyrri bókum hennar er framvindan öðrum þræði tengd pælingum um frelsi, mannrétt- indi, frið og lýðræði. Í bakgrunni sög- unnar er spænska borgarastyrjöldin sem geisaði á fjórða áratug síðustu aldar, greint er frá grimmilegum ör- lögum baráttumannsins Julián Gri- mau (90) og misjöfnu hlutskipti upp- reisnarmannanna Eloy kráareiganda og vinar hans, Diego. Rán er eldri kona, búsett í Sviss, hlutlausu landi velmegunar og auðsældar. Á leið sinni til Íslands dvelur hún örstutt í Barselónu en hún var þar náms- maður á valdatíma Francos. Stúd- entaóeirðir, handtökur og pyntingar voru þá daglegt brauð. Um leið og hún rifjar upp gamla tíma reynir hún að skilja fortíð sína og kemst þá að ýmsu óþægilegu um sjálfa sig. Rán hefur lifað lengi í afneitun og lokuðum heimi en nú er loksins komið að henni að upplifa breytingar (sbr. 34) og treysta á sjálfa sig. Rán er undarlega utangátta, eins og hún hafi ekki verið þátttakandi í lífinu. Hún er í rauninni eins og „líkneskjan“ sem hún sér á ferð sinni um götur Barse- lónu (48), gullhúðaður látbragðsleik- ari sem gerir kúnstir fyrir klink, enda kemur leikur hans illa við hana. Hún hefur glutrað niður öllu sam- bandi við fjölskyldu og vini á Íslandi, líka við son sinn sem hún hálfnauðug skildi eftir ungan í umsjá foreldra sinna. Hún til- heyrir engum stað, engri manneskju (82). Allt sitt líf hefur hún verið eins og á flótta undan fortíð sinni, sárs- auka og sektarkennd . Hún hef- ur lifað í öruggu og þægilegu hjónabandi en áttar sig nú á að það hefur verið henni dýrkeypt. Fyrrverandi sam- býlismaður hennar frá námsárunum og barnsfaðir, Roberto, er algjör and- stæða hennar, andófsmaður sem fórnaði öllu fyrir hugsjónir sínar og hefur verið í felum allt sitt líf. Sveik hún hann eða gerði hún rétt í að koma honum sjúkum í hendur fjölskyldu hans? Elskaði hann hana í raun og veru eða var hún bara skálkaskjól, yf- irvarp til að beina grunsemdum lög- reglu og stjórnvalda frá honum? Spurningarnar vakna þegar minning- arnar hellast yfir á gamals aldri. Tími og fjarlægð leika stórt hlut- verk í sögunni. Rán lítur yfir lífshlaup sitt og reynir að átta sig á því hvers konar manneskja hún sé. „Svo virðist sem óbrúanlegt gap hafi myndast milli mín og stúlkunnar sem ég var“ (60). Sagan er sögð ýmist í 1. eða 3. persónu, eins og til að undirstrika þetta gap og draga fram fjarlægðina. „Hún kannast við göturnar sem leigubílstjórinn ekur eftir, en á sama tíma eru þær henni framandi. Fjar- lægist, fer burt, snýr baki í, tengsl rofna, fram, horfir fram… á veginn, enginn vegur…aðeins kvíði, fjarlæg- ist…sig sjálfa. Eins og hún sé önnur Rán en sú sem hún taldi sig þekkja“ (224). Hringsól Ránar um borgina Barselónu vekur upp ljúfsárar minn- ingar og erfiðar spurningar um ást- ina, hikið og blinduna í lífinu og ósjálf- ráð viðbrögð hennar við marmarastyttu af Maríu mey án jes- úbarnsins í Þjóðarhöllinni end- urspegla djúpstæða sektarkennd hennar. Borgarmynd Barselónu leikur stórt hlutverk í sögunni, veitinga- staðir, listasöfn, sólbökuð torg og þröngar götur verða ljóslifandi. Rán er útpæld og táknhlaðin saga, þrung- in femínískum boðskap. Engin afger- andi svör fást í uppgjörinu en það er erfitt að fyrirgefa, bæði sjálfum sér og öðrum. Í lok sögunnar veltir Rán fyrir sér hver sé eiginlega óðurinn til lífsins þegar upp er staðið. En þá er dauðinn á næsta leiti, í líki flagarans, „tangósjarmörsins“ sem hefur elt hana um alla borgina. Glíma Ránar skilar einhvers konar sátt og skilningi undir sögulok og þá er betra seint en aldrei. BÆKUR STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR SKÁLDSAGA | Rán Eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. 250 bls. Mál og menning, 2008 Glíma Ránar skil- ar einhvers konar sátt og skilningi undir sögulok og þá er betra seint en aldrei. Hringsólað í Barselónu Ný útgáfa af þessari vinsælustu ljóðabók 20. aldar á Íslandi með formála um skáldið og verk hans eftir Silju Aðalsteinsdóttur. Sjómannadagsráð Forlagið „Þar er sagt, að svart sé hvítt, svikráð brugguð grönnum. Þar er hvergi fótmál frítt fyrir heiðursmönnum.“ ILLGRESI eftir Örn Arnarson Ljóð sem eiga brýnt erindi við þjóðina einmitt núna. ÍS L E N S K A S IA .I S D A S 44 15 4 11 .2 00 8 LEIKLIST Vestrið eina Borgarleikhúsið „Heimur verksins er nöturlegur. Fátækt, græðgi, ofbeldi og ábyrgðarleysi virðast ráða ríkjum í Leenane og eins og presturinn orðar það þá er eins og lögsaga Guðs hafi ekki náð niður í þetta þorp. Vestrið eina er margbrotið verk.“ Ingibjörg Þórisdóttir. Utan gátta Þjóðleikhúsið (Kassinn) „Hér er list leikarans höfð í fyrirrúmi þar sem orð höfundarins mynda þéttan skóg sem persónur verksins reyna að feta sig í gegnum og það er leikstjórans að leiða þær áfram.“ Ingibjörg Þórisdóttir. Hart í bak Þjóðleikhúsið „Uppfærsla Þjóðleikhússins er hefðbundin, þá er átt við að aðstandendur sýning- arinnar eru trúir höfundarverkinu.“ Ingibjörg Þórisdóttir. KVIKMYNDIR Appaloosa bbbmn Sýnd í Háskólabíói „Appaloosa er himnasending vestraunnendum, stílhrein, klassísk í útliti og innihaldi, tökustjórinn enginn annar en Dean Semler.“ Sæbjörn Valdimarsson. Body of Lies bbbbn Sýnd í Sambíóum „Þetta er hópur færustu atvinnumanna kvikmyndaheims- ins, útkoman gat aldrei orðið annað en góð og Body of Lies er líklega besta og vandaðasta afþreyingarmynd sem gerð hefur verið um bar- áttuna við hryðjuverkamenn.“ Sæbjörn Valdimarsson. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Andrea Maack – CRAFT bbbmn Sýning stendur til 11. janúar „Samruni myndlistar, hönnunar og tísku er viðfangsefni Andreu Maack í D-sal Hafnarhússins, sjálfstætt framhald sýningar hennar SMART sem vakti athygli í Gallerí Ágúst fyrr á þessu ári.“ Ragna Sigurðardóttir. Gallerí i8 Guðrún Einarsdóttir Sýning stendur til 7. des. „Þar sýnir listakonan sex stórar olíumyndir, ýmist einlit málverk eða innan eins litaskala, og togast á milli náttúruímynda og óhlutbundinna efnis- rannsókna.“ Jón B.K. Ransu. Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12 Guðrún Kristjánsdóttir – Myndir Sýning stendur til 13. des. „Íhugun listamannsins um togstreitu, milli hug- lægrar afstöðu til veruleikans og efnislegrar til- veru í honum, kemst vel til skila, einkum þegar hún tengist þeim rýmisáhrifum sem myndbandsverkið skapar á kvöldin.“ Anna Jóa. Í GANGI Um líf Hallgríms Péturssonar er fátt vitað með vissu en hefur þó margt verið um það skrifað. Fræði- menn hafa rannsakað líf og skáld- skap þessa merka trúarskálds, um hvort tveggja hafa verið ritaðar margar greinar og þó nokkrar bæk- ur. Þar má helst telja bók Magn- úsar Jónssonar, Hallgrímur Pét- ursson, sem út kom 1947 í tveimur bindum upp á tæplega 700 síður; bók Sigurðar Nordals, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir (1970); bók Helga Skúla Kjart- anssonar sem tilheyrir bókaflokkn- um Menn í öndvegi (1974) og nú síð- ast doktorsrit Margrétar Eggertsdóttur, Barokkmeistarinn: list og lærdómur í verkum Hall- gríms Péturssonar (2005). Auk þess er til mikið af þjóðsögum og sögn- um um séra Hallgrím. Ekki er að efa að Úlfar Þormóðsson hefur kynnt sér þetta efni og má sjá þess víða merki í skáldsögu hans, en tveir megingallar eru á verkinu: Í fyrsta lagi gefur hann engar upplýs- ingar um heimildir sínar og úr- vinnslu á þeim (þetta hefði t.d. mátt gera í formála); og í öðru lagi virðist fyrir honum helst vaka að snúa á hvolf þeirri mynd sem þjóðin hefur af Hallgrími Péturssyni (sbr. kápu- mynd bókarinnar). Úlfar dregur upp mynd af efasemdarmanninum Hallgrími Péturssyni en fyrir því eru engar heimildir að séra Hall- grímur hafi efast í trúnni; þvert á móti er trúarhiti og sannfæring eitt aðaleinkennið á skáldskap hans. Vera kann að Úlfar telji sér ekki skylt að gera heimildir sínar sýni- legar; hann er jú að skrifa skáld- sögu ekki fræðirit. En verk hans hlýtur þó að tilheyra bókmennta- greininni söguleg skáldsaga þar sem hann notar rétt nöfn þjóð- þekktra einstaklinga þótt hann skáldi að vild inn í eyður, bæti við atburðum sem enginn fótur er fyrir og barni persónulýsingar oft á óvæginn hátt. Aðferð Úlfars er að mínu mati vafasöm og má til sam- anburðar nefna að í bók Sjóns, Rökkurbýsnir, sem og Íslands- klukku Halldórs Laxness (sem fjalla að stórum hluta um sama tímabil) kjósa höfundarnir að breyta nöfnum aðalpersóna og geta þar með tekið sér meira skáldaleyfi en ella. Kannski er réttast að meta verk Úlfars sem skáldsögu sem hefur lít- ið sem ekkert að gera með persónu sálmaskáldsins Hallgríms Péturs- sonar þótt aðalpersóna verksins sé alnafni hans og lifi á sama tíma. Sé litið á verkið sem „helberan skáld- skap“ mætti hugsanlega fyrirgefa höfundi þá villu að láta Brynjólf Sveinsson kalla Flateyjarbók Sæ- mundar-Eddu (384) en undir því heiti gekk Konungsbók lengi því ranglega var talið að Sæmundur fróði hefði tekið hana saman. Sé lit- ið á verkið sem „helberan skáld- skap“ þá má hæla höfundi fyrir skemmtilega lýsingu á sambandi Hallgríms og vinar hans Brynjólfs Sveinssonar og einnig er margt fal- legt í lýsingunni á sambandi hans við konu sína Guðríði. Það er helst í þessum þáttum verksins sem frá- sögnin lifnar. Í heild er hún hins vegar of langdregin og fátt í form- hugsun verksins og stíl sem hvetur lesandann til að sökkva sér niður í hinar rúmlegu sex hundruð síður. Eflaust er nærtækasta skýringin einfaldlega sú að maður trúir ekki á persónulýsingu Hallgríms, sálma- skáldið trúarheita er víðsfjarri í þessum texta. Til er sú kenning í ævisagnafræðum að sá sem skrifi ævisögu annars manns komist ekki hjá því að ljá sögupersónu sinni sín eigin persónueinkenni að miklu leyti; sé öðrum þræði að skrifa um sjálfan sig. Þessi hugsun sótti að mér við lestur Hallgríms Úlfars Þormóðssonar. BÆKUR Uppdiktaður Hallgrímur SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR SKÁLDSAGA | Hallgrímur. Skáldsaga um ævi Hallgríms Péturssonar Úlfar Þormóðsson, Bjartur 2008, 612 bls.bbnnn Úlfar Þormóðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.