Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 18

Árroði - 01.10.1947, Blaðsíða 18
af sér myndir, þær hafa ákaflega gaman af því eins og allir vita, en góði minn, hafðu ekki hátt um það, að ég var þarna líka og hafði það að atvinnu að halda utan um stúlkurnar meðan teknar voru myndir. En drottinn minn, hvað þær skrækja, ef að mað- ur tekur almennilega utan um þær. Við snerum við hjá Dverghömrum, héld- um niður að Klaustri, komum þangað rétt fyrir kl. 3 um daginn. Við gengum nú á fjallið fyrir ofan Klaustur og upp að Systra- vatni, síðan gengum við fram eftir fjallinu, þar til við sáum vel niður að Systrastapa. Veðrið var skínandi fagurt og skemmtum við okkur hið bezta. Eftir þetta ferðalag drukkum við kaffi í hótelinu og fengum við þar hinn prýðileg- asta viðurgerning. Staðurinn var nú skoðaður í krók og kring. Sumir skoðuðu frystihúsið og skeði þá sá hryggilegi atburður, að annar fararstjórinn var lokaður inni í frystihúsinu ásamt öðrum manni. Það versta var við þennan atburð, að það var sá grennri af fararstjóranum, sem varð fyrir þessu óhappi, en þeir voru tveir. Það vildi þeim til lífs, að ein meyja úr Langholtinu krafðist þess að sjá húsið, það væri svo gaman að sjá fryst kjöt, en viti mnn, þegar opnað var, þá voru þar tveir menn fyrir skjálfandi úr kulda og mjög aumkvunarlegir. Sagan segir, að þeir hafi kyssts Langholtsdömuna fyrir lífgjöfina og að hún hafi látið sér það vel líka, þótt ekkert sæi hún frysta kjötið. Þegar við höfðum skoðað staðinn eþis og okkur lysti, héldum við á stað á nýjan leik og var nú haldið aftur til Víkur. A þeirri leið skoðuðum við Stórhelli, en hann er stutt frá Vík. Þegar við höfðum snætt um kveldið, héldum við út í skóla. Þar hittum við Iðn- skólafólkið og féll hið bezta á með okkur og var samvinna á milli þessara tveggja hópa hin prýðilegasta. Við héldum dansleik með Við skulum ekki standa í stað Allt frá því að hugur barnsins fer að skilja umhverfi sitt, býr í þvi þrá til að verða eitt- hvað mikið þegar tímar líða. Alla dreymir um að vinna einhver afrek á ýmsum sviðum, en fæstir þessara drauma ná að rætast. Þegar frá líður finnst mörgum að líf sitt hafi tekið skakka stefnu og ekki öðlazt það gildi, sem þeir væntu. Oft er um að kenna utanað komandi áhrif- um og þá ekki hvað sízt ýmsum ágöllum og veilum í þjóðfélaginu. Atvinnuleysi, kreppur og aðrar álíka meinsemdir eru tíður steinn á framfarabraut manna. Þótt allir telji sig fúsa til að útrýma þessu og á margar leiðir sé bent í því sambandi virðast þær ætíð bregð- ast í framkvæmdunum. Nú stendur yfir hér á landi mesta tilraun í sögu þjóðarinnar til þess að tryggja öllum næga vinnu og örugga framtíð. Við, sem ung erum lítum björtum augum fram á við og vonum að með þessu verði þjóðfélagi okkar tryggt efnahagslegt Iðnskólanum um kveldið þangað til kl. 3 um nóttina og skemmtum okkur dásamlega. Daginn eftir héldum við svo af stað heim- leiðis, við stönsuðum við Skógarfoss og voru þar teknar fjölda mynda, einnig stoppuðum við hjá Paradísarhelli og á Selfossi. KI. 10 um kvöldið komum við aftur, glöð og ánægð í skapi eftir mjög skemmtilega ferð. Leiðar- endi var Alþýðuhúsið og þar kvöddumst við og hélt hver til sinna heimkynna. I 8 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.