Árdís - 01.01.1953, Blaðsíða 12

Árdís - 01.01.1953, Blaðsíða 12
10 ÁRDÍS nokkuð sviplítil, enda aldrei við hana lokið eins og hún átti að vera í upphafi. Hún er hlaðin úr rauðleitum sandsteini úr Hóla- byrðu, fjalli því er bærinn stendur undir. Hann er límdur saman með kalki, en fyllt á milli með óhöggnu og óvönduðu grjóti. Þykkt útveggja er tæpur einn metir. Veggirnir eru nú húðaðir og mikið til sléttaðir með sementi og kalki. Á norðurhlið kirkjunnar eru sjö gluggar en á suðurhlið sex, því að þar koma hinar svonefndu frúar- dyr í stað miðglugga. Á stöplinum eru fjórir gluggar og fyrir ofan þá fimm hljómop. Tvennar útidyr eru á kirkjunni og vandaðar eikarhurðir í líkingu við það, sem var í öndverðu. I aðaldyrahurð er koparhringur, en járnhringur í hurð milli stöpuls og kirkju. Uppi yfir stöpuldyrunum er felld í múrinn hvít marmaratafla, sem var send frá Kaupmannahöfn, með áletrun í latneskum upp- hafsstöfum. Uppi yfir frúardyrum er fangamark Friðriks konungs fimmta og ártalið 1758. Koparþak var sett á kirkjuna 1949. Loftið og allir kirkjuveggirnir eru hvítkalkaðir að innan. Gólf kirkjunnar er nú úr steinsteypu í miðju, en timburgólf undir sætum. Sömuleiðis er kórgólfið steinsteypt og í það felldir hinir gömlu legsteinar, sem yfir eru tréhlerar til hlífðar. í kórnum er altari uppmúrað af höggnum steini og strikuðum brúnum um- hverfis, rauðmálað, en aftan við það er stallur nokkru hærri og breiðari og á honum hvílir altarisbríkin. Kringum altarið eru grátur með máluðu rimlaverki allt í kring og tveimur háum stólpum í hornunum að framan. í hornunum sitt hvoru megin við altarið eru tveir stólar, svokallaðir skriftarstólar, og í kórnum eru auk þess tíu litlir kirkjubekkir. Milligerðin milli kórs og kirkju er afþiljuð með spjöldum að neðan en að ofan með útskornum, marglitum pílárum. Fyrir ofan kórdyrnar eru minni pílárar, og eins fyrir ofan dyrnar inn í prédikunarstólinn. Tröppur liggja upp í prédikunarstólinn, sem mun vera danskur að uppruna, með máluð- um myndum af guðspjallamönnunum fjórum, en himni upp yfir með málaðri mynd af heilögum anda í dúfulíki. Framan við milli- gerðina eru tvær stúkur, sín hvorum megin, með fjórum bríkum og hurð með panelverki fyrir. í þeim eru, framan á milligerðinni, spjöld, sem á eru málaðar höfuðdyggðirnar í konulíki og þessi orð ofan við: Spekin, Réttlætið, Hófsemin, Styrkleikinn, Trúin, Vonin, Kærleikurinn, Guðhræðslan, Eindrægnin, örlætið, Hreinlífið, Forsjálnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.