Árdís - 01.01.1953, Qupperneq 10

Árdís - 01.01.1953, Qupperneq 10
8 ÁRDÍ S þau höfðu búið þar í torfhúsum á tímum harðæris og hungurs, erfiðleika, sem ilt var að yfirstíga en sem stældu áræðið og hug- rekkið sem með þurfti til þess að bregða búi og leggja af stað með fjölskyldu út í óvissuna í annari heimsálfu. En hvað skyldi það hafa verið, sem hvatti hugrekkið annað en trúin á mátt og kærleika Guðs og handleiðslu hans á ferð þeirra yfir hið breiða haf með ófullkomnu skipi, og inn í hið ókunna og mikið til óunna land — trúin, sem hafði verið glædd á barnæskuheimilum þeirra með að- stoð kirkjunnar. Kirkjan, sem hér er um að ræða, er Hólakirkja, en þá kirkju sótti amma mín í æsku og svo hún og afi eftir að þau giftust og settust að á Teigi. Sú kirkja hefir átt ríkan þátt í eflingu hinnar styrku trúar þeirra. Mér koma fyrir hugskotssjónir myndir úr lífi ömmu og afa sem sýna hina einlægu og sterku trú þeirra. Sem barn man ég eftir afa, þar sem hann stóð úti á kvöldin, er dagsverkinu var lokið, horfði til himins og hafði yfir bænir sínar í hálfum hljóðum og að líkindum lyfti huganum í þakklæti til Guðs fyrir hans handleiðslu og aðstoð fram á þessa stund. Hann hafði varðveitt sína barnatrú, en það er hin sanna trú, hin heila og hreina. Ég man einnig eftir ömmu, þar sem hún var við vinnu sína og varir hennar bærðust í bæn. Ég heyrði hana oft hafa yfir sálma og tilvitnanir úr biblíunni. Á heimili afa og ömmu var það siður að lesa húslestur og sálma og hafa yfir bænir á kvöldin. Þessi siður ríkti einnig á heimilil mínu og hafði hann sín áhrif á ungar sálir, þessi siður, sem hafði verið fluttur frá íslandi til Nýja-lslands. Það eru engar tölur til yfir það, hve mörg heimili í Nýja-íslandi og í öðrum íslenzkum bygðarlögum í Vesturheimi hafa rækt þennan sið og það eru einnig ómæld áhrif þau, er hann hefir haft á skap- lyndi, hugarfar og sálarlíf hinna ýmsu einstaklinga, — áhrif, sem hefir gætt ríkulega í starfi þeirra í þágu heimilis, kirkju, bygðar og lands. Amma og afi tóku virkan þátt í starfi kirkjunnar í Geysis- bygð í Nýja-íslandi, og amma var ein af leiðandi meðlimum Kven- félagsins Freyju. Þau höfðu tíma og krafta aflögu til þessa upp- byggingarstarfs þótt brautryðjendastörfin væru þung, þægindin lítil og nútímatæknin engin. Börnin þeirra og barnabörnin tóku svo við af þeim og leggja lið sitt við áframhaldið af þessu starfi. Áhrifin, sem streymdu frá hinum kristnu heimilum og kirkjum á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.