Árdís - 01.01.1953, Side 27

Árdís - 01.01.1953, Side 27
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 25 á hin síðustu ár hélt hún óskertum þeim hæfilegleika að finna til djúprar hrifningar og aðdáunar fyrir því, sem var gott og fagurt. Sálarkraftarnir héldust óskertir fram á síðustu stund. Bjartsýni æskunnar misti hún aldrei, en samfara þeirri bjartsýni var næmur skilningur á því, sem ástæða var til að forðast og vara aðra við. Ég leyfi mér að tilfæra hér nokkrar setningar úr kveðjuorðum hinnar ágætu forstöðukonu, Mrs. Augustu Tallman, á Betel, er lesin voru við kveðjuathöfnina á heimilinu: „Ég kom til Betel öllum ókunnug, þurfandi fyrir upplýsingar á ýmsum sviðum. Hún gaf mér margar leiðbeiningar, sérílagi viðvíkjandi húslestrum og sálmasöng heimilisins, með kærleika og hughreystandi orðum í stað aðfinslu. Víðsýni hennar að geta ávalt skoðað báðar hliðar á málefnum hefir oft hjálpað mér og ég hygg, fleirum hér á heimilinu. Við burtför hennar mun okkur finnast sem ljós hafi slokknað. En hin sterka og hreina trú hennar mun halda áfram að skína sem lifandi ljós, hvar sem vegir hennar hafa legið og fylgja henni á eilífðar- brautir.“ Við sem vorum vön að sjá hana á Betel frá því heimilið var stofnað, bæði sem forstöðukonu heimilisins í 18 ár og sem vistkonu í mörg síðastliðin ár finnum til þess að mikið er mist — sætið við hlið orgelsins er autt, söngröddin hljóðnuð. Við finnum glögglega, að einhver tign og styrkur er horfinn með Ásdísi Hinriksson. Hún unni af alhug elliheimilinu Betel, starfaði fyrir það meðan kraftar entust og bað fyrir því til hinztu stundar. Hina síðustu mánuði talaði hún oft um hve innilega hún þráði að biðin færi að styttast. Síðast þegar fundum okkar bar saman, sagði hún: „Ég veit, að bráðlega kemur kallið til mín, það veldur mér innilegri gleði.“ Guði sé lof að hin fagra sál hennar hefir verið leyst úr böndum hrörnandi líkama. Á lofsöng Jólanna sveif hún til ástvinanna, sem biðu fyrir handan hafið. „Hafðu þökk fyrir alt og alt.“ Ingibjörg J. Ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.