Árdís - 01.01.1953, Side 9

Árdís - 01.01.1953, Side 9
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 7 sagt skilið við jörðina í bili. Þarna einnig var heimur út af fyrir sig, sem óháður virtist vera hinum jarðneska heimi, en nú voru það loftbylgjur en ekki hafbylgjur, sem héldu manni uppi og skýin inniluktu mann. Það var eins og maður liði áfram í hengirúmi, sem skýin héldu örugglega á lofti. Eftir nokkra klukkutíma var skýjaheimurinn klofinn og flugvélin nálgaðist aftur hinn jarðneska heim. Hún settist á Reykjavíkur flugvelli — ég var komin til „sögu- eyjunnar," þaðan sem faðir minn ásamt foreldrum og systkinum, móðurforeldrar mínir og elztu börn þeirra, fluttu til Vesturheims fyrir svo löngu síðan. Engan þekkti ég í þessu landi forfeðranna, en eitt andlit þarna á flugvellinum kannaðist ég við af mynd, sem ég hafði séð. Þarna var komin stúlka, Hulda Hoydahl að nafni, systir Gerðar, vinukonu minnar í Osló, til þess að heilsa upp á mig. Hún tók svo kunnuglega og alúðlega á móti mér og bauð mig velkomna til íslands. Síðan héldum við heim til hennar, þar sem foreldrar hennar, þau myndar- hjónin Þuríður Eyjólfsdóttir og Lýður Hoydahl, buðu mig velkomna á heimili sitt. Hjá þeim leið mér vel þann tíma, sem ég dvaldi í Reykjavík. Það var ekki til setunnar boðið því tíminn var naumur og ferð- inni heitið í marga staði. Eftir eins dags dvöl í Reykjavík var ég komin á leið til Hofsóss í Skagafirði, en þar hélt ég til hjá Gísla Benjamínssyni og konu hans á myndarlegu heimili þeirra í nokkra daga. Gísli var bróðursonur ömmu minnar, Lilju Friðfinnsdóttur, mundi hann því eftir henni og gat frætt mig um margt viðvíkjandi skyldfólkinu. Hann fór með mig til þess að heimsækja Guðmund bróður sinn bónda í Smiðsgerði 1 Kolbeinsdal, sem þar býr með konu sinni og systur þeirra bræðra, Maríu, sem er ógift. Þau eiga nýtt hús, sem er útbúið nýjustu þægindum. Manni dettur ósjálfrátt í hug hve miklar breytingar eru nú orðnar frá því að fólk bjó í torfhúsum við lítil þægindi og þröng kjör. En eitt er ég sannfærð um að ekki hefir breyzt á íslandi og það er gestrisnin. Ég varð sannfærð um það eftir að heimsækja þá Gísla og Guðmund, frændur. mína, Unu systur þeirra í Reykjavík og svo ótal marga aðra á ferða- lagi mínu um landið. f grend við Hofsós er bóndabærinn Teigur, þar sem amma og afi, Jónas Thorsteinsson frá Espihóli í Seiluhreppi, bjuggu áður en þau fóru á brott frá íslandi. Þar gefur að líta nútíma byggingar, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.