Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 6
NokArir félagar úr F.U.f. í Reykjaví\, sem aðstoð-uðu nefndina á ýmsan hátt í sambandi við fram- kvœmd mótsins. ræða hans hin gleggsta og greinargóð vel. Að lokum talaði Hannibal Valdimarsson, alþm. Ræða Hannibals var skelegg og hvatti hann til starfa fyrir jafnaðarstefnuna á al- íslenzkum grundvelli. Ræðumenn fengu hinar ágætustu undir- tektir áheyrenda og var þeim ætíð svarað með dynjandi lófataki, þrátt fyrir norðanvind og kalsa. Að loknum ræðuhöldunum lék lúðra- sveitin Svanur alþjóðasöng alþýðunnar, Inter nationalen og mannfjöldinn tók undir og nú sungu allir fullum hálsi. Um kvöldið hófst svo skemmtun í fim- leikahúsi Hvanneyrarskólans. Þar skemmti dávaldurinn Waldosa með sefjun og dáleiðslu við mikinn fögnuð áhorfenda, sem fylltu hús- ið út úr dyrum. Að því loknu hófst svo dans- leikurinn. Nú höfðu margir nýir félagar bætz í hópinn, sem sökum atvinnu sinnar gátu ekki mætt fyrr. Þegar á kvöldið leið mátti heyra sam'bland dunandi danslaga og hlátrasköll þeirra, er dansinn stigu. Dagblað eitt gerði fyrir nokkru dansskemmtun þessa að umtalsefni og deildi á nokkra menn, er þarna voru komnir, fyrir ósiðsemi. I þssu tilfelli skírskota ég hiklaust til hvers og eins, er þarna var og geta þeir um borið, hve mikill sannleikur skriffinnska sú er. Dansleikur þessi var öllum til ánægju og var slitið um kl. 2,30 aðfaranótt sunnu- dags, en þá gengu menn til hvílu eftir ánægju- lega skemmtun. Sunnudagur (2. dagur mótsins). Kl. 2 á sunnudag hélt svo mótið áfrarn og hófst nú með almennum fundi í fyrr- 6 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.