Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 16

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 16
Guðm. Guðmundsson, s\ósmiður í Ví\, var o\kur hin mesta hjálparhclla. að höfðu mest um bölvaða ekki sens giktina. Þeir, sem þjáðust af offylli, beygðu höfuðin yfir brúarhandrðið og létu Þjórsá um það að bera góðgerðirnar frá Selfossi til sjávar, og síðar á borð fyrir fiska Atlantshafsins. Neftóbaksmennirnir stóðu sér og tóku í nef- ið, þeir gættu þess líka vel að standa þannig, að vindurinn hlyti að bera eitthvað af tóbaks- byrgðum þeirra beint framan í ferðafélagana, þeir glottu í laumi en báru sig annars að eins og þeir væru háttsettir englar í Paradís, en ekki skattgreiðendur til Tóbakseinkasölu rikisins. Þegar fólkið hafði gengið yfir brúna fór það fljótlega að koma sér fyrir í bílunum. Síðan var haldið á stað á nýjan leik. Nú var keyrt gegnum hverja sveitina eftir aðra og ekki numið staðar fyrr en hjá bænum Stein- um undir Eyjafjöllum. Þar var staldrað við örlitla stund, en síðan haldið tafarlaust áfram Manns\apurinn staddur við Dverghamra. og ekki numið staðar aftur fyrr en í Vík í Myrdai, en þangað komum við kl. 9 um kvöldið. I Vík áttum við að vera til húsa í barna- skólahúsi staðarins, en vitað var um að þar mundi verða þröngt á þingi, því að tveir ferðamannahópar ætluðu að dvelja í þorpinu samtímis. Þar var Iðnskólinn með 7 tugi manna, en við sex. Við héldum nú fyrst til Hótelsins í Vík, því að við vissum, að þar biði matur á borðum, en við vorum klukku- stund á eftir áætlun. Piltarnir flýttu sér strax að koma sér fyrir við borðin en stúlkurnar í snyrtiherbergið. Þær þurftu nú bæði að mála sig og púðra og snurfunsa sig allar til áður en þær yrðu það lítillátar að þær gætu sezt til borðs með okkur piltunum. Hjá sumum mun það hafa tekið svo langan tíma, að það er vafasamt að þær hafi fengið magafylli, þá loks að þær komust að borðinu. En hvað um það, við vorum öll í góðu skapi og hugðum gott til glóðarinnar um að skemmta okkur vel um kveldið. Þegar kveldverðinum var lokið hélt hópur- inn af stað með poka sína og pinkla áleiðis til skólahússins. Þar fengum við eina stofu til umráða. Dótinu var nú komið fyrir en 16 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.